Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Side 42
42 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2006 Helgarblað DV Vandamál sem kostar samfálagm Ivo milljarða a ari Fyrír nokkrum árum var stinningarvandi karlmanna leyndarmál, Fáum efnokkrum kom til hugar að segja frá þvíi fjölmiðlum. Svo kom Viagra á markaðinn. Síðan erjafn iítið málað ræða stinningarvanda eins og hvern annan sjúkdóm. Nú hefurkomið upp nýtt Jabú'-umræðuefni: Þvagieki. Vandamál sem fæstir vilja ræða opinberlega. Samt þjást þúsundir kvenna oghundruð karímanna afþessu vandamáli sem meðal annars gerirþað að verkum að þau verða félagslega einangruð. Þvagleki eralvarlegra mál en svo að um hann eigi að þegja. Þvagleki kostar samfélagið 2 milljarða á ári. Guðmundur Geirsson þvagfæraskurð- læknir starfar á þvagfæraskurðdeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss ogereinn þeirra sem stóð að rannsókn á þvagleka hjá 10 þúsund íslenskum konum, jafnframt því sem hann er formaður vinnuhóps um klínískar leiðbeiningar fyrir heilsugæslu- stöðvarnar. Hann segir okkur fyrst af rann- sókninni: „Við sendum spurningalista til tíu þús- und kvenna á aldrinum 30-76 ára, þar sem spurt var hvort þær hefðu lekið þvagi síð- asta mánuðinn. 38% þeirra svöruðu ját- andi. Flestar höfðu lekið lítið, aðrar mikið. Mest var um áreynsluþvagleka, sem stafar af veikleika í grindarbotnsvöðvum og/eða hringvöðva og veldur minnkuðu viðnámi frá blöðru." Bæði eldri og yngri „Þvagleki er þrisvar sinnum algengari hjá konum en karlmönnum og vandamálið eykst með aldrinum - því eldri sem konur verða, því meiri líkur eru á þvagleka." Hvers vegna var miðað við lágmarks- aldurinn 30 ára? „Vegna þess að áreynsluleki er sjald- gæfari hjá konum undir þrítugsaldri og er þá fyrst og fremst bundinn barneignum. Flestir á aldrinum 30-76 ára eru úti í þjóð- félaginu en það eru meiri líkur á að eldra fólk sé komið inn á stofnanir og þvagleki er mun algengari hjá eldra fólki. Allt að 80- 90% þeirra sem eru með heilabilun hafa þvagleka því þau hafa ekki stjórn á blöðr- unni. Þvagleki kemur því oft fyrir hjá fólki með sjúkdóma í taugakerfinu, eins og MS, Park- inson- og Alzheimer-sjúkdóma. Bráðaieka er hægt að meðhöndla með lyfjagjöf." Áreynsluþvagleki algengastur En hvað er þvagleki og hvernig er hann greindur? „Þvagleki greinist með því að viðkom- andi kvartar um hvers konar leka á þvagi sem hann getur ekki stjórnað. Það eru til mismunandi gerðir af þvagleka. Aigengasta gerðin er svokallaður áreynsluþvagleki sem kemur fyrst og fremst fyrir hjá konum, oft eftir barneignir þar sem verður veikleiki í grindarbotninum. Grindarbotninn styður undir þvag- blöðru og þvagrásina. Það slaknar oft á þessum vöðvum við barnsfæðingar, en einnig við ákveðna sjúkdóma. Það leiðir til áreynslubundins þvágleka, til dæmis við að hlæja, stunda leikfimi, hoppa og jafnvel að ganga úti. Því meira sem er í blöðrunni, þeim mun meiri verður lekinn. Því þarf að tæma blöðruna áður en farið er í áreynslu til að koma í veg fyrir leka.“ Bráðaleki „önnur tegund þvagleka er bráðaleki, sem hagar sér öðruvísi en áreynsluleki. Við bráðaleka getur fólk ekki stjórnað blöðr- unni, hún dregst ósjálfrátt saman. Fólk finnur sterka þvaglátaþörf en getur ekki stjórnað henni. Það þarf ekki endilega að vera undir áreynslu, það getur verið nóg að standa upp. Svo getur vandamálið verið sambland af þessum tveimur tegundum, álagsbundið og bráðaleki. Fyrst og fremst er vandamálið greint með því að fá sjúkrasögu viðkomandi. Ef viðkomandi lýsir hreinum áreynsluleka, þá er það greint með því að hann er látinn hósta og við það að sjá lekann sést þvag- rásin koma niður; þar er veikleikinn. Stund- um er blaðran fyllt í blöðruspeglun upp í 300 ml, viðkomandi látinn hósta, standa Einföld aðgerð: TVT - togfrítt skeiðarband - er skurðaðgerð við áreynsluleka sem miðar að því að styrkja blöðruhálsinn án þess að tog verði á leggöngum eða upphækkun þar á. Netið er ekki fest, heldur krækir það sig í vef- inn sem það fer í gegnum og fylgir honum við allar hreyfingar. Aðgerðin læknar hreinan áreynsiuleka í allt að 86% tilfella, auk þess að bæta verulega líðan hjá 11% til viðbótar. upp eða hoppa og þá sér maður lekann. Ef sagan bendir hins vegar til að um bráðaleka geti verið að ræða er gerð svokölluð þrýsti- rannsókn á blöðrunni. Þá er settur grannur leggur inn í blöðruna og þrýstingurinn mældur þegar hún er að fyllast. Ef blaðran er ofvirk koma samdrættir í hana. Slíka blöðru er hægt að meðhöndla með lyfjum eða svokallaðri raförvun." Lyf sem virka sértækt á blöðru- vöðvann Eru einhverjar nýjungar sem geta lagað þetta ástand, eru lyf til dæmis að verða betri? „Já, lyfin eru að verða sérhæfðari og virka meira sértækt á blöðruvöðvann en áður. Það eru ákveðnir viðtakar í blöðrunni sem þessi lyf virka á og hemja hana. Við þessu eru einkum notuð þrjú lyf, Detrusitol, Vesicare og eitt nýtt sem heitir Emselex. Þau hafa öll svipaða virkun og nánast einasta aukaverkun þeirra er munn- þurrkur." Ergripið inn ímeð lyfjagjöf, effólk hefur orðið vart við þvagleka kannski í eina, tvær vikur? „Nei, venjulega hefur fólk með þvagleka haft hann í einhvem tíma. Ein til tvær vikur benda fremur til ertingarástands í blöðr- unni, blöðrubólgu eða slíkt. Þá, eins og alltaf er gert, yrði fyrst athugað hvort sýking eða blóð væri í þvaginu." Þvagblaðra Hreinlæti og einangrun Er ekki hætta á að það verði þurrkur ílík- amanum hjá þeim sem missir mikið þvag? „Nei, í raun hefur það ekkert með það að gera. Reyndar er ekki ráðlagt að drekka mjög mikið, bara hæfilega. Ekki meira en tvo til tvo og hálfan lftra á sólarhring, nema fólk stundi mikla líkamsrækt og svitni mikið. Það er oft og tíðum sem konum er sagt að drekka mikinn vökva, allt upp í fjóra lítra, og þá er eðlilegt að það verði álag á blöðmna. Varð- andi magn leka, þá sætta sumar konur sig ekki við neinn leka, meðan aðrar sætta sig við leka í eitt, tvö bindi. Þannig er það ekki hættulegt að missa vökva. Fyrst og fremst er þetta hreinlætisvandamál og félagslegt vandamál." Hvernig þá? „Fólk með þvagleka veigrar sér við að fara út á meðal fólks, sérstaklega ef þessu fylgja tíð og bráð þvaglát. Fólk með bráða- þvagleka missir oft mikið þvag í einu og blotnar alveg og veigrar sér því við að vera innan um aðra. Það kallar á félagslega ein- angmn." Karlmenn og þvagleki Þannig að þvagleki kvenna stafar oftar en ekki af barnsfæðingum. En hvað með þvagleka karlmanna? „Hjá karlmönnum getur verið um að ræða undirliggjandi sjúkdóm. Það getur verið taugaröskun sem veldur því að þeir geta ekki stjórnað blöðmnni. Einnig geta það verið blöðmhálskirtilsvandamál 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 Hversu oft hefur þú haft þvagleka? (Á síðdstliðnum fjórum vikum) □ Aldrei □ Einu sinni í viku □ 2-3 sinnum í viku □ Einu sinni d dag eða sjaldnar eða oftar t---------------------------------r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.