Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2006
Menning DV
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is
Benedikt S. Lafleur hefur vakið töluverða athygli hin síðari ár fyrir óheyrilegan dugnað. Hann
hefur gefið út heilmargar bækur, skrifað bækur, málað myndir og synt í sjó. Hann hefur einnig
staðið fyrir hinum rómuðu Skáldaspírukvöldum í Iðu og vinsælum jóganámskeiðum, auk þess sem
hann kennir númerólógiu og glermálun.
alltaf á leiðinni
upp brattan stiga
þar opnast gap
drauma sem aldrei
gátu ræst
drauma sem hlæja
alla nóttina
Benedikt S. Lafleur Aþað
tilað gera alla hlutilbotn.
DV-mynd: Stefán Karlsson.
Það sem Benedikt Lafleur gerir
einkennist af næstum því sjúklega
miklum áhuga fyrir listinni. Hann
hefur nú komið öllum sínum
áhugamálum undir eitt þak og
rekur listamiðstöð sína úti á
Granda. Þangað skundar blaða-
maður menningarsíðu hress í
bragði til þess að taka viðtal við
Benna blóm.
Fljótlega segir Benedikt frá því
að hann sé nýstiginn upp úr flensu
og þess vegna hafi hann verið
mjög góður við sjáifan sig. Þetta
eru orð að sönnu því verksum-
merki í stofunni gefa til kynna að
sjúklingurinn hafi étið heilan
kassa af páskaeggjum - í skál á
borðinu eru leifar af sælgæti og
a.m.k. tíu málshættir. Blaðamaður
fær eitt egg til að narta í og hlýtur
málsháttinn „Engin keðja er sterk-
ari en veikasti hlekkur hennar,"
sem verða víst að teljast góð sann-
indi.
Seinþroska en elskaði Don
Kíkóta
Benedikt segir að hann hafi
verið iðinn við að lesa þegar hann
var lítill strákur, þó hann hafi verið
fremur seinþroska. Sú bók sem
varð til þess að hann öðlaðist bók-
menntcdegan áhuga var Don
Kíkóti í þýðingu Guðbergs Bergs-
sonar.
„Bókin kom út í mörgum
bindum, mig minnir að þau hafi
verið átta eða tólf, og auðvelt að
nálgast þau. Mér fannst þetta
ótrúlega fyndnar bækur og ég sat
uppi margar nætur og las. Það
sem smitaðist í gegn var að
Cervantes nýtur þess að segja
manni sögur og svo er þýðing
Guðbergs líka alveg frábær."
Benedikt stundaði háskólanám
í bókmenntafræði og ffönsku, en
hann úskrifaðist árið 1993. „Þá
kynntist ég Gunnari Þorra, sem
hafði mikinn bókmenntaáhuga,
en hann kynnti mig fyrir Bjarna
Bjarnasyni rithöfundi og það tókst
vinátta með okkur. Við bjuggum
þrír saman í íbúð Gunnars Þorra á
Hverfisgötunni og þar varð til bók-
menntakommúna sem leiddi af
sér Andblæ, en það voru upplestr-
arkvöld sem við héldum annað
hvort fimmtudagskvöld. Hug-
myndin var að ná til rithöfunda í
grasrótinni, sem ekki voru endi-
lega þekktir og ekki var heldur
skilyrði að þeir væru ungir. Það
var nóg að þeir væru að fást við
bókmenntir."
Blankheit í París
„Ég fór til Frakklands og ákvað
að helga mig listinni alfarið. Ég var
þar í sjö ár, skrifaði og skrifaði og
og málaði og málaði. Eg tók listina
mjög alvarlega og var sannfærður
um að ég fengi listamannalaun,"
segir Benedikt og hlær. „Auðvitað
var það mesti misskilningur, þó að
ég hefði kannski átt að fá þau
miðað við afköst."
Sambandið við ísland rofnaði.
Benedikt öðlaðist franskan ríkis-
borgararétt og var fyrstu þrjú árin
á atvinnuleysisbótum. „Eg var
alltaf að reyna að fá vinnu, en í
París er mikið atvinnuleysi og
erfitt að fá hlutastarf. Það gekk þó
á endanum, ég vann við uppvask
og kennslu, m.a. kenndi ég mynd-
list í bamaskóla sem nunnur ráku.
En lengst af át ég bara spagettí og
gerði það sem maður gerir þegar
maður er biankur. Það var auð-
vitað hundleiðinlegt, en en á móti
kom að ég naut frelsisins. Ég var
ofsalega ánægður að geta sinnt
hstinni og að fá að kynnast öðmm
listamönnum og alls konar fólki."
Ósjálfráð skrift
Skömmu eftir að Benedikt kom
heim gaf hann sjálfur út smá-
sagnasafnið f blóðspomm skálds,
undir merkjum Lafleur. Safnið var
mikið að vöxtum, 39 smásögur,
enda skrifaði Benedikt nær lát-
laust allan ú'mann sem hann stóð
við í Frakklandi og kom heim með
heil tuttugu handrit - sannkallaða
veislu í farangrinum. Útgefendur
reyndust Benedikt þó ekki vel.
Hann hafði unnið töluvert að því
sem hann nefnir ósjálfráða skrift,
en það féll ekki í kramið þegar
heim var komið.
„Flestir rithöfundar em að
glíma við hugmyndir sem þeir
hafa haft í kollinum í nokkur ár.
Mér fannst ég vera að eltast við
tímann og skottið á sjálfum mér
og leið oft eins og þjökuðum
manni. Ég vildi losna úr þessu
með því að skrifa merkingar-
lausan texta. Ég tæmdi hugann og
lét textann streyma, en hann
þurfti ekki einu sinni að vera mál-
farslega réttur. Ég man að ég sýndi
þetta Halldóri Guðmundssyni út-
gefanda þegar ég kom heim, en
hann sagði: „Veistu, ég bara GET
ekki gefið þetta út! Hvað heldurðu
að fólk segi?"
„Ég safnaði þá sjálfur í bók og
gaf út. Hún nefndist I hugsunar-
leysi tímanna."
Benedikt viðurkennir að hann
eigi það til að gera alla hluti „í
botn", eins og það er kallað.
„Þegar ég fann mína köllun má
segja að ég hafi orðið alveg
manískur," segir hann. „Margir
detta niður í þunglyndi á milli en
það gerðist aldrei hjá mér. Þegar
ég er að sinna listinni, þá hef ég
endalausa orku. Það er eins og að
vera í stöðugri hugleiðslu. Maður
er í núinu, vinnur bara úr inn-
blæstrinum og draumunum."
Blómið og númerólógían
„Það er skemmtilegt að segja
frá því að Lafleur-nafnið kom bara
til mín," segir Benedikt. „Vinur
minn var að gantast og stríða mér
eins og hann gerði oft. Kallaði mig
Benedictos Bertolucci de la Fleur.
Hann var að bulla en ég greip það
á lofti og ætlaði að vera voða frum-
legur. Seinna kom í ljós að þetta
nafn var til, og er mikið notað í
Kanada. En í raun þýðir nafnið
bara Blómið. Maður var auðvitað
voðalega upptekinn af sjálfum sér,
að reyna að finna sig sem lista-
mann."
Benedikt segir líka að hann hafi
áttað sig á því í gegnum númer-
ólógíu sem hann hefur dálæti á að
þegar hann reiknar út nafnið, þá
kemur út listatalan þrír. Og ef ég
bæti Lafleur við Benedikt Sigurðs-
son, þá fæ ég meistaratölu út úr
nafninu, sem er mjög jákvætt."
Númerólógían snýst um það að
finna tölugildi á bak við hvern
bókstaf í nafni fólks. Hver tala
hefur ákveðna merkingu og gefur
frá sér ákveðna orku, enda er
númerólógían við hlið stjörnu-
spekinnar um heim allan."
Benedikt heldur námskeið í
númerólógíu og er að kenna fólki
að tölugreina aðra, „reikna nöfnin
„Þegar ég fann mína
köllun má segja að
ég hafi orðið stöðugt
manískur. Það eru
margirsem detta
niður / þunglyndi inn
á milli en það gerist
aldrei hjá mér. Þegar
égerað sinna list-
inni, þá hefég enda-
lausa orku."
rödd þín
regnið dansar
á kvistinum
(Geirlaugur Magnússon,
Andljóð og önnur (brot))
DV mynd Stefán