Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 45
r Helgarblaö DV LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006 45 Sigríður Magnúsdóttir: Þríðja hverkona með bindi Sigríður Magnúsdóttir Hnerri í verslun gerði út- slagið. - fór aldrei út úr húsi nema í svörtum buxum Sigríður Magnúsdóttir er 64 ára og segir ekkert óeðlilegt að konur um og yfir fimmtugt séu ekki reiðubúnar að ræða þvagleka, hvorki við lækni né opinber- lega. Sjálfri finnst henni hins vegar lítið mál að segja frá sinni reynslu hér í DV enda þvagleki slík fötíun í hennar huga að fólk á ekki að hugsa sig um tvisvar þegar hjálp er í boði. „Það eru þúsundir kvenna og karla sem eiga við þetta vandamál að stríða en hafa sig ekki í að ræða það, því öO umræða um það sem er fyrir neðan mitti er ennþá tabú fyrir fólk sem er fætt fyrir miðja síðustu öld!“ segir hún hlæjandi. Sigríöur er móðir tveggja stúlkna og þegar sú yngri fæddist árið 1972 sagði kvensjúk- dómalæknirinn hennar við hana að barnið hefðilegið ofan á blöðrunni ogþrýstsvo mikið áhanaaðhún mætti búast við að þurfa að fara íblöðruaðgerð. „Af því varð þó ekki, ég fann ekki fyrir neinu og stundaði leikfimi og grindarbotns- æfingar, sem að mínu mati eru algjör galdur. Ég varð ekki vör við þvagleka fyrr en ég var á milli fertugs og fimmtugs. Það byijaði á að ég fór að vakna oftar á nóttunni og náði ekki á klósettið. Þetta var ekkert sem kom mér á óvart, því mamma hafði átt við þetta vanda- mál að stríða, en eins og er um afltof marga með þetta vandamál, þá ýtti ég því til hliðar; nennú ekkert að standa í þessu.“ Þriðja hver kona með þvagleka En svo var ekki lengur hægt að horfa fram hjá vandamálinu: „Nei, þetta varð slík föúun, að ég gat aldrei verið í ljósum buxum eða pilsum. Fór aldrei út úr húsi öðruvísi en í svörtum buxum og notaði bindi, eins og ég held að þriðja hver kona á ís- landi geri núna vegna þvagleka. Ég reyndi að stjóma þessu sjálf með því að fara alltaf á kló- J Hagkaup hnerraði ég snögglega - og fann þvagið leka niður, ég bjargaði mér með því að binda jakkann minn um mittið til að hylja blettinn." sett áður en ég fór út úr húsi, en þetta var farið að valda svo miklum vandræðum, að ég mátú ekki hnerra snöggt öðruvísi en að missa þvag og tvívegis kom það fyrir þar sem ég var í heimsókn hjá vinafólki að ég skildi efúr mig blett í stólnum.“ Hnerraði í Hagkaup Endapunktinum varnáð þegar Sigríður var stödd íverslun með vinkonu sinni: „Þá hnerraði ég snögglega - og fann þvagið leka niður. Það varð sem betur fer enginn var við þetta nema vinkona mín og ég bjargaði mér með því að binda jakkann minn um mitúð til að hylja blettinn. Ég var orðin svo varkár, að ég kéypú til dæmis aldrei ljós föt nema athuga hvort það myndaðist blettur í þeim. Þá bleytú ég fingurinn og strauk hontnn meðfram saumi. Meðan ég var hvað verst fór ég aldrei í leikhús eða á mannamót í ljósum fötum, það var hreinlega ekki hægt.“ Eftir verslunarferðina sá Sigríður að svona gæú hún ekki verið áfram og pantaði sér tíma hjá lækni til að fá bót meina sinna: „Ég hugsaði með mér að svona vandamál hlyú að heyra undir þvagfæralækni og pantaði mér tíma hjá einum slíkum. Tilkynnú honum að ég væri með þvagleka og vildi fá bót meina minna. Læknirinn sagði mér að þetta tilheyrði sér ekki, héldur kvensjúkdómalækni. Ég pant- aði tíma hjá kvensjúkdómalækni, sem hlustaði á sögu mína og sagði mér að það væm þvag- færalæknar sem tækju á svona vandamálum! Þannig fann ég loks rétta lækninn. Efúr að hafa heyrt lýsingar hans á einfaldleika aðgerðarinn- ar, ákvað ég að binda enda á þessa föúun, fór í aðgerð og lá inni eina nótt. Aðgerðin er svo ein- föld að ég myndi umhugsunarlaust fara í hana aftur á morgun ef ég þyrfti." Sigríður segir lífsitt hafa tekið stakkaskipt- um frá þvfaðgerðin vargerð: „Líf mitt hefur alveg gjörbreyst,“ segir hún. „Nú get ég farið þangað sem ég æúa mér, en hef það enn fyrir sið að fara á salemi áður en ég fer að heiman. Lífið er allt annað núna, ég get verið í ljósum buxum og ljósum pilsum að vild án þess að hafa áhyggjur. Ég mæli eindregið með því að fólk sem þjáist af þvagleka panú sér ú'ma strax hjá sínum heimilislækni eða þvag- færalækni, því það er óþarfi að búa við föúun sem Kúð mál er að laga.“ annakristine@dv.is 10-30% AFSLÁTTUR AF FERMINGARRÚMUM OG FYLGIHLUTUM Comfort Latex £r FRABÆR FERMINGARTIL BOXSPRING 90x200 verð 15.900 120x200 verð 26.900 FIRST CLASS 120x200 verð 38.900 160x200 verð 49.900 NEVERTURN Svæðaskipt heilsudýna FERMINGARLEIKUR RÚMGOTT Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm frá Rúmgott ímars og apríl, fá andvirði | rúmsins í fermingargjöf frá Rúmgott. Dregið verður5. maí. COMFORT LATEX 120x200 verð 43.110 140x200 verð 52.110 160x200 verð 59.900 NEVERTURN 90x200 verð 35.910 100x200 verð 37.710 110x200 verð 41.310 120x200 verð 44.910 130x200 verð 51.210 f\ 'f--, M máIraFlex Rafmagnsrúm .rumgott.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.