Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 9
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 4. APRlL 2006 9 Eldur í Reykjavík Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út tvisvar vegna bruna í fyrrinótt. í öðru tilvikinu kviknaði eldur í timburbrettum fyrir utan gömlu Húsasmiðjuna. Tókst að slökkva eldinn áður en hætta yrði á að eldurinn kæmist í húsið. í seinna til- fellinu var um íkveikju að ræða í teppi á stigagangi við Barðastaði í Grafar- vogi. Tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn áður en Eyjamenn kveikja ekki í sinu Lögreglan í Vestmanná- eyjum segir að Eyjamenn hafi lært af sinubruna- íkveikjum og hugsi sig tvisv- ar um áður en þeir kveikja í sinu. Segir lögreglan að fyrir nokkrum árum hafi nokkr- ir einstaklingar náðst sem voru valdir að sinubruna og fengu þeir á sig kæru og var gert að greiða skaðabætur vegna útkalls slökkviliðsins og annarra óþæginda. Lög- reglan telur að þetta hafi Eyjamenn látið sér að kenn- ingu verða og eftir þetta hafa ekki komið upp sinu- brunaíkveikjur í Eyjum. Umferðar- teppa í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi segir að óvenjumikil um- ferð hafi verið í bænum um helgina. Mikil umferðar- teppa myndaðist í Smár- anum bæði laugardag og sunnudag vegna matvæla- sýningar í Fífunni og segir lögreglan að gamakerfið anni ekki þessari miklu um- ferð á góðum degi. Einnig var umferð mikil um Smár- ann vegna þess að helgin var sú fyrsta í mánuðinum og margir notuðu tækifærið að versla fyrir nýútborguð launin sín. Sinubruni á Stokkseyri Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um sinubruna rétt fyrir utan Stokkseyri aðfaranótt mánudags. Slökkviliðið var kallað út og tókst að ráða niðurlög- um eldsins áður en verra hlaust af. Telur lögreglan ekki ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða og seg- ir að það geti valdið miklu tjóni ef sinubruni kemur upp nálægt mannvirkjum þvi allt sé brakandi þurrt og eldurinn breiðist fljótt út ef hann nær að komast á skrið. Nýjung stendur fyrir dyrum í ferðaþjónustu í höfuðborginni. Jónas Freydal, sem þekkt- astur er fyrir hlut sinn í stóra málverkafölsunarmálinu, ætlar að selja aðgang að drauga- slóðum í Reykjavík. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu Einn þeirra staða sem heimsóttir verða í draugaleiðangri Jónasar og félaga um Reykjavík. Klettagarðar 11, 104 Reykjavík Sími 568 1580 • Fax 568 0844 Ljósinfrá okkur geta lýst leið þína lengi lengi... Ferðamenn sem áhuga hafa á yfirnáttúrulegum hlutum og vofeiflegum atburðum eiga von á skemmtilegum stundum í höfuðborg landsins. AthafnamaðurinnJónasFreydal, sem varð landsþekktur í stóra mál- verkafölsunarmálinu, stefnir að því að hefja rekstur fyrirtækis sem sér- hæfir sig í draugaferðum í Reykja- vík fyrir ferðamenn. Er ætlunin að fara með ferðamenn í kirkjugarða og á aðra staði sem þekktir eru fyr- ir draugagang og segja þar sögur við hæfi. Ekki er útilokað að miðl- ar verði með í för og komi þar í stað venjulegra leiðsögumanna. Virkar úti í löndum „Þetta hefur skotgengið í öllum borgum erlendis og þá hvers vegna ekki að reyna hér líka?" segir Jónas Freydal sem er fluttur til landsins eftir áralanga dvöl í Kanada þar sem eiginkona hans starfaði í ís- lenska sendiráðinu á staðnum. Græddi í Danmörku Jónas Freydal kom undir sig fót- unum í viðskiptum í Kaupmanna- höfn þar sem hann starfaði um ára- bil. Jónas er húsamálari að mennt og málaði og endurbyggði íbúðir víða í Kaupmannahöfn og grædd- ist fé. Þá rak hann ferðaskrifstofu í Kaupmannahöfn aukþess að versla með málverk og þá sérstaklega ís- lensk málverk sem lengi höfðu ver- ið í eigu Dana. Ert þú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐUUÓSIN FRÁ OKKUR ERU: ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST.ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST Bf\£RSLUN Önnur járn í eldinum „Ég veit ekJd hvenær við byrjum en gaman væri ef það gæti orðið sem fyrst," segir Jónas Frey- t % dal sem einnig er með ýmis önnur járn í eldinum. Sí- starfandi með nýjar og frjóar hugmyndir. jónas Freydal Vill fara með erlenda ferðamenn um draugastaði i Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.