Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 Síðasten ekki síst DV Nýtt KR-merki Nýtt KR-merki Hér er búiö að bæta inn i þetta fornfræga merki súlustúlku frá Geira. Svo virðist sem forsvarsmenn KR hafi, í ljósi frétta af súlustúlk- um frá Geira á Goldfinger á Herra- kvöldi félagsins nýverið, ákveðið að láta hanna nýtt KR-merki. Merkið er 11 flH til þess fallið að hinum sið- UJhHÍ vandaðri bregði nokkuð í brún ef marka má þær tillögur sem fyrir liggja og hafa „lekið" á netið. En líÚegra er þó að hér séu hin- ir frægu gárungar sem eru að bregða á leik fremur en að alvara sé á ferð. En þessar myndir ganga nú á milli knattspyrnuáhugamanna þeim til skemmtunar. Talsvert heftir verið lagt í hönnunina og ljóst að þarna eru engir amatörar á ferð. Hvað ve'rð þú um Fernando y. Alonso? 7 1.1 hvaða íþrótt keppir hann? ***■ 2. Frá hvaða landi kemur hann? 3. Hvað heitir liðið sem hann keppir fyrir? 4. Hvaða heitir hann fullu nafni? 3. Hvað met bætti hann í fyrra? Svör neðst á síðunni: Hvað segir mamma? ( 4 ÍRP „Hann hefuralltaf veriömjög skemmti- legur" segir Guörún Hulda Guð- munds- dóttir móðir Halldórs Armands Ásgeirssonar, ræöumanns Islands. „Hann var nú ekki slblaðrandi þegar hann var lltill, annars veit ég ekki frá hvoru mælskugáfan kemur. Hann var ekki erfíðurl rökræðunum þegarhann varyngrí, það var alltafauðvelt að eiga við hann, þó svo að hann hafí alltafver- ið mjög aktvlfur og einbeittur. Hann stendur sig ávallt vel I þvl sem hann gerir, þó svo að það sé mikið um að vera I llfí hans og ég hefekkert þurft að hafa áhyggjur afhonum". Guðrún Hulda Guðmundsdóttir kennari er móðir Halldórs Armands Ásgeirssonar sem er fæddur 20. ágúst 1986. Halldór keppti fyrir hönd MH í Morfís um síðustu helgi og þó að liðið hans hafi tapað var hann engu að síður kosinn ræðumaður íslands. Hann keppti lika á úrslitakvöldi Músiktilrauna sama kvöld og þvl Ijóst að um er að ræða hæfileika- ríkan strák með munninn fyrir neðan nefið. M m m ■ ■ ■ M f m f I 1^1 FnkiPkjan ekki með purtvin og oblatur Prestur bakar brauð íyrir sóknarbörn „Ása bakar brauðið," segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkju Reykjavíkur, sem hefur um þó nokkurn tíma boðið ferm- ingarbörnum upp á heimabakað brauð og ávaxtasafa í stað púrtvíns og oblátunnar sem eiga að tákna líkama og blóð Krists. Séra Ása Björk Ólafsdóttir, að- stoðarprestur Hjörts, bakar brauð- ið fyrir fermingarbörnin og gæt- ir þess að það sé ósýrt samkvæmt hefðinni. „Það er bara gamall siður hjá Þjóðkirkjunni að hafa oblátur og púrtvín," segir séra Hjörtur en ekki er endilega skylt að halda sig við þau meðul þrátt fyrir hefðina. Drykkurinn er ávöxtur jarðar og því réttlætanlegur staðgengill púrt- vínsins, að sögn séra Hjartar. „Við ættum í rauninni að nota fisk og vatn í staðinn fyrir oblátuna og púrtvínið," segir séra Hjörtur og bendir á að á tímum Krists hafi vín- og brauðgerð verið það sem þjóð- félögin nýttu og litu á sem gjafir Guðs en á íslandi er það fiskurinn og vatnið. Því sé skemmtileg guð- fræðileg ástæða fyrir því að nýta lindir íslendinga innan kirkjunnar. Séra Hjörtur segir að þessari ný- lundu hafi verið vel tekið hjá sókn- arbörnunum en mörg fermingar- börnin hrylla sig þegar þau dreypa á púrtvíninu og fá þurra oblátu þeg- ar þau eru tekin í fullorðina manna tölu, því sé uppátækið vel heppnað hjá Fríkirkjunni. Séra Hjörtur segir að ferming- arnar gangi vel og skemmtilegt sé að fermingarbörnin megi velja sér fermingardaginn sjálf þannig að fermingarnar ná yfir mánaðartíma en ekki bara yfir páskana. Hann segir að fermingarnar séu ekki jafn mannmargar og hjá Þjóðkirkjunni, því er fámenn og vinaleg stemn- ing við þessa merkilegu athöfn í lífi ungmenna. „Annars er allt gott að frétta og stöðug fjölgun í söfnuðinum," seg- ir séra Hjörtur, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. valur@dv.is Skolað burt íhaldslyktinni Gamla myndin Hjörleifur og Ingibjörg Sælsaman á kosningavöku. „Það var mjög fín stemning þetta kvöld," segir Hjörleifur Sveinbjörns- son, eiginmaður Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur fyrrverandi borg- arstjóra Reykjavíkur, en myndin er tekin á sigurkvöldi R-listans í maí 1994. „Skoðanakannanir voru búnar að sýna fram á að úrslitin færu hugs- anlega eins og þau fóru en þetta var engu að síður skemmtilegt," segir Hjörleifur og bætir við að breyting- in hafi verið langþráð og mikil enda Sjálfstæðisflokkurinn þá verið nær einráður í fjölda ára. „Ég man að það hellirigndi þetta kvöld og sagði Davíð Odds son við það tækifæri að borgin væri að gráta úrslitin," seg- ir Hjörleifur minnug- ur lóðréttrar rigning- ar sem var sjaldgæf þá og bætir við: „Á móti sögðu þeir sem voru sáttir við úrslitin að það væri verið að skola íhaldslyktinni í burtu með rigningunni." Hjörleifur segir að menn hafi verið í gímum fram á miðja nótt og fagnað breyttum áherslum í borg- inni sem helst einkenndist af því að dagvistun barna gjörbreyttist í kjöl- farið. „Menn voru að kveðja gamal- dags pólitík þessa nótt," segir Hjör- leifur og á þar við nýjar áherslur á barnafólk sem ekki höfðu verið áður. Gott hjá Halldóri Eggertssyni aö gefast ekki upp í leitinni aö svarinu um I hvað þjónustugjöidin hjá Félagsbú- stööum renna. 1. Formúlu 12. Spáni3. Renault4. Fernando Alonso Diaz 5. Varð yngsti maðurinn til að sigra í Formúlunni, 24 ára gamall Krossgátan Lárétt: 1 könnun, 4 vigtuðu, 7 vegna, 8 dreifir, 10 kvabb, 12 kartöflustappa, 13 tormerki, 14 þaut, 15 hátíð, 16glufa, 18 fffl, 21 æviskeiðið, 22 geð, 23 söngur. Lóðrétt: 1 ágjöf, 2 reyki, 3 fragt, 4 hylli, 5 hugarburð, 6 grjót, 9 góði, 11 furða, 16 rölt, 17 díki, 19 fljótið, 20 reið. Lausn II! 02 ‘eue 61 'uagzii '|0t 91 'rnpun 11 'pæöe 6 '{>Jn 9 'BJ9 g 'jjpiæsuiA t, 'p|eí6iujej £ 'esg z 'snd 1 :«aje9i |nej zz 'pun| ZZ 'u!||a IZ 'MPP 81 'eju 91 'I9ÍSI 'IPPæftL '6uæq £ l 'sntu z l 'Qneu oi 'J|?s 8 '-M>|esz 'nö^Ay'pjd 1 :«aje-|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.