Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 8
100
FRE YR
mjólkurkílóið fyrir 15.7 aura, en þau 7 bú,
sem minnst mjólkurmagn fengu eftir kúna,
framleiddu mjólkurkílóið fyrir 21.4 aura.
Árið 1936 eru einnig tekin þau 7 bú, er fá
mest mjólkurmagn eftir hverja kú og hjá
þeim er framleiðsluverð á kg mjólkur 15
aurar, en hjá þeim 7 búum, sem minnst
mjólkurmagn hafa eftir kúna, er fram-
leiðsluverð á kg mjólkur 20 aurar.
Árið 1941 er þetta tekið á þann hátt að
skipta búunum eftir því, hvort búið hafði
undir eða yfir meðalnyt eftir kú, miðað við
mjólkurmagn hjá búreikningabúunum. Þá
leit þetta þannig út: 13 bú voru fyrir ofan
meðaltalið, höfðu til jafnaðar 3053 kg
mjólk eftir kú og framleiðsluverðið var 29
aurar á kg. 16 bú voru með minna en með-
altals nyt eftir kú, til jafnaðar 2290 kg og
framleiðsluverð var hjá þeim 37 aurar.
Árið 1949 voru 11 bú með meira en meðal
nythæð eftir kú að meðaltali, 2753 kg, og
framleiðsluverð kr. 1.55 á kg, en 9 bú höfðu
minna en meðalnythæð eftir kú til jafnað-
ar, 2213 kg, og framleiðsluverð hjá þeim var
kr. 1.87 á kg.
Öll þessi dæmi benda ákveðið í þá átt, að
hagstætt sé að kýrnar skili mikilli mjólk.
Viðvíkjandi sauðfé hefur ekki verið gerð-
ur neinn hliðstæður samanburður; mun á-
stæðan fyrir því vera sú, að sauðfjárpestir,
og síðan fjárskipti, hafa torveldað allan
samanburð á búunum.
Árið 1948 er gerður samanburður á þann
hátt, að búreikningabúin eru flokkuð í þrjá
flokka:
1. Nautgripabú, þar sem aðalbústofninn
er nautgripir, en sauðfé mun þó vera til á
Öllum búunum.
2. Sauðfjárbú, þar sem aðalbústofninn er
sauðfé.
3. Blönduð bú, þar sem nautgripir og
sauðfé eru álíka stór atriði í búrekstrinum.
Útkoman af þeim samanburði verður sú, að
nautgripabúin gefa búrentuna -f 10.5%,
sauðfjárbúin gefa búrentuna -!- 13.8% og
blönduðu búin gefa búrentuna 4- 25.4%.
Við þennan samanburð er það að athuga,
að blönduðu búin eru mjög lítil og senni-
lega af óheppilegri stærð með tilliti til hag-
nýtingar vinnuaflsins. Það sýnir sig, að
vinna við hirðingu á hverja skepnu er til
jafnaðar í hverjum búflokki þannig:
Ngr.bú Sauðfj.bú Blönduð bú
Reiknaðar vinnust.
á 1 kind 14.9 klst. 10.4 klst. 17.8 klst.
Reiknaðar vinnust.
á nautgrip 201.4 — 363.3 — 305.4 —
Að vísu eru reiknaðar vinnustundir á
nautgrip flestar hjá sauðfjárbúunum, en
þar eru nautgripir fáir, aðeins 2.8 til jafn-
aðar á bú, svo að það hefur lítið að segja
fyrir heildarafkomu búanna.
Árið 1951 eru 16 búreikningabú, sem selja
mjólk; 8 þeirra höfðu 15 kýr eða færri, að
meðaltali 10.8 kýr. 8 bú hafa 16 kýr eða
fleiri, að meðaltali 22.0 kýr á bú. Gróði hjá
minni búunum var -b kr. 717.05 að meðal-
tali á kú, en hjá stærri búunum var gróði
-þ kr. 126.23 að meðaltali á kú, og mismun-
ur milli búanna verður kr. 843.28 að meðal-
tali á kú. Meðal mjólkurmagn eftir kú var
hjá minni búunum 2501 kg, en hjá þeim
stærri 2596 kg. Mismunur 95 kg á kú, svo að
ekki getur það verið afgerandi fyrir því,
hvað stærri búin bera sig betur. Munur á
arði alls er kr. 318.91, en munur á tilkostn-
aði er kr. 524.37, svo að mestu munar á til-
kostnaði og þar er það vinnukostnaður, sem
mestu munar á; hann er kr. 433.16 meiri hjá
minni búunum. Fjöldi reiknaðra vinnu-
stunda er hjá minni búunum 275.7 klst., en
hjá þeim stærri 206.8 klst., mismunur 68.9
klst. Allar tölurnar eru meðaltalstölur á kú.
Einnig kemur í ljós, að stærri búin fá ó-
dýrara heyfóður, en eyða meiru af kjarn-
fóðri, svo að fóður er aðeins dýrara hjá
stærri búunum, er munar ca kr. 60.00 á kú.
Ef athugað er verð á heyi hjá þessum bú-
um, sést, að taðan er álíka dýr hjá báðum
flokkum, en útheyið ódýrara hjá stærri bú-
unum. Munar þar kr. 8.00 á hvert hkg (1 hkg
== 100 kg = hestburður) og á stærri búunum
er kúm gefið um 250 hkg meira úthey til
jafnaðar á heimili, eða um 12 hkg meira á
hverja kú; þá verður skiljanlegt, að hey-
fóðrið er ódýrara hjá stærri búunum og
einnig að kjarnfóðureyðslan sé meiri hjá
þeim, er nota meira úthey.