Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 15
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 4. APRlL 2006 15 Ekki pókerstyrktir Viðræður Manchest- er United og veðmálafyrir- tækis sem starfrækir rekst- ur sinn á internetinu hafa siglt í strand. Um var að ræða styrktaraðilasamn- ing, en eins og kunn- ugt er sagði símafyr- irtækið Vodafone upp samningi sínum við félagið fyrr í vetur. Það mun því annað fyrir- tæki auglýsa á treyjum Manchester United í haust en þó ekki Mansion sem er hvað þekktast fyrir pókerleiki sína. Var samn- ingurinn talinn vera 70 milljóna punda virði. Helmingslíkur hjá Trinidad Landsliðsfyrirliði Trini- dad & Tobago, Dwight Yorke, segir að sínir menn eigi helmingsmöguleika á því að komast upp úr riðla- keppninni á HM í sum- ar. Liðið er í riðli með Sví- þjóð, Englandi og Paragvæ en Yorke segir að sigurinn gegn Islandi í lok febrú- ar veiti liðinu gott brautar- gengi. „Það var afar gott og mikilvægt að hafa náð sigri gegn fs- landi, sérstaklega þar sem leikurinn var ekki, á okkar heimavelii." Bk Næst mæta Yorke og félagar liði Perú þann 10. maí. SSA AF ÞESSU 18.00 Hitað upp fyrir Meistaradeildina með Guðna Bergs á Sýn. 18.30 AC Milan-Lyon í Meistaradeildinni í beinni á Sýn. 18.35 Birmingham- Bolton í ensku úrvals- deildinni í beinni á Enska boltanum. 18.45 Villarreal-lnt- er í Meistaradeiidinni í beinni á Sýn Extra. End- ursýnt á Sýn kl. 20.55 20.00 Keflavík-Hauk- ar í úrslitakeppni lce- land Express-deildar kvenna. 20.35 Meistaradeild- armörkin með Guðna Bergs á Sýn. Seinni leikir átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu fara fram í þessari viku og í kvöld kemur í Ijós hvort Lyon og Villarreal geta strítt Mílanó- liðunum AC og Internazionale. Kokhraustur Gerard Houllierer bjartsýnn fyrir höndsinna manna i Lyon, OV-myncl - NordicPimtos, Ge Flestir búast við því að Mílanó-liðin nýti sér hagstæð úrslit úr fyrri leikjum átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu og tryggi sér sæti í undanúrslitunum í kvöld. AC Milan gerði markalaust jafntefli við Lyon á útivelli og Internazionale vann Villarreal 2-1 á heimavelli. Litlu liðin frá Frakklandi og Spáni ætla sér að koma öllum á óvart í kvöld. Gerard Houllier, stjóri franska liðsins Olympique Lyon, var- ar leikmenn AC Milan við fyr- ir seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en liðin mætast á San Siro í kvöld. Lyon hefur aldrei komist í undanúrslitin. Gefur sínum mönnum helmingslíkur „Fjölmiðlamenn eru að endur- skrifa söguna um Davíð og Golí- at í tengslum við þessa viðureign og þið vitið allir hvernig sú saga endaði. Markalaust jafntefli voru hættuleg úrslit fyrir AC Milan því þeir þurfa að skora í þessum leik. Ég veit að við skorum alltaf í úti- leikjum okkar og það væri mis- tök að gefa okkur líkumar einn á móti þremur að komast áfram. Ég myndi segja að við ættum helm- ingslíkur á því komast í undan- úrslitin," sagði Gerard Houllier á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það sem skiptir miklu máli fýrir Lyon er að Juninho Pernambucano er kominn til baka úr leikbanni og verður með í leik kvöldsins en þessi snjalli Brasilíumaður hefur verið maðurinn á bak við frábært gengi frönsku meistaranna í vetur. Án Juninho höfðu Italarnir mikla yfirburði á miðjunni og ef ekki hefði verið fyrir frábæra mark- vörslu Grégory Coupet í marki Lyon hefði staðan verið allt önnur fyrir seinni leildnn. Vonar að þeir breyti ekki venju sinni Liðsmenn spænska liðsins Villarreal eru einnig bjartsýnir fyrir viðureign sína á móti Inter- nazionale en markið sem Spán- verjarnir skoruðu í upphafi fyrri leiksins á Ítalíu gefur þeim ágæta möguleika þrátt fyrir 1-2 tap. „Internazionale er eitt sókn- djarfastaliðið áítalíu ogþeirfylgja ekki ítölsku hefðinni að pakka í vörn því sóknarmöguleikar þess eru svo margir," sagði Juan Pablo Sorin einn leikmanna Villarreal á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég vona að þeir breyti ekki út frá venju sinni og að við getum nýtt okkur það," bætti Sorin við. El Madrigal hefur reynst okkur vel Villarreal er á sínu fyrsta tíma- bili í Meistaradeildinni en þjálf- arinn Manuel Pellegrini telur að leikir liðsins gegn liðum eins og Manchester United og Benfica komi til með að hjálpa þeim í kvöld. „Það er alltaf mjög erfitt að slá út lið eins og Internazionale sem hefur mikla hefð og frábæra hefur reynst okkur vel á öðrum leikmenn innanborðs. Við eigum úrslitastundumíþessarrikeppni," einnig góða menn og E1 Madrigal sagði Pellegrini. Jörundur Aki Sveinsson tilkynnti landsliðið í gær íslenska kvennalandsliðið mun þann 12. apríl næstkomandi leika æfingaleik við hollenska landsliðið í Zwolle, á Oostertenk-leikvangin- um. Jörundur Áld Sveinsson lands- liðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp fyrir leikinn en Ásthildur Helgadóttir, sem missti af æfinga- leiknum við England í mars, hefur nú náð sér af meiðslum sínum og verður fyrirliði á nýjan leik. íslendingar hafa mætt Hollend- ingum fjórum sinnum áður og hef- ur íslenska liðið í öll skiptin borið sigur úr býtum í þeim viðureign- um. Markverðir eru Þóra B. Helga- dóttir (Breiðablild) og Sandra Sig- urðardóttir (Stjörnunni). Aðrir leikmenn eru Ásthildur Helgadótt- ir (Breiðabliki), Olga Færseth (KR), Guðlaug Jónsdóttir (Breiða- bliki), Edda Garðarsdóttir (Breiða- blild), Guðrún Sóley Gunnarsdótt- ir (Breiðabliki), Margrét Lára Viðarsdóttir (Val), Dóra Stef- ánsdóttir (Malmö FF), Hólm- fríður Magnúsdóttir (KR), Dóra María Lárusdóttir (Val), Málfríður Erna Sigurðardótt- ir (Val), Erla Steina Arnar- dóttir (Mallbackens), Ásta Árnadóttir (Val), Ólína Guð- björg Viðarsdóttir (Breiða- blild), Laufey Jóhannes- dóttir (Val), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiða- bliki) og Harpa Þorsteins- dóttir (Stjörnunni). eirikurst@dv.is Ásthildur Helgadóttir Skrifar undir samning við Breiðablik. F' I I I I I I I I ki ALLT A EINUM STAÐ • VETRARDEKK * HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA SMUR- BÓN 0G DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.