Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Page 18
18 LAUGARDACUR 1. APRlL 2006 Helgarblaö DV Ekkert getur verið jafn sárt nokkru foreldri og að missa barnið sitt. Mæðrum ungra fíkla ber þó saman um að heldur vildu þær fylgja barni sínu til grafar en fylgja því eftir á óhugnanlegri braut fíknarinnar til heljar. Ungum fíklum hefur farið Qölgandi á íslandi undanfarin ár og dauðsföll eru tíð. Þau dauðsföll eru þó í opinberum gögnum ekki alltaf tengd neyslu. Þó er það staðreynd að sjálfsvíg eru algeng í hópi fíklanna, margir deyja af of stórum skammti og svo eru slys af ýmsum toga tengd neyslunni. Fyrir utan nístandi sorg- ina sem mæður fíklanna upplifa þurfa þær líka að takast á við sjálfsásakanir og fordóma. DV hitti tvær þessara mæðra sem hvorug treysti sér til að koma fram undir nafni og mynd. Bæði af tillitssemi við börn sín og vegna fordómanna sem eru ríkjandi. Báðar eru þær vel menntaðar, hafa alla tíð búið við efnahagslegt öryggi og góðar heimilisaðstæður. Þær vilja undirstrika að enginn er öruggur í þessum efnum, krakkar sem ánetjast fíkniefnum koma líka frá „góðum heimilum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.