Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 1. APRlL 2006 Helgarblað DV Myrti sex í grímupartíi Sex lágu í valnum í grímupartíi í Bretíandi um helgina þegar einn gestanna hóf skothríð áður en hann framdi sjálfsmorð. Morð- inginn, Aaron Kyle Huff, 28 ára, var einn af 20 gestum í partíinu. Snemma um morg- uninn sótti Huff byssur í bfl sinn og hóf að skjóta á þá sem á vegi hans urðu. Fólkið reyndi að koma í t veg fyrir að Huff kæmist inn í húsið en hann braut sér leið með því að skjóta á alla sem fyrir honum urðu. Þegar lögreglan kom á vett- vang skaut Huff sig í höfuðið. í Barnamorðin kominn í sambúð Robert Thomson, annar drengjanna sem myrti hinn tveggja ára James Bulger, er flutt- ur inn með ástmanni sínum. Hinn 23 ára barnamorðingi losn- aði út fyrir fimm árum. Þrátt fýrir að vera kominn með nýtt nafn verður hann, samkvæmt reglum, að segja sambýlismanni sínum frá fortíð sinni. Thomson og John Venables myrtu Bulger árið 1993 þegar þeir voru aðeins 10 ára gamlir. Þeir hafa nú báðir hafið nýtt líf og teljast ekki hættulegir umhverfi sínu. Myndaði nakin börn Rúmlega fertugur breskur karlmaður hefur verið handtek- inn og fangelsaður fýrir að mynda nakin börn á ströndum. Véla- fræðingurinn Ian Bateman, 42 *■* ára, faldi myndavélar í sólarolíu- brúsum og skóm sínum. Lögregl- an fann 22 tölvur fullar af mynd- um af nöktum börnum á heimili hans í Bognor Regis f Sussex en myndimar vora teknar á yfir tfu ára tímabili. Lögreglan fann einnig stóra dúkku, ldædda sem unga stúlku, í rúmi Batemans. r Hann viðurkenndi brot sín og fékk 20 mánaða fangelsi. Sabine Hinken var hversdagsleg kona í útliti. Hún þótti umhyggjusöm við börn og engan hefði grunað að þessi kona hefði myrt níu kornabörn. Alls fundust níu beina- grindur í garði Evu, móður Sabinu. Öll höfðu börnin verið kæfð nokkrum mínútum eftir að þau komu í heiminn. Sabine Hinken var hversdags- leg kona. Ef þú hefðir mætt henni í stórmarkað hefði þig ekki grun- að annað en þar væri venjuleg þriggja barna móðir á ferð. Reyndar hefðu fáir haft nægilega sjúkt ímyndunarafl til að geta lát- ið sannleikann á bak við Sabinu hvarfla að sér. Flest allt í kringum Sabinu virtist ósköp venjulegt en Sakamál hún átti einn veikleika: eftir nokkra vodkasopa var henni ómögulegt að neita karlmönnum um eitt né neitt. Betri móðir vart finnanleg Árið 1980 settist Sabine að í Austur-Þýskalando. Á þessum árum starfaði hún sem aðstoðar- kona tannlæknis en á kvöldin fór hún á fundi kommunista. Á ein- um slíkum hitti hún ungan mann, Oliver að nafni. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband skömmu eftir fyrstu kynni. Evu, móður Sabinu, líkaði ekki vel við mannsefni dóttur sinnar enda hafði hann á sér óorð sakir ofbeldisfullra aðgerða sem hann stundaði í starfi sínu hjá STASI, austurþýsku leynilögreglunni. Aftur á móti þótti henni afar vænt um barnabörnin sín þrjú sem Sabinu og Oliver eignuðust í hjónabandi sínu. Hún var sann- færð að betri móður en dóttur sína væri ekki hægt að finna. ** -4 I Sabine Hinken Kyrkti börn- in sín nokkrum minútum eftir | að þau komu i heiminn. Lítil stúlka lítur dagsins Ijós Einn dag fékk Oliver þó nóg af heimilishaldi og yfirgaf Sabinu og litlu börnin þrjú. Á þeim tíma voru efnahagsmál Austur-Þýska- lands að hrani komin og Sabine sá enga leið til að sjá fyrir litlu börnunum sínum. Hún drekkti sorgum sínum á nærliggjandi krá og svaf hjá þeim karlmönnum sem buðust. I október árið 1988 komst hún að því að hún var ófrísk og hafði ekki nokkra hug- mynd um hver faðir barnsins var. Sabine ákvað horfa framhjá vandamálinu og klæddi af sér bumbuna. Á meðan hún gekk með barnið tóku félagsmálayfir- völd af henni þau eldri og fram- tíðarhorfur Sabinu versnuðu enn. Snemma morguns árið 1989 ól Sabine litla stúlku. Eftir að barnið kom í heiminn tók móðirin nokkra gúlsopa af vodka og því næst kyrkti hún litlu stúlkuna og tróð lfldnu ofan í blómavasa. Viku síðar fór hún með vasann til for- eldra sinna og skildi hann eftir í garðinum hjá þeim. Safnið stækkar Níu mánuðum síðar kom Sabine með fiskabúr sem fyllt hafði verið með gróðurmold og skildi eftir í garðinum, næst var það stór málningafata, því næst plastskreyting og þannig hélt safnið áfram að stækka eftir því sem árin liðu. Garðurinn tekin í gegn Árið 2001 lést faðir Sabinu og eftir það ákvað hún að flytjast inn til móður sinnar. Skömmu eftir flutningana féll Sabine fyrir manni. Kynnin höfðu mikil áhrif á hana og samgladdist móðir henn- ar henni innilega. Henni fannst sem hún hefði loksins endur- heimt glaðværu og blíðu dóttur sína. I lok ársins 2003 ákvað Sabine að flytjast inn til mannsins sem hún elskaði og sumarið eftir fannst móður hennar tími til kominn að taka garðinn hjá sér í gegn. Hún hafði samband við ná- granna sinn og bauð honum sanngjarna upphæð fyrir að losa sig við mesta draslið. I H Níu litlar beinagrindur Fyrsti hluturinn sem greiðvikni nágranninn tók upp var stóri blómavasinn sem Sabine hafði komið með árið 1989. í vasanum fann hann agnarsmáa beinagrind af barni og hafði hann samstund- is samband við lögreglu. Alls fundust níu beinagrindur í garði Evu, móður Sabinu. Öll höfðu börnin verið kæfð nokkrum mín- útum eftir að þau komu í heim- inn. „Aldrei hitt jafn barngóða konu" Þegar lögreglan gerði nýja manninum í lífi hennar grein fyrir þeim glæpum sem hún hafði framið muldraði hann fyrir munni sér. „Ég hef aldrei nokk- urn tíma hitt jafn barngóða konu." Sabine Hinken var nefni- lega óskaplega venjuleg kona í útliti. Rétt eins og þær sem þú mætir með fulla kerru í næsta stórmarkaði. Enginn nema Mary Winkler veit af hverju hún skaut eiginmann sinn og prestinn Matthew Winkler til bana Myrti eiginmann sinn Mary Winkler Lögreglan villsem minnst um málið segja en fjölmiðlar í Bandarlkjunum telja Matthew ekki hafa haldiö fram hjá Mary né að hann hafi beitt hana ofbeldi. Prestskonan og morðinginn Mary Winkler bað vinkonu sína að láta kirkjusöfnuðinn vita að hún sæi eftir að hafa drepið eiginmann sinn. Winkler, sem er 32 ára, hefur verið ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu en hún skaut eiginmann sinn, séra Matthew Winkler, til bana í litíum bæ rétt fyrir utan Memphis í Bandarfljunum. Lög- reglan fann Matthew látinn í bað- herbergi þeirra hjóna en Mary og dætur þeirra þrjár vora hvergi sjá- anlegar. Eftir ítarlega leit fundust Mary og stúlkurnar í Flórida. Dæt- urnar, sem era á aldrinum eins árs til átta ára, hefur nú verið komið fyrir hjá foreldram Matthews. Ástæðan fyrir morðinu er óljós. Lögreglan vill sem minnst um mál- ið segja en fjölmiölar í Bandarfljun- um telja Matthew ekki hafa haldið fram hjá Mary né að hann hafi beitt hana ofbeldi. Vinir þeirra segja að þau hafi virst ákaflega hamingjusöm og Matt- hew var afar vinsæll prestur í söfnuði sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.