Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Fréttir DV
19ísápukúlu
Heimsmetið
í fjölda manns
innan í sápu-
kúlu var bætt í
gær. 19 manns
komust fyrir
innan í sápu-
kúlu, sem búin
var til í Surrey
skemmtigarðin-
um á Englandi.
Áður var metið 18 manns.
Maður sem gengur undir
nafninu Sámur sápukúlu-
maður setti metið og not-
aði til þess gjörð sem er
sjö metrar í þvermál. Allir
í kúlunni urðu að vera yfir
150 sentímetrr að hæð. „Við
gengum úr skugga um að
allir væru í réttri hæð. Met-
ið er gott og gilt," sagði Cra-
ig Glenday, ritstjóri heims-
metabókar Guinnes.
‘,iS
Dónalegir
lögreglumenn
Rússneskir lögreglu-
menn þurfa nú að sækja
námskeið í mannasið-
um. Þetta kemur í kjölfar-
ið á fjölda kvartana vegna
slæmrar hegðunar þeirra.
Smoren Duborev sér um
námskeiðið og segist vilja
koma í veg fyrir að lögreglu-
mennirnir blóti og einn-
ig að þeir temji sér meiri
kurteisi. „Ég ætla einnig að
kenna þeim ýmislegt ann-
að. Til dæmis bókmenntir,
listasögu, tónlist og dans.
Ég ætla að kynna þá fyrir
ýmis konar menningu."
Bænir
virka ekki
Niðurstöður nýrrar
rannsóknar sem fram-
kvæmd var í Bandaríkj-
unum hafa leitt í ljós að
bænir virka ekki fýrir fólk
sem fer í hjartaaðgerð. 1
raun hefur það slæm áhrif
að sjúklingar viti af því að
beðið sé fyrir þeim. Fram-
kvæmd rannsóknarinnar
var þannig að kristilegur
trúarhópur var beðinn um
að biðja fyrir sjúklingum.
Sá hópur sjúkhnga sem var
sagt að ekld yrði beðið fyrir
þeim kom best út úr rann-
sókninni. Þeir sem voru
látnir vita að beðið yrði fyr-
ir þeim komu verst út.
Abu Jandal, fyrrverandi öryggisvörður bin Ladens segir víst að bin Laden muni gera
aðra árás á Bandaríkin. Jandal er nú í haldi í Yemen. Hann lýsir því hvernig samstarfið
við bin Laden gekk og hvernig hann sé við sína nánustu. Jandal lýsir bin Laden sem
miskunnsömum og siðprúðum manni.
Osama bin-Laden mun gera
aðra árás á Bandaríkin
Fyrrverandi öryggisvörður bin Ladens, Abu Jandal, fullyrðir að
bin Laden muni gera árás á Bandaríkin. „Þegar sheik Osama lof-
ar einhverju þá stendur hann við það. Ég er viss um að hann er að
undirbúa árás á Bandaríkin," sagði Jandal í viðtali í 60 mínútum,
sem sýnt var í Bandaríkjunum skömmu íyrir helgi. Abu Jandal
var náinn samstarfsmaður bin Ladens frá 1996 til 2000 í Afganist-
an. Jandal er nú í haldi í Jemen, þar sem hann var handsamaður.
Hann verður þar næstu tvö árin.
Jandal er viss um að bin Laden sé
enn í Afganistan, en ekki í Pakistan
eins og margir telja. „Hann er ekki í
Pakistan. Ég þekki aðstæður þar. Jú,
vissulega eru þar menn sem gera
nánast allt fýrir trúbræður sína. En
þar eru líka menn sem eru tilbúnir
að selja upplýsingar fyrir lítið verð.
Þess vegna held ég að bin Laden sé
ennþá í Afganistan."
Jafnvel þó að bin Laden myndi
finnast, þá mun ekki vera hægt að
ná honum, að sögn Jandal. „Hann
hefur fyrirskipað mönnum sínum
að drepa sig, verði hann nálægt því
að vera handsamaður. Til er sérstök
byssa sem á aðeins að nota af því til-
efni."
Heppni bjargaði bin Laden
Jandal segir í viðtalinu að Banda-
ríkjamenn hafi eitt sinn verið ákaf-
lega nálægt því að granda bin Laden,
fyrir 11. september 2001. Banda-
ríkjamenn gerðu loftárás á bæinn
Abu Jandal Vill deyja fyrir trúna og vonast
til þess aö sonur sinn geri slíkt hið sama.
Khost, þar sem al-Kaída samtök-
in voru með æfingabúðir. Bin La-
den átti að vera í búðunum. Það var
heppni sem bjargaði honum. „Við
vorum að keyra í átt til Khost en þá
skiptist vegurinn í tvennt. Annar veg-
urinn lágt til Khost en hinn til Kabúl.
Sheik Osama spurði okkur, ferðafé-
laga sína, hvert við vildum fara. Við
vorum allir sammála um að það gæti
orðið skemmtilegt að heimsækja Ka-
búl. Hann féllst á það og þangað fór-
um við. Ef við hefðum verið í Khost
hefðum við líklega dáið."
Siðsamur
Jandal segir að menn hafi kom-
ist að því hver hafi gefið Bandaríkja-
mönnum upplýsingar um að bin La-
den hafi átt að vera í Khost. „Það var
afganskur kokkur sem lak upplýsing-
um til Bandaríkjamanna. Ég var til-
búinn til þess að drepa manninn en
sheik Osama sagði mér að vera ró-
legur. Hann tók upp peningabúnt, gaf
manninum og sagði honum að gefa
fjölskyldu sinni að borða. Hann fyrir-
gaf manninum."
Bin Laden
var einnig á
móti því að
menn biót-
uðu að sögn
Miskunnsamur og siðprúöur Abu
Jandal segir Osama bin Laden vera
siðprúðan og miskunnsaman. Þrátt
fyrir það segir hann næsta vlst að bin
Laden geri aðra árás á Bandarlkin.
Impregilo geröi risasamning
í Afganistan AbuJandal
segirnæsta vístað bin
Laden sé enn í Afganistan,
en ekki Pakistan eins og
margir telja.
!
i | U ; ’Í-J K
■ 3 53 ■'-« ;• J
1 jgf r M -: a / j
111 m m ‘ 1
! 'íi' 'Ai ‘ ■
9H
í - •
iH --i m
Jandal. „Einu sinni sagði ég orð sem
honum mislíkaði. Ég var lækkaður í
tigníþrjádaga."
Heill heilsu
Jandai blæs á þær sögusagnir að
bin Laden sé veikur. Talað hefur ver-
ið um að hann eigi við vandamál að
stríða í nýrunum. „Hann er ekkert
veikur. Hann átti áður við vandamál
að stríða í raddböndunum. I heilaga
stríðinu gegn Sovétmönnum andaði
hann að sér eiturgufum sem komu
fr á einhverjum eldflaugum. Eitrið fór í
raddbönd hans og skemmdu þau eitt-
hvað. Annars var hann ekkert veiloir."
Jandal segist vilja Jfitta bin Laden
aftur. Hann óskar þess að starfa aftur
fyrir hann. En hann er undir ströngu
eftirliti yfirvalda í Jemen. Jandal á þó
son, sem hann vonar að geti starfað
fyrir bin Laden og jafnvel látið lífið fyr-
ir trúna. „Ég bind miklar vonir við son
minn. Ég vona að guð lofi að honum
takist að ljúka því sem faðir hans byrj-
aði á. Ég vona í raun að sonur minn
deyi fyrir trú sína - verði píslarvottur."
Umdeild tilraun í barnaskóla í Flórída
„Ég ætla að vinna I söluskál-
anum hérá Ólafsvlk um
helginaj'segirRuth
Kjærnested
grunnskóla-
nemi á Ólafsvík. „Á milli þess
að afgreiða pulsur og kók
mun ég hitta vini mína og
fara á rúntinn með þeim eða
gera eitthvað annað sniðugt.
Annars erllfiö mikið í föstum
skorðum hér i plássinu og
hver dagur öðrum likur. En
þá er bara að vera dugleg við
að finna upp á einhverju
skemmtilegu."
Landssímiim
Byggir Sikileyjar-
brúna
Impregilo undirritaði mánudag-
inn 27. mars samning við ítalska rík-
ið um að byggja brú ffá meginlandi
Ítalíu yfir til Sikileyjar. Samningur-
inn hjóðar upp á ríflega 330 milljarða
króna og hefur Impregilo 8 mánuði
til að koma með ffamkvæmdaáætí-
un og fimm ár til að ljúka verkinu.
Ekki er komin dagsetning á upphaf
ffamkvæmdanna en líklega verður
tiað á næsta ári. Stjórnarandstaðan á
tah'u er ekki hrifin af þessum fram-
kvæmdum og segir að peningana
eigi að nota í önnur og þarfari verk-
efni. Kosningar eru á Ítalíu á þessu
ári og ef Berlusconi nær ekki endur-
kjöri er óvíst hvort framkvæmdum
byggingar Sikileyjarbrúarinnar verði
haldið til streitu.
Tölvumynd af brúnni yfir til Sikileyjar
Eins og fyrirhugað er að hún muni líta út.
Estefan Agnoli sérstakur álits-
gjafi í efnahagsmálum fyrir dag-
blaðið Corriere della Sera segir að á
sfðasta ári hafi Impregilo verið í fjár-
hagserfiðleikum og hafi Romitifjöl-
skyldan sem á stóran hlut í fyrirtæk-
inu ásamt öðrum fjárfestum ákveðið
að fá inn meira fjármagn með því að
selja hlutabréf til fyrirtækisins Igli
sem er meðal annars í eigu Benett-
on og Rocca.
Voru gyðingar í einn dag
„Pabbi, það eina
sem ég uppgötv-
aði í dag er að ég vil
ekki vera gyðingur."
Þessi orð eru höfð
eftir 8 ára strák sem
tók þátt í helfarar-
tilraun Minningar-
skólans í Apopka í
Flórída. Þegar börn-
in mættu í skólann um
morguninn fékk rúmlega
heimingur barnanna gul-
ar stjörnur, eða þau sem voru í staf-
rófinu frá L til Z. Séra John Tinn-
elly sagði að frá því að sonur sinn
hefði mætt til skólá um morgun-
inn hefði hann verið niðurlægður á
ýmsan hátt. „Hann þurfti að standa
aftast í kennslustundum og mátti
ekki setjast. Hann var 4 sinnum rek-
inn aftast í röðina í matmálstíma.
Þeir sem höfðu gula stjörnu máttu
ekki drekka úr sum-
um vatnsbrunnum
skólans." Foreldrar
fleiri barna höfðu
sömu sögu að segja.
Tilgangurinn með
helfarartilrauninni
var að gefa nem-
endum skólans inn-
sýn í hvernig það
var að vera gyðingur í seinni
heimsstyrjöldinni. Börnin
tóku tílraunina mjög nærri
sér og sum brustu í grát þegar for-
eldrarnir komu að sækja þau. Séra
Tinnley sagði nauðsynlegt að fræða
börnin um helförina, en þessi til-
raun hefði engu skilað. Kennari við
skólann, Guthrie, viðurkenndi að í
ljósi kvartana foreldra hefði margt
betur mátt fara. „Þau þurfa samt að
vita þetta, sagan má ekki endurtaka
sig."