Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 7
REYKJAVÍK, APRÍL 1955
FÉLAGSTÍÐINDI
STÉTTARSAMBANDS BÆNDA
EYVINDUR JÓNSSON:
Nokkur hagfræðileg atriði
Það er enginn vafi á því, að fjárhagsaf-
koma þeirra, er stunda búskap í sveitum
þessa lands, er mjög misjöfn. Kemur þar
margt til greina og verður hér aðeins vikið
að fáum atriðum og stuðst við niðurstöður
frá þeim fáu bændum, sem hafa haldið bú-
reikninga.
Ef athuguð er búrentan hjá búreikninga-
búunum, sést að í þau 19 ár, sem skýrslur
eru til yfir, er einfalt meðaltal búrentu að
meðaltali öll árin 4.99%, en vegið meðaltal
6.92% og bilið milli einfalds meðaltals og
vegins meðaltals hefur aukizt síðari árin.
Þetta sýnir, að stærri búin hafa öll árin
borið sig betur og munurinn er mestur síð-
ustu árin. Hæpið mun þó vera að slá því
föstu, að það sé nóg að hafa búið stórt, þá
muni það bera sig; þar getur margt fleira
komið til greina og ef við athugum stærð
búreikningabúanna, þá er meðaltals sauð-
fjártala öll árin 81.1 kind á bú og reiknaðir
nautgripir 9.0 til jafnaðar á bú. Þó að þetta
sé nokkuð stærra en landsmeðaltalið, er
meðal búreikningabúið' ekki stórt, svo að
nær virðist að orða niðurstöðuna viðvíkj-
andi bústærð þannig, að útkoman hjá bú-
reikningabúunum bendi til þess, að ekki sé
heppilegt að búin séu mjög lítil.
í „Skýrslum um niðurstöður búreikninga"
er þess getið sum árin, hvaða áhrif afurða-
magn eftir hverja kú virðist hafa á afkomu
búanna.
Árið 1935 hafa þau 7 bú, sem mest mjólk-
urmagn fengu eftir hverja kú, framleitt