Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 Helgarblaö DV Valur Gunnarsson skrifar af ferðum sínum í Finnlandi. í þetta skipti lendir hann í æsispennandi bar- áttu við kattakonu og föruneyti hennar, kettina Púmu og Luigi, sem hún elskar meira en nokkuð annað í heiminum. Forfeður mínir höfðu einhverntíma beitt exi, þó ekki hafi það veríð á tré. Ég ímyndaði mér að bútarnir væru krists- menn á hnjánum, og efmaður iyfti ex- inni nógu hátt upp og hjó henni svo nið- ur afalefli var hægt að kijúfa þá í tvennt með einu höggi. Þetta lærðist hratt. Valur Gunnarsson hefurskóg- inn ekki í blóðinu likt og Finnar. Ui mitt sem Itötlur Kettirnir hétu Púma og Luigi. Brjálaða kattakonan í kofanum sagðist elska þá meira en nokkuð annað í heiminum. Hún hafði eytt undanförnum tveim vikum í að reyna að komast til Marokkó á fullbókaðri flugvél með ímynduð- um amerískum kærasta sínum, þangað til flugfélagið sagði henni að meiri líkur væru á að hún kæm- ist ef hún hætti að hringja. Ég hafði ætlað að vera í kofan- um í millitíðinni og passa upp á þá Púma og Luigi, en nú var allt útlit fyrir að við þyrftum að vera þarna öll fjögur. Sem þýddi að mann- eskju/kattarhlutfallið yrði skekkt, og ekki víst að kofinn þyldi það. ísskápur sem svefnherbergi „Þú!“ sagði brjálaða kattakonan þegar hún kom inn á bensínstöð- ina. Höfuð hennar vaggaði til og frá og augun voru skerandi og ég sá að ég myndi ekki fá tíma til að klára bjórinn. Sem var ekki jafn mikill harmleikur og það kann að hljóma í fyrstu, þar sem reglurnar sögðu til um að þó að selja mætti bjór á bensínstöðinni var bannað að drekka hann þar, og því var það einungis pilsner sem var skilinn eftir í glasinu. Hún vísaði mér inn í rauðan Volkswagen Golf og við keyrðum í áttina að kofanum. í einu herberginu stóð opinn ísskápur, jafn ótengdur og ofninn, en matvörurnar í honum voru samt sem áður við frostmark. Þetta var svefnherbergið mitt. Ég hafði þó lítinn tíma til að sitja þar inni og skjálfa, því að ég var strax settur í að höggva við. Rocky vs. Ivan Drago Ólíkt Finnunum er ég ekki með skóginn í blóðinu, og því gekk í fyrstu illa að búta niður mittisháa stautana. En forfeður mínir höfðu einhverntíma beitt exi, þó ekki hafi það verið á tré. Ég ímyndaði mér að bútarnir væru kristsmenn á hnjánum, og ef maður lyfti ex- inni nógu hátt upp og hjó henni svo niður af alefli var hægt að kljúfa þá í tvennt með einu höggi. Þetta lærðist hratt. Ég var Rocky 4 og umheimurinn var minn Ivan Drago, sem þyrfti að berja til hlýðni. Ég bar viðinn inn í kofann og hún kveikti upp í kamínunni, sem var staðsett í hennar herbergi. Ég var rekinn aftur út, en hún lánaði mér þó húfu sem átti að gera vist- ina bærilegri á næturnar þegar ég hjúfraði mig upp að ísskápnum. Baráttan um góða stólinn Brjálaða kattakonan fór út um kvöldið og ég notaði tækifærið og fór inn í hlýja herbergið. Luigi lá makindalegur í góða stólnum. Hann spennti klærnar í ábreiðuna þegar ég lyfti honum upp, en gat ekki barist lengi gegn ofureflinu, og ég fleygði honum á gólfið. Ég breiddi yfir mig allt það sem ég fann og las finnsk ævintýri um gullna fiska þangað til brjálaða kattakonan kom heim. „Rakstu köttinn minn úr stólnum?" sagði hún ergileg, og ég fór aftur inn til ísskápsins. Það hafði kólnað með kvöldinu, hér var ekki hægt að flýja mun dags og nætur þegar myrkrið lagðist á með öllum sfnum þunga. Ég var að klæða mig í þriðju peys- una þegar kattakonan kom fram og spurði mig hvort ég hryti nokk- uð. Ég neitaði því, og fékk að sofa á gólfinu á milli kattanna í hlýja her- berginu. Við þrír Brjálaða kattakonan fór í bæinn daginn eftir, og skildi okkur þrjá eftir. Kattar/manneskjuhlutfallið var aftur orðið eins og það átti að / einu herberginu stóð opinn ískápur, jafn ótengdur og ofninn, en matvörurnar í honum voru samtsem áður við frostmark. Þetta var svefnherbergið mitt. Kristnir klofnir f herðar niður Vali tókst að vinna á trjádrumbunum með aðfarir for- feðrána fyrir hugskotsjónum. vera, og ró færðist yfir kofann. Kjúkling var hægt að elda í blýpotti í arninum, skreyttum myndum af köttum, og borinn með pottalepp- um sem á voru fleiri kattarmyndir. Kettirnir skitu í sinn sandkassa og ég skeit í minn, útiklósett þar sem maður henti sagi yfir afköst sín og setti pappírinn í poka. Þeir Luigi og Púma virtust smám saman sætta sig við nærveru mína, og þótt barist væri um góða stólinn reyndi ég ekki að svelta þá til hlýðni, þó að hugmyndin hafí hvarflað að mér. Kannski var ég harður húsbóndi, en ég var stærri en þeir og taldi mig þess vegna hafa réttinn. Hefðu stærðarhlutföllin verið öfug myndu þeir líklega éta mig. En brátt myndi brjálaða katta- konan koma heim aftur, og þá yrði allur friður úti. Þá þyrfti að halda aftur til stórborgarinnar, þar sem hlutföllin á milli manna og katta var enn skekktari, og engan frið að fá. Dýrmætari enn allt annað i heiminum Kettirnir áttu hug og hjarta brjáluðu katta- konunar. Munaður Vesalings Valur laumaðist tii að kynda ofninn þegar kertingarskarið brá sér afbee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.