Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 Fréttir DV Hótaði ekki vistívíti Séra Flóki Kristinsson á Hvanneyri segir það fleipur að hann hafi hótað skóla- börnum í Borgarfirði vist í logum vítis ef þau ekki höguðu sér skikkanlega. „Vilji einhver standa við slíkar staðhæf- ingar verður sá hinn sami að stíga fram undir nafni og gera það við mig, eins- lega eða opinber- lega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sem Flóki sendi DV í gærkvöld og birt er í heild á blað- síðu 23 í blaðinu í dag. Skólastjórinn heldur fund á morgun um kennsluaðferðir séra Flóka. M Fangelsi gerir athugasemd Fangelsismálastofnun ríkisins hefur gert athuga- semd við hækkun á álagn- ingu fasteignagjalda á húsnæði fangelsisins að Kópavogsbraut 17. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs sem sent hefur bæjarlögmanni erindi Fangelsismálastofn- unar til umsagnar. Bæjar- lögmaður er einnig að skoða ósk Smáralindar um 25 milljóna króna afslátt af 192 milljóna króna fast- eignaskatti þessa árs. Bensín eykur verðbólguna Hækkanir á bensínverði eru sagðar helsta orsök þess að KB banki hefur hækkað verðbólguspá sína fyrir apríl. "Ef spáin gengur eft- ir fer 12 mánaða verðbólga úr 4,5% upp í 5,1% í næsta mánuði. Ástæða hækkunar- innar liggur fyrst og fremst í meiri hækkun eldsneytis- verðs en eldsneyti hefur hækkað um 9 krónur, eða 8%, frá því í byrjun mars en í fyrri spá var gert ráð fyrir 5% hækkun," segir Grein- ingardeild KB banka sem einnig spáir hækkun á mat- arverði. Herjólfsbær Fimm hleöslumenn hafa nú lokið við að reisa vegg bæjarins. Árni Johnsen Prímusmótor I verkefninu. Hleðslu veggja Herjólfsbæjar er nú lokið. Gunnlaugur Grettisson er gjaldkeri félagsins um bvggingu Herjúlfábæjar og segist skynja mikla viðhorfsbreytingu í Eyjum í garð Misins. Árni Jobnsen enprímusmótorinn og hefur létt undir ifieðal annars með ýsa Meðslumennina og fóðra þá. Byggingin kostar minna en eíla því ýmsir'eru „Ótrúlega skemmtilegt hvað þetta mál hefur snúist. Ýmsir höfðu aðrar skoðanir á þessu þegar við byrjuðum. Fundu þessu allt til foráttu. En nú eru menn ánægðir með handbragðið. Við erum gríðarlega stoltir af þessu," segir Gunnlaugur Grettisson féhirðir félags um byggingu Herjólfsbæjar. Mikið hefur verið spjallað, slúðr- að og skeggrætt um fyrirtækið úti í Eyjum og víðar. Og fengu ýmsir desjavú þegar mátti á lóð Árna John- sen við þjóðveginn sjá talsvert af hleðslugrjóti. En það er ekki svo að byggingarefhi sem ætlað er í Herj- ólfsbæ verði notað í bjálkahús Árna sem er prímusmótor í byggingu Her- ljólfsbæjar í Herjólfsdal. Hann hýsir hleðslumenn í útihúsi eða gestahúsi sem hann byggði að Höfðabóli og gefur þeim að borða. „Við fengum toppmenn. Þeir voru fimm en nú er hleðslan risin. Svo kemur heil timburgrind og torf ofan á," segir Gunnlaugur og upplýsir að til standi að bærinn verði tilbúinn áður en 20 þúsund gestir streyma á Þjóðhátíð síðla sumars. Hann seg- ir kostnaðaráætlun ekki alveg fýrir- liggjandi. Ekki vitað hvað bærinn mun kosta Upphaflega fékk Árni tíu milljón- ir frá fjárlaganefnd en það reittist af þeim í hliðarmál sem Gunnlaugur segist ekki þekkja. „Við fengum 6,2 milljónir frá fjárlaganefnd afhentar og svo þrjár á fjárlögum núna. Þannig að við höfum fengið 9,2 milljónir." Gunnlaugur segir ónefndan stuðning frá einstaklingum og fyrir- Herjólfsbær Svona mun bærmn llta út að framkvæmdum loknum. segir Gunn- laugur hress og kátur. Segir þetta verkefni „ofboðslega skemmtilegt". jakob@dv.is Gunnlaugur Grettisson Segir verkefnið hefðu orðið dýrara efallt hefði þurft að greiðst i topp. tækjum. Hann segir að kostn- aðurinn væri talsvert meiri ef allt þyrfti að borgast í topp. Hann þorir hins vegar ekki að nefna tölu á þessu stigi en segir alla reikninga verða lagða fram þegar þar að kemur. Kostnaður minni því menn leggja sitthvað til „Já, Árni er algjör prfmusmótor í þessu. Kostnaður við verkefnið hefði til dæmis verið meiri ef við hefðum þurft að hýsa þá á hót- eli og borga upp í topp. Við för- um fetið en vilj- um þó sjá fyrir endann á þessu," Islensk pýrómanía Svarthöfða þótti fréttahelgin síð- asta ekki spennandi. Sinubrunar voru skyndilega orðnir málið. Hver fréttamaðurinn á fætur öðrum flutti fréttir og tók viðtöl við héraðsslökkvi- liðsmenn, bændur á Mýrum, veður- fréttamenn og vistfræðinga. í æsingnum fengu að fylgja með fréttir af enn fleiri sinubrunum, meðal annars á Kjalarnesi og íkveikj- um ýmiskonar hér og þar á lands- byggðinni. Það var eins og íslend- ingar hefðu allir sem einn fengið snert af pýrómamu, en það er orð sem Svarthöfði lærði einu sinni eft- ir að hafa séð bíómynd með Randy Hvernig hefur þú það 1 'íh Svarthöföi Quaid í aðalhlutverki. Vel má vera að sinueldurinn á Mýrum hafi verið sá stærsti í íslands- sögunni. En Svarthöfði veit sem er, að sinueldur er bara sinueldur - og biður menn vinsamlegast um að slaka á. Áhugaleysi Svarthöfði á sinu- brunum byggist aðallega á því að hann hefur meira vit á sinueldum en margir. í æsku þótti hann lunkinn við að magna upp mikið bál með elspýt- unum einum vopna. Ég hefþaö bara meö allra besta móti," segir össur Skarphéðinsson alþingismaður. „Ég fór á Þingvöll með Michael Meacher þingmanni breska verkamannaflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra á laugardaginn til aö sýna honum staðinn. Svo er framundan spennandi átakavika í þinginu þar sem menn takast á um háeffun Rlkisút- varpsins. Væntanlega verða líka spennandi umræðurum öryggismál eftir heimsókn Bandarikjamanna. Ég ersem sagt í mínu allra besta formi." Og þótt sérlega vel tækist til þótti ekki mikil ástæða til að kalla á fréttastofu útvarps - hvað þá Ómar Ragnarsson á sjálfri Frúnni. Svarthöfði var svo góður að stundum kom hann sjálfum sér í bobba. Eitt skiptið var hann hætt kominn og var þá öskusvartur af sót- inu og reyknum. í raun má segja að Svarthöfði hafi borið nafn með rentu í það skiptið. Sem betur fer eru sinubrunar árstíðarbundið fyrirbæri. Það er því ólíklegt að þjóðin þurfi að upplifa jafn mikinn æsing yfir jafii ómerki- legum Jilut í bráð. En Svarthöfði ef- ast ekki um að um næstu helgi verð- ur búið að finna upp á einhverju nýju sem fær hjarta almúgans til að slá rétt, aðeins, örlítið örar. En það þarf bara meira til að hreyfa við hinum sótsvarta Svart- höfða. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.