Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Side 21
Helgarblað DV LAUGARDAGUR I. APRlL 2006 21 Helga er snaggaraleg og gullfalleg stelpa og ekkert sem bendir til að þar fari ung stúlka sem um nokkurra ára skeið þurfti að taka minnst fjórar ólíkar eftiablöndur til að komast í gegnum daginn. Hún á þó enn við vandamál að stríða sem tengjast neyslunni því hún er með lifrarbóglu C. Nú er hún í lyfjameðferð við sjúkdómnum og segir 80% líkur á að hún nái sér að fullu. Helga segir að þó að hún hafi alist upp við mjög góðar félags- legar aðstæður hafi hún snemma verið lögð í einelti. „Það var af því ég var svo mik- ill nörd," segir hún hlær. „Ég var inni að lesa Sturlungu meðan aðrir krakkar voru úti að leika sér. Það gerði það að verkum að ég ákvað að breyta mér og fór að verða upptekin af því að fá sam- þykki hinna og vera töff. Ég er ágætlega vel gefin," segir hún og kímir „og skildi að þetta var bara leikur og hinir hæfustu lifðu af. Maður verður að vera efstur í fæðukeðjunni. Ég kom mér því í félagsskap með krökkum sem voru töff og fór sjálf að leggja aðra í einelti. Þetta voru ekki slæmir krakkar og það hefur ræst vel úr mörgum þeirra, en þau héngu niður á Lækjartorgi, voru að drekka í miðri viku og svolítið að berja aðra krakka. Ég byrjaði þarna þrettán ára að reykja og drekka, en svo fór ég í annan skóla þar sem þótti flott að vera í íþróttum og þá sneri ég mér bara að því. í níunda bekk fór ég svo aftur að drekka og af því ég þurfti alltaf að vera komin frekar snemma heim byrjaði ég bara íyrr að deginum." Þarf bara eina pillu Þrátt fyrir þetta lauk Helga samræmdum prófum með glans eins og kemur fram í viðtali við móður hennar hér á síðunni. „Ég fór svo í menntaskóla en fittaði engan veginn inn þar. Ég var frekar með gömlu félögunum sem voru að taka spítt og fannst það miklu skemmtilegra. Auðvitað flosnaði ég upp úr þessu námi og einbeitti mér bara að dópinu." Helga segir að hún hafi fljót- lega verið komin í öll þau efni sem hún komst yfir en til að byrja með hafi hún verið örlítið smeyk. „í fyrsta skipti sem ég tók spítt hljómaði inni í hausnum á mér setning sem ég heyrði í forvama- fræðslunni, „að vinur sem býður þér eiturlyf sé enginn vinur". Líka setningin „það þarf bara eina pillu". En það stoppaði mig ekki. Ég vissi hins vegar ekki fyrr en ári eftir að ég fór að taka spítt að það væri sama og amfetamín og það sjokkeraði mig svolítið." Grét á niðurtúr og langaði að deyja Helga helllti sér svo út í neyslu á amfetamini, kókaíni og e-pill- um. „Þetta var alveg glórulaust," segir hún. „Maður klárar öll gleði- efnin í líkamanum og á niðurtúr- unum situr maður bara og grætur og langar að deyja. Það er ömur- leg líðan. Ég var líka alveg kolvit- laus í skapinu og það mátti ekki anda á mig. En mig langaði samt ekki að hætta. Mér fannst ég eng- inn dópisti, bara svona tjúttari. Þess vegna varð ég alveg brjáluð þegar ég var send á Árvelli því það neyðir mann enginn til að hætta. Maður verður að vilja það sjálfur," segir hún og samsinnir því að þá sé kannski orðið fátt til ráða fyrir aðstandendur.“Ég skil það núna „Á morgun fer ég við jarðarför vinar míns sem lést úr neysl- unni og hann ersko ekki sá fyrsti sem ég fylgi til grafar." hvað fjölskyldan mín þjáðist með- an á öllu þessu stóð og er að gera mitt besta til að bæta fyrir það og vinna aftur traustið sem ég glat- aði." Dópið borgað með vændi Helga fjármagnaði dópið með innbrotum og sölu eiturlyija en aðspurð segist hún ekki hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. „Það er samt þannig að ef þú ert í partíi þar sem dóp er í boði veistu að þú þarft að borga með því að sofa hjá ein- hverjum. Ég var heppin og upplifði ekki mikið lík- ainlegt ofbeldi en það er líka mikið andlegt of- beldi í þessum heimi. Hann er harður, mildu harðari en fólk gerir sér grein fyrir." Vogur líka líknarsjúkra- hús Helga fór svo í meðferð á Vog átján ára gömul og kynntist þar strák sem hún varð ástfangin af. Hann var í erfiðum málum og meðan hann var í meðferð lét hann Helgu smygla til sín eiturlyfjum. Hún sprautaði sig líka í fyrsta skipti í eftirmeðferðarprógrammi. „Það er ekki það að meðferðaraðilar séu ekki að standa sig. Maður er bara svo útúr ruglaður og útsmog- inn. Það gleymist líka oft í um- ræðunni að meðferðarstofnanir eru stundum líknarsjúkrahús og eru að sinna deyjandi sjúkling- um. Aðhald í uppvextinum mik- ilvægt Helga segist því miður lítið geta ráðlagt foreldrum sem standa frammi fyrir því að barnið þeirra er komið í neyslu. „Mér finnst þó að aðhaidið hafi skipt máli. Mamma var til dæmis ekkert auðveld. Ég var kannski stödd á dópsam- komu og allt f einu var mamma mætt. Ég var mun hræddari við mömmu en lögregluna. Svo skipti uppeldið máli. Ég hafði þrátt fyrir allt mjög sterka siðferðiskennd þó að ég reyndi að bæla hana niður. Gott veganesti úr uppeldinu er mikil- vægt. Lfka ástin. Mér fannst erfiðara að vera vond þegar mamma var sorgmædd heldur en þegar hún var reið. Þegar ég var orðin veikust hætti hún að vera óvinur minn. Einu sinni hringdi ég skelfingu lostin í hana og bað hana að sækja mig því ég var alveg að fara yfir um. Ég heyrði raddir og var alveg stjórn- laus. Ég man ekki mikið eftir þessu nema að þegar við vorum á leiðinni heim brotnaði mamma niður á umferðarljósum. Það var ömurlegt. Ég var orðin svo veik að hún þurfti að skipta á mér eins og ungabarni." „Mér fannst erfiðara að vera vond þegar mamma varsorg- mædd heldur en þeg- arhún varreið." Sporavinnan bjargar Það var þó ekki fyrr en Helga veiktist hastarlega af bráðaofnæmi sem hún fann fyrir löngun til að hætta neyslunni. „Ég skildi það þá að ég gæti dáið. Ég varð hrædd og bað guð um hjálp þó ég væri reyndar löngu búin að snúa baki við Guði. Ég fékk svo þá Dóttirin Helga snilldarhugmynd að skrá mig inn í nýliðaprógramm hjá Tólf spora húsinu og það varð mér tii lífs. Þar var haldið svo vel utan um mann og ég fór að vinna í sporunum, sem er skylda þar. Ef maður vinn- ur sporin heilshugar finnur mað- ur lausnina. Foreldrar mömmu eru líka mjög trúaðir og báðu alltaf fyrir mér og ég er alveg sannfærð um að allt var þetta handleiðsla." Heppin að vera á lífi Helga er sem fyrr segir með lifrarbólgu C en hún er í strangri lyfjameðferð og vonast til að ná bata. „Ég er heppin og þakkát að vera á lífi," segir hún. „Fyrir stuttu fór ég til jarðarfarar vinar míns sem lést úr neyslunni og hann er ekki sá fýrsti sem ég fýlgi til grafar. Ég er búin að horfa á eftir mörg- um vina minna í dauðann. Þessi neysla er ekkert nema dauðans al- vara og vonandi að skilningur og fordómaleysi verði til að þess að fleirum verði bjarg- að.“ edda@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.