Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006
Fréttir DV
IG kaupir í
Danmörku
Icelandic Group hefur
keypt allt hlutafé í Saltur A/
S í Danmörku. Saltur á tvö
félög, Jeka Fish og Atlant-
ic Cod. Saltur á í gegnum
þessi dótturfélög sín tvær
saltfiskverksmiðjur í Lem-
vig á Jótlandi. Starfsmenn
félaganna eru um 115 og er
framleitt úr 14 þús. tonn-
um árlega. Markaðir félag-
anna eru aðallega á Spáni
og Italíu. Kaupverðið verð-
ur greitt með nýju hluta-
fé í Icelandic að nafnverði
135 milljónum króna sem
jafngildir 4,7% af hlutafé í
Icelandic. Miðað við mark-
aðsverð hlutabréfa í Ice-
landic nemur kaupverð á
Saltur um 1.161 milljónum
kr. Greining Glitnis segir frá.
Sautján ára
velti bíl
Lögreglan á Selfossi var
kölluð út snemma á mánu-
dagsmorgun vegna bílveltu
rétt austan við Selfoss. öku-
maður bifreiðarinnar var
sautján ára drengur og ekki
er vitað hvað olli bílveltunni
en hann var á beinum vegi,
færðin góð og ekki á mikl-
um hraða. ökumaður slapp
ómeiddur en var sendur á
heilsugæslustöðina á Sel-
fossi til athugunar. Bíllinn
skemmdist töluvert og var
fluttur í burtu með kranabíl.
Vilja þyrlu á
Hornafjörð
Homflrðingar vilja að
stjórnvöld hafi mikilvægi
Suðausturlands í huga
vegna hugsanlegrar fjölg-
unar í þyrlueign fslendinga
ef þyrlusveit varnarliðsins
yfirgefur landið. „Vill bæj-
arráð Hornfjarðar benda
á að björgunarþyrlur hafa
oft þurft að athafna sig á
Hornafirði í björgunarleið-
öngrum. Bæði er skipaum-
ferð fyrir Suðausturlandi
mikil og fjöldi ferðamanna
á svæðinu sem m.a. hafa
lent í vandræðum á Vatna-
jökli og þá eru þyrlur oft
nauðsynlegar við björgun-
araðgerðir."
Nú er til rannsóknar sérstakt smyglmál sem upp komst á KeflavíkurfLugvelli í síðustu
viku. Tæpt kíló af kókaíni fannst falið í ferðatölvu manns sem samkvæmt heimildum
DV er á fimmtugsaldri. Fíkninefnin fundust þegar maðurinn afhenti ferðatölvuna sjálf-
viljugur í því skyni að borga af henni toll. Þetta er að sögn kunnugra í fyrsta skipti sem
fíkninefnasmygl er reynt með þessum hætti.
Faldi hókaínið fartölvu
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald eftir að tæpt kíló af kókaíni fannst í farangri hans í Leifsstöð.
Maðurinn sem um ræðir var á
heimleið frá Bandaríkjunum. Við
komuna í Leifsstöð fór hann inn um
hlið fyrir þá sem hafa tollskyldan
vaming undir höndum. Þar framvís-
aði hann ferðatölvu og hugðist greiða
af henni toll. Grunsemdir vöknuðu
hjá tollvörðum og ákváðu þeir að taka
tölvuna í sundur. Við það kom í ljós
tæpt kíló af kókaíni sem falið hafði
veri inni í tölvunni. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur kókaínið mælst afar
hreint.
Leifsstöð Efnin fundustþegar smyglarinn
hugðist greiða toll afferðatölvunni sinni.
Eftir að kókaínið fannst í ferða-
tölvu mannsins var hann handtek-
inn og færður til yfirheyrslu. Skömmu
síðar var hann leiddur íyrir dómara
í Héraðsdómi Reykjaness þar sem-
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
krafðist þess að hann yrði úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald. Það var samþykkt
og situr maðurinn nú í einangrun á
Litla-Hrauni á meðan málið er rann-
sakað frekar.
Fyrsta skiptið
Þrátt fyrir að ansi margar nýstár-
legar aðferðir hafi verið reyndar við
smygl á ólöglegum fíkniefnum til
landsins er þetta að sögn kunnugra
í fýrsta skiptið sem kókaínsmygl er
reynt með þessum hætti. EkJd er vit-
að af hverju grunsemdir tollvarðanna
á Keflavikurflugvelli vöknuðu í þessu
tilfelli eða hvort smyglarinn hafi áður
komið við sögu lögreglu.
Verðmæti efnanna sem smygl-
arinn freistaði að koma á markað í
undirheimum hér á landi er mikið.
Götuverð á kókaíni er samkvæmt
heimilidum DV um fimmtán þúsund
krónur. Og því um milljónavirði
að ræða.
Lítil áhrif
Nóg hefur verið að gera hjá toll-
vörðum og Sýslumanninum á Kefla-
víkurflugvelli síðustu mánuði. Röð
umfangsmikilla smygltilrauna hefur
komist upp og ffloiiefni í ýmsum
myndum að andvirði á annað hundr-
að milljóna verið gerð upptæk.
Þrátt fýrir þetta segja kunnugir að
lítið beri á verðsveiflum á fíkniefna-
markaði undirheimanna vegna þessa.
Það er til marks um, að þeirra sögn,
að enn sem áður sleppi mun meira
magn af fíkniefnum fram hjá vökul-
um augum tollvarðanna en það sem
gert er upptækt.
andri@dv.is
- :zvr z
Meira er helmingi fleiri af erlendum uppruna kjósa í vor
Skortir fleiri leiðtoga
Um fjögur þúsund manns af er-
lendum uppruna verða á kjör-
skrá þegar gengið verður til sveit-
arstjórnarkosninga í vor. Þetta er
sextíu prósenta aukning frá því í
kosningunum árið 2002. Þá voru um
2400 kjósendur af erlendum upp-
runa á kjörskrá, um níu hundrð frá
hinum Norðurlöndunum og um
1500 frá um hundrað þjóðlöndum.
Þessi mikla aukning fólks af er-
lendum uppruna á kjörskrá kem-
ur þeim sem til þekkja ekki óvart.
Toshiki Toma, presmr innflytjenda
á íslandi, segir að stjórnmálaflokk-
ar og þeir sem í framboði séu þurfi
að koma meira til móts við þennan
ört stækkandi hóp í samfélaginu.
„Stjórnmálaflokkarnir þurfa að út-
skýra stefnumál sín betur fyrir þess-
um hóp," segir Toma. Undir þetta
tekur Amal Tamimi, starfsmaður
Alþjcðahússins og frambjóðandi
Samfýlkingarinnar í Hafnarfirði.
Hún segir að það sé báðum að-
ilum til hags að auka samskiptin
Það sem liggur á núna eftir mótið er að byrja aftur í skólanum," segir Helgi Jóhannesson,
nýkrýndur íslandsmeistari I badminton. „Ég kiára bóklega námið í Flugskóla Islands íjúní og
svo tekur við að þjálfa fyrir næsta tímabil. Því miður missi ég af Evrópukeppni félagsliða ijúní
á Spániþvíég verð iprófum þá. En ég þarfaö bæta það sem þarfað bæta og meðal annars
úthaldið.“
þeirra í milli. Hún bendir einnig á
að það skorti meiri sýnileika úr röð-
um fólks af erlendum uppruna á fs-
landi. Fleiri þurfi að stíga fram og
tjá sig um baráttu- og hagsmuna-
mál fólks af erlendum uppruna.
„Við erum alltaf að vinna í þessu,"
segir Amal. „En það er eins og
fólk treysti sér ekki enn til að
stíga fram og tjá hug sinn."
Amal hefur undanfarið
ásamt félögum sínum í Al-
þjóðahúsinu staðið fyrir
fundum á ýmsum tungu-
málum þar sem stjóm-
málaflokkum hefur gefist
tækifæri til að kynna, með
aðstoð túlka, stefnumál sín.
Þetta hefur gefist vel
að hennar sögn.
Þar að auki hafa
margir stjórn
málaflokkar þýtt
baráttumál sín
og stefnuskrár
á ýmis tungu-
mál.
andri@dv.is