Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 5
BÆNDUR! Nýjung í upphitun húsa RAFGEISLAHITUN leysir vandann í sambandi við upphitun híbýla yðar. Lýslng’ kerfisins: Loit herbergjanna eru klædd með þilplötum, með innbyggðum rafhitara. Plöturnar hitna upp í ca. 28° C. og geisla útrauðum hitageislum niður í herbergin. ESWA-kerfin má setja upp, hvort heldur t stein- eða timburhús, gömul hús sem ný. Rafgeislahitunin er sparneytnari á orku en nokkur önnur hitunaraðferð, og þar af leiðandi ódýrari i rekstri. Það byggist á eftirfarandi atriðum: 1. Hitunin fer fram í herbergjunum sjálfum, orkunýtingin verður því 100%. 2. Geislahitunin nýtir hitageislanna beint. Áhrifin verða hin sömu og af hitageislun sólarinnar. Lofthiti her- bergjanna er 5—ö stigum lægri en þegar hitað er með öðrum tækjum. Hitatapið um útfleti húsanna minnk- ar því að sama skapi. 3. Lítill hiti er geymdur i hitatækjunum sjálfum. Þau eru fljót að hitna, og kólna einnig fljótt. Hitatempr- unin verður því auðveld og ofhitun útilokuð. 4. Sjálfstæð lögn er í hvert herbergi, með öryggjum, stillirofa og sjálfvirkum hitastilli. Hitanum má því beina í þá hluta húsanna, sem notaðir eru hverju sinni. Ennfremur fullkomlega sjálfvirk hitatemprun í hverju herbergi fyrir sig. Hitastillið rýfur strauminn, ef herbergið hitnar fyrir sólskin inn um glugga eða ef margt fólk er þar samankomið, óháð aðstæðum í öðrum hlutum hússins. 5. Veggir herbergjanna verða heitari að ofan en að neðan. Loftstreymi í herbergjunum verður lítið, og ryk- þyrlun einnig. Lofthitinn er lægri, og rakastig loftsins því hærra. Hitafletirnir eru tiltölulega kaldir. Þurra- eyming eða sviði á rykögnum í loftinu er því útilokað. Þörfin fyrir loftræstingu minnkar því verulega, og það hitatap, sem henni er samfara. Aðrir helztu kostir ESWA-rafgeisIahitunarinnar eru: 1. Lægri stofnkostnaður en með öðrum hitakerfum. 2. Hitunartækin taka ekkert húsrými, sem nota mætti til annars. Reykháfur og miðstöðvarherbergi verður óþarft. 3. Múrhúðun steinlofta eða klæðning tré- eða bitalofta sparast. 4. Kerfin eru sjálfstæð fyrir íbúðir eða húshluta, sem óska að hafa sjálfstæðan hitunarreikning. 3. Iíerfin eru fullkomlega sjálfvirk. ö. Erigin óhreinindi, ólykt eða hávaði. 7. Auðvelt að hafa allt að 95 stiga heitt vatn í krönum allan sólarhringinn. 8. Hollari hitun. I.oftið kaldara, ferskara og rakara, og heldur í sér minna ryki. Geislahitun er llkamanum eðlilegri en upphitun andrúmsloftsins. 9. Innlcnd orka. — F.nginn eldsneytisflutningur né eldsneytisgeymar. 10. 15 ára reynsla í Noregi og Danmörku. Ábyrgð tekin á kerfunum. Vér önnumst teikningar og uppsetningu rafgeislahitakerfa í allskonar hús. — Ennfremur hverskonar aðrar raflagnir, viðgerðir og raflagnateikningar, hvar sem er á landinu. Útvegum hitavatnskúta fyrir rafmagn, úr ryðfríu stáli. Gjörið svo vel að hringja eða skrifa, eða tala við oss, ef þér eruð á ferð. Vér látum yður i té allar upplýs- ingar, sem þér óskið. CEISLRHITUN M Garðastræti 6, Reykjavík — Pósthólf 1148 Símar 2749 — 80709. Einkaumboð fyrir Norsk Eswa a/s Oslo

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.