Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 27
DV Helgarblaðið
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 27
an við öftustu síðu eins og í góðri
bók, enda er ég ekki viss um að
þetta þurfi endilega að halda áfram
og finnst nokkuð bfræfið að gera þá
kröfu. Ég held að eilífðin búi í ein-
staklingnum meðan hann lifir og
að eilífðin sé hér og nú.“
Mennirnir alls staðar eins
Lífsþorstinn er einmitt það
sem einkennir listamanninn á
Laugarnestanganum enda seg-
ist hann alltaf hafa jafn mikinn
áhuga á lífinu.
„Mér finnst lífið alveg jafn
spennandi og áður. Mér er stund-
um boðið á kvikmyndahátíðir úti
um heim og reyni að fara ef mér
finnst staðurinn spennandi og
ég get lært og upplifað eitthvað
nýtt. Það sem mér finnst kannski
merkilegast er að mennirnir eru
alls staðar eins. Það eru alls stað-
ar sömu vonir og þrár. Guðirnir
eru hins vegar ólíkir enda eru það
mennirnir sem búa til guðina en
ekki öfugt."
Kvikmyndahátíöir? Ertu þá
svona frœgur í útlöndum?
„Nei," segir hann hlæjandi.
„En þetta eru forréttindin í starfi
leikstjórans. Það eru alltaf til
menn sem eru forvitnir um vík-
ingamyndir og þessar myndir
eru alltaf einhvers staðar á ferð-
inni. Hrafninn flýgur var sýndur
um daginn í Tólaö og í vikunni
Steinvarðan góða Þarna
gefur Hrafn krummmunum
sínum og þeir launa honum
með smáaurum sem þeir
skilja eftir á steinunum.
3*
r
Hrafn lemur húðirnar í
Laugarnesinu Þaðgerir
hann tilað að hreinsa
hugann og fá útrás.
var kvikmyndahátíð í Argent-
ínu að falast eftir að sýna vík-
ingamyndirnar þrjár Hrafninn,
Skugga hrafrisins og Hvíta vík-
inginn sem sérstakt retróspektív
á hátíðinni. Ég á frekar von á að
ég þiggi boðið um að fara þangað
og spjalla við publikum um þær
- enda spænskan mín orðin vel
brúkleg."
Hrafn þekkir kannski manna
best að menn eru ekki endilega
spánienn í eigin föðurlandi þótt
þeir njóti virðingar í útlöndum.
„Já, öll mín viðurkenning hef-
ur komið frá útlöndum," segir
hann. „Ég held að sá listamaður
sem rembist við að vera spámað-
ur í eigin föðurlandi og koma sér
upp einróma klappliði hafi lítið að
segja. Listamaður sem er í faðm-
lagi við sinn tíma verður óhjá-
kvæmilega partur af þeim tíma
eins og tískufýrirbrigðin. Það er í
eðli listarinnar að róta upp í vatn-
inu, rugga bátunum ef hægt er."
Enn jafn ánægður með Opin-
berun Hannesar
Ertu þá ekkert spceldur þegar
verkpínfá vonda dóma?
„Eg er feginn ef einhver vill tjá
sig um mín verk. Ég lít á það sem
part af mínum örlögum að fá ólík
og stundum hörð viðbrögð og hef
aldrei kveinkað mér undan því.
Ekki einu sinni útreiðina sem
"Maður heyrir alltaf
þaurökaðþað beri
að vernda Viðey. Fyrir
hverju? Fólki? Erþá fólk
óþrifá yfirborði jarðar?"
Opinberun Hannesar fékk?
Nú hlær Hrafn. „Nei, ég er full-
komlega sáttur við þá mynd og
yrði ekki hissa þó að fólk muni í
framtíðinni sjá Opinberun Hann-
esar í allt öðru ljósi. Ég er að setja
hana á DVD og trúi því að ný kyn-
slóð muni kunna að meta hana."
En hvað ersvo nœst?
„Ég er mikið að skrifa og vinna
í að koma myndunum mínum á
DVD. Ég er að skrifa allan skoll-
ann og hef verið að klippa Hvíta
víkinginn í DVD-útgáfu. Sú mynd
er hvergi til eins og ég vildi hafa
hana því ég missti klippinguna
út úr höndunum á mér á sínum
tíma. Ég reyni að byrja daginn
snemma. Svo spila ég á tromm-
urnar eða skemmtarann til að fá
útrás og leiðist aldrei."
Erindi á borgaraþingi
Nú er það langt liðið á sam-
talið að blaðamanni finnst óhætt
að spyrja um persónulega hagi
Hrafns. Listamaðurinn lokast
hins vegar alveg þegar talið berst
að einkalífi hans og vill ekki ræða
það. „Ég hef alltaf verið reiðu-
búinn að ræða mín listaverk og
finnst gott ef einhver vill fjalla
um þau, og menn mega formæla
þeim eins og þeim sýnist. En ég
hef haft það fyrir reglu að fjalla
ekki um mín fjölskyldumál."
Þeir sem vilja kynna sér hug-
myndir Hrafns um borgarskipu-
lagið geta hlustað á hann á Borg-
araþingi í Ráðhúsinu 1. apríl
næstkomandi, þar sem hann
verður með erindi. Svo er hægt
að hlakka til nýrrar myndar eftir
Hrafn því hann er að sjálfsögðu
með hugmynd að kvikmynd sem
verður væntanlega að veruleika
innan tíðar.
edda@dv.is