Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvlk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja. Drelfing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. ðll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karen Kjartansdóttir heima og aö heiman Lúxusva, . Allt gengur mér I haginn þessa dagana. Erfiöasta vandamálið sem ég hef glímt við I langan tíma var þegar ég þurfti að velja milli ítalsks leðursófasetts og annars frá Bretlandseyj- um. Eftir miklar vangaveltur valdi ég það suðræna og eftir ákvörðunina hvarflaði að mér að drekka mig fulla af sjéniver til að ná mér niður. Reyndar hef ég aldrei bragðað á þeim drykk en mér fannst hann I stíl við vandann sem ég hafði staðið frammi fyrir skömmu áður. Leiðinlegur ffáfcsríít i að fara að útmála mig sem sérstakan stuðningsmann L Framsóknar- . flokksins en l mérfinnast hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar um að við ættum að fara að ræða mögulega inngöngu I Evrópusambandið réttmætar. Vesalings Halldór virðist ekki hljóta nokkurn hljómgrunn, sama hverju hann stingur upp á. Astæðan fyrir því heyrist mér aðallega vera sú að ráðherrann þykir ekki nógu skemmtilegur. Af þessu dreg ég þá ályktun að ég sé ekki ein um að glíma við lúxusvandamál. heilanum. Allt verður að skemmta okkur, annars nennum við bara ekki að hlusta á það. Offitan og veðrið virðist vera að sliga þjóðina. Vesalings við, það ereins gott að fæst okkar þurfa í að fást við raunverulegan vanda. Mikið held ég að okkur myndi fara að líða betur ef við myndum reyna að láta meira gott af okkur leiða í stað þess að vera sífellt að stúdera okkur sjálf. Nýlega fékk ég hótun um kæru frá samstarfsmanni mínum. Hann taldi mig seka um grófa kynferðislega áreitni vegna þess ég vogaði mér að kalla á hann með orðinu„sæti". Hann er líklega sá maður sem á við hvað mesta lúxusvanda- málið að striða í kringum mig. kVesturbæiaflaugin] ItnmiöiíRansmi 0 0 0 Austurjlnd í af é 1 a qi ð MelabúðiniGenQ///i Hnriforikordimillilendin öllumlriliðarQötum til[aðiborgtfR£2Zi mlsmjjSMim, sjörgQiqalEvtöduí Leiðari Hittar staöföstu þjódir hafa tapaö innrásarstríði símt i hidforna veldi Persa. Páll Baldvin Baldvinsson Tapað stríð Um helgina birtu allir fjölmiðlar heimsins myndir af utanríkisráð- herrum Breta ojg Bandaríkjamanna sem skutust austur til Iraks í kurteisis- heimsókn: Jack Straw og Condoleezza Rice fóru hljóðlega inn í landið sem rambar á barmi borgarastyrjaldar: írak er sundrað af harkalegum átökum þjóða og trúar- heilda, hagsmunahópa og fylkinga. Flákar af þessu mikla landi eru utan við hernaðar- leg yfirráð og yfirburði stærsta og voldug- asta herveldis heims sem með taglhnýt- ingum sínum hernámu það og steyptu gömlum bandamanni sínum, Saddam Hussein. Þessir tveir fulltrúar Bretanna og Kanans báru með sér gæfuleysið þegar þau í fréttamiðlum heimsins reyndu að halda því fram að heimsókn þeirra skilaði árangri og styrkti tilraunir til stjómarmyndunar í þessu stríðshrjáða landi. Hinar staðföstu þjóðir hafa tapað inn- rásarstríði sínu í hið forna veldi Persa. Forystusauðurinn í herförinni, George Bush, er með kónum sínum rúinn áliti um allan heim og fylgispakir stuðningsmenn hans hér og víðar láta lítið með frækilegan árangur þessa stríðs: hér á landi er Davíð falinn undir svörtum loftum Seðlabankans og stríðsfélagi hans, Halldór Ásgrímsson, fanginn í lokuðum heimi Stjórnarráðsins. Þeir töpuðu stríðinu, fyrsta stríðinu sem þeir í heimildarleysi drógu þjóðina út í. Við viljum heldur ekki vita af þessu stríði, viljum ekki kannast við ábyrgð á aðgerða- leysi okkar, undanlátssemi þeirra og fylgi- spekt við Kanann. Við hlustum daufum eyrum og dumbum munni á fréttir af hóp- um manna sem finnast aflífaðir, skotnir í hnakkann eða skornir á háls, tíðindi af hverfum og þorpum sem eru yfirgefin, kon- um sem eru svívirtar, börnum og gamal- mennum sem farast. Og mannfallið held- ur áfram, voðaverk gegn borgurum halda áfram. Verkin æpa á okkur. Við leyfðum þetta stríð. Eru lfidndi að ráðamenn okkar hafi lært eitthvað af sínum mistökum og heimsku? Munu þeir ekki áfram halda sig í liði með fulltrúum hergagnaframleiðenda sem nú skipa ráðuneyti og herráð stórþjóðanna? Munu þeir ekíki áfram hafa fullan skilning á framgöngu vestrænna herja sem stefnt Janúar í Bagdað Vettvangur árásar með bílasprengju. er inn á olíusvæðin til að koma undir rétt kompaní auðlindum þjóðanna sem þar austur frá búa? Spyrjum þá næst þegar færi gefst: Þú studdir stríðið, hvernig gengur? Og drjúgir munu þeir halda ræðuna um „sigur sinn". Og okkar. ÚTÓPÍAN eða draumsýnin getur oft lífgað upp á opinbera umræðu. Allt of sjaldan eru stjórnmálamenn að lýsa framtíðarsýn sinni. Kannski vegna þess að fáir velta þessum hlut- um mikið fyrir sér. Sýn flestra stjóm- málamanna nær ekki lengra en til næstu kosninga og hvemig endurkjörið verður tryggt. Til þess eru svo skatt peningar fólks not- aðir. í KRINGUM ALDAMÓT- IN síðustu varð sprenging í útgáfu vefrita. Mörg þessara rita höfðu að geyma frjóa hugmyndafræðilega umfjöllun með nýjum greinum á hverjum degi. Skipti þá ekki máli hvort þau tengdust stjórnmála- flokkum sem eru sagðir hneigjast til hægri eða vinstri. Nokkrum vefritum var haldið úti af einstaklingum sem voru ekki flokksbundnir. BLOGGÆÐIÐ hefur breytt þessu mik- ið. Vefritin em ekki eins vinsæll vett- vangur. Nú skrifa þúsundir fslend- Fyrst og fremst inga um allt sem á daga þeirra drífur. Oft mjög persónu- legan texta. Minna fer fyrir skýrri hug- mynda- ffæðilegri umræðu. Hún finnst þó sem betur fer ennþá enda netið ____________________samansafn af öllu sem við- kemur daglegu lífi fólks. ÞAÐ ER EKKIUÓST hvar kröftug hug- myndafræðileg umræða fer fram á íslandi í dag. Líklega á hún sér stað Bók Hernando de Soto Umræða um hugmyndafræði. innan flokkanna og þá fjarri fjöl- miðlum. Fólk er feimið og hrætt við að kynna nýjar hugmyndir. íslend- ingar eru líka fljótir að skjóta þær niður séu þær ekki í takt við normið í samfélaginu. Frægt er þegar nýi heil- brigðisráðherrann, Siv Frið- leifsdóttir, jarðaði umræðu um nýjar lausnir í heilbrigð- iskerfmu. Og sagði Amen. TÍMARITIÐ ÞJÓÐMÁL, sem Jakob F. Ásgeirsson ritstýrir, er ágætt dæmi um útgáfu sem hefur fjallað um málefni líð andi stundar á hugmynda- fræðilegum grunni. Ný- lega gaf svo Rannsóknar- miðstöð um samfélags- og efnahags- mál út bók sem heitir Leyndardóm- ur fjármagnsins. Það er fræðirit sem fjallar um hugmyndafræði kapítal- ismans. KANNSKIERUMVIÐaðkomastáþann punkt í sögunni að gamla góða bókin fer að verða besti vett- vangurinn til að setja fram nýja hugsun? Fer þetta ekki allt saman í hringi? Bókin er alltaf aðgengileg. Hún geym- ist vel. Við vitum hvar hana er að finna. Auðvelt er að lána bókina, fletta upp í henni og jafn- vel lesa valdar setningar. BÓKIN MUN KANNSKI halda draumsýninni á lofti eins og hún hefur gert um aldir? Ingvi Hrafn meistari Ijósvakans Skoðanalaus álitsgjafi e> „Að vísu má öðru hverju grilla í rúnum rista ásjónu Ingva Hrafns þar sem hann situr fyrir framan aðra tölvu í byrgi sínu í Key Largo í Flóridu, en hann stýrir þættinum um Netið. Þetta er engu líkt og eitt- hvað dásamlega galið við þetta," skrifar Andrés Magnússon í fjölmiðlapistil Blaðsins. Ingui Hrafn er ein iiver mesti meistari ijósvakans sem fram hefurkomið. Oglikt ogsönn- um snillingi sæmir standa menn gapandi undrandi frammi fyrir því þegar þeir sjá grilla í framtíð- Andrés Magnússon Veitirþvi fyrir sér því hvað það er sem gerir Ingva Hrafn aðþeim mikla meistara sem hann er. „í þrjú ár hef ég vakn- að á sunnudagsmorgnum og skrifað pistilinn, svo lítið eins og prestur að skrifa stólræðu dagsins. Þetta er orðið ágætt. Ég þarf að fara að pikka eitt- hvað annað á tölvuna - ég ætla með Davíð Oddssyni í skoðanabindindi. Ætli við hittumst ekki á O.A.- fundum (Opinionated Anonymus)," skrifar Guðmundur Andri Thorsson í Frétta- blaðið. Guðmundur Andri bendir á þau sannindi að skoðana- festa sé ekki endilega kost- ur. Nokkuð sem þeir sem aldrei breyta um skoðun eiga erfitt með að sícilja. Eða segir það sig sjálft? Guðmundur Andri Thorsson Kveöur lesendur sinai gær og hann er sjálfur hér með kvaddur meðtrega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.