Freyr - 01.04.1955, Page 10
JAKOB GÍSLASON:
Um notkun dísilrafstöðva á sveitaheimilum
í nóv. sl. var lögS fram á fundi raforku-
ráðs álitsgerð raforkumálaskrifstofunnar
varðandi rafmagnsmál bænda, sem búa
utan væntanlegs orkuveitusvæðis héraðs-
rafmagnsveitna ríkisins og annarra raf-
veitna til almenningsþarfa og ekki hafa að-
stöðu til vatnsaflsvirkjunar heima fyrir.
Niðurstaða álitsgerðarinnar var þessi:
„Þar sem samveitum og vatnsaflsstöðv-
um verður ekki komið við, er hagkvæmust
lausn nú, almennt tekið, ótvírætt:
a) Dísilrafstöð til lýsingar og heimilis-
tækja, 1,2—3 kw eftir stærð heimilis,
b) AGA-eldavél eða gljákolavél eða hlið-
stæð vél til matareldunar og vatns-
hitunar
c) Sérstakur dísilhreyfill eða hreyflar
fyrir súgþurrkun og hliðstæða véla-
notkun“.
Þessa niðurstöðu verður reynt að rök-
styðja hér í sem stytztu máli.
Orkunotkun sveitaheimila, þá sem til
greina kemur að fullnægja með raforku,
má í aðalatriðum flokka þannig:
Ársnotkun
Aðalflokkar meðalheimilis
notkunar: kílówattstundir:
Lýsing og ýmis heimilistæki .. 500—1000
Matareldun ....................... 2000
Súgþurrkun og önnur vélanotk. 5000
Híbýlahitun og vatnshitun .... 25000
Þar sem innlendu orkugjafana, vatns-
orku og jarðhita, nýtur ekki við, má telja
að ekki sé um annað að ræða en að full-
nægja þessum orkuþörfum með erlendu
eldsneyti: olíu eða kolum. Til greina
kemur að nýta orku eldsneytisins á þrenn-
an hátt, eða í þrennskonar formi: sem
varma, hreyfiorku eða raforku. Olía er t.
d. nýtt sem varmi í eldavélum og mið-
stöðvarkötlum, sem hreyfiorka frá disil-
vélum við súgþurrkunarblásara og sem
raforka frá dísilrafsamstæðum. Það má
segja, að olían sé nýtt á þremur þrepum:
á fyrsta þrepi er hún nýtt beint sem
brennsluvarmi, á öðru er varmanum breytt
í hreyfiorku og á því þriðja er hreyfiork-
unni breytt í raforku. Hér ber að athuga:
í hvaða formi eða á hvaða þrepi er hag-
kvæmast að nýta eldsneyti til að fullnægja
orkuþörfum sveitaheimila.
Þess er þá fyrst að gæta, að nýting elds-
neytis er mjög háð því í hvaða formi það er
nýtt. Bezta nýting brennsluvarmans, sem
hér kemur til greina, er um það bil þannig:
í miðstöðvarkötlum 80%
- dísilhreyflum 35%
- dísilrafstöðvum 25%
Nánar tilgreint, þarf til þess að hagnýta
orku, sem svarar einni kílówattstund að
brenna:
í miðstöðvarkatli 110 gr olíu
- dísilhreyfli 250 — —
- dísilrafstöð 350 — —
í öðru lagi er þess að gæta, sem fljótskil-
ið er, að stofnkostnaður tækja til hagnýt-
ingar eldsneytis fer mjög eftir því, hvort
það er nýtt beint sem varmi, sem hreyfi-
orka eða raforka Til dæmis má geta þess,
að tæki, sem afkasta 10 kw afli (13,6 hest-
öflum eða 8600 kcal á klst.) kosta um það
bil þetta:
miðstöðvarketill ......... kr. 5.000.00
dísilhreyfill .............. — 10.000.00
dísilrafstöð ............... — 30.000.00
Út frá þessu tvennu, hagnýtingu elds-
neytisins og stofnkostnaði, ber að dæma að
hve miklu leyti það getur talizt hagkvæmt
fyrir bændur, sem ekki njóta vatnsorku frá
samveitum eða einkarafstöðvum, að full-
nægja orkuþörf sinni með raforku, þ. e. frá
dísilrafstöðvum.