Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1955, Page 11

Freyr - 01.04.1955, Page 11
FREYR 103 Ekki þarf þá að orðlengja um, að hag- kvæmast er að nota eldsneytisketil til hús- hitunar. Hitt væri fjárhagsleg fásinna að leggja margfaldan stofnkostnað í rafstöð, sem sóar um þrefalt meiri olíu en ketillinn. Um matareldun gegnir líku máli. Raf- magnseldavél með tilheyrandi dísilrafstöð og raflögnum er 2-falt til 4-falt dýrari en fyrsta flokks koks- eða gljákolaeldavél, og eldsneytið nýtist miklu verr í rafmagns- samstæðunni. í rauninni hlýtur það að vera hverjum manni augljóst, að það er léleg búmennska að leggja í það ærinn tilkostn- að að breyta eldsneyti í rafmagn til þess eins að nota rafmagnið sem varma, í stað þess að nýta eldsneytisvarmann beint frá hentugu eldholi. Auk þess eru fyrsta flokks kokseldavélar, eins og t. d. AGA-eldavélin, að mörgu leyti þægilegri tæki en rafmagns- eldavélar. Gæzla og hirðing kokseldavélar- innar er fyrirhafnarlítil og á hvers manns færi, suðuhellunum má halda stöðugt til taks á fullum hita og heitu vatni úr krana frá vatnsgeymi. Ef hins vegar er eldað með rafmagnseldavél frá dísilrafstöð, þyrfti iðu- lega, þegar stöðin er ekki í gangi, vegna lýs- ingar eða annarrar rafmagnsnotkunar, að ræsa vélasamstæðuna, jafnvel til þess eins að hita kaffisopa. Vegna þess hve matareldunin er aflfrek, yrði rafstöð til eldunar óhóflega stór fyrir lýsingu og notkun heimilistækja og mundi því ganga langtímum saman með litlu sem engu álagi, en með því móti sóast olía í stórum stíl, því dísilvél í tómgangi brennir 25—30% af því olíumagni, sem þarf fyrir fullt álag. Auk þess leiðir það af sér óhóf- legt slit og bilunarhættu að láta dísilvél ganga lengi nálægt tómgangi og ekki þarf að orðlengja um samanburð á gæzlu- og viðhaldskostnaði eða rekstraröryggi dísil- rafstöðva og kokseldavéla. Hér verður ekki reynt að sýna fram á, hve miklu meira það kostar að elda mat á sveitaheimilum og hita vatn með rafmagni frá dísilrafstöðvum heldur en með koks- eldavélum. Ástæða væri þó ef til vill til að reikna nákvæmlega út það dæmi úr feng- inni reynslu bænda í þessum efnum. En fullyrða má, að dísilrafstöðvar til matar ■ eldunar hafa yfirleitt reynzt bændum fjár- hagslegur baggi og því bæði einkahagslega og þjóðhagslega rangt, að ríkið stuðli að því að koma upp slíkum stöðvum. Til súgþurrkunar er talið þurfa 5—10 hestafla hreyfla, sem svara til um 4—8 kw rafstöðva. Til lýsingar og heimilistækja þarf hins vegar ekki nema 1—3 kw og að viðbættri matareldun um 5 kw rafstöð. Súgþurrkunarhreyfillinn myndi því yfir- leitt ráða stærð rafstöðvarinnar, þannig að hún yrði óhæfilega stór og olíufrek til ann- arra nota. Ef nauðsynlegt væri að nota dís- ilrafmagn til súgþurrkunarinnar, væri því hagkvæmara að hafa tvær rafstöðvar, aðra fyrir súgþurrkunarhreyfilinn og hina til annarra nota. En það er vandséð, að nokk- ur ástæða geti verið til þess að nota dísil- rafmagn til súgþurrkunar. í því felst, að við dísilvél er settur rafall og frá honum leitt rafmagn í rafmagnshreyfil við blásara, í stað þess að setja dísilinn beint við blásar- ann. Rafallinn, raflögnin og rafmagns- hreyfillinn er augljóslega hreinn auka- kostnaður, sem leiðir jafnframt af sér verri orkunýtingu en bein tenging dísilsins við blásarann. Það er því ámóta óhagstætt að nota dísilrafmagn til súgþurrkunar og hlið- stæðrar vélanotkunar eins og að nota það til hitunar eða matareldunar. Þegar talað er um þægindi rafmagnsins er fyrst og fremst átt við rafmagnsljósin og þau margvíslegu rafmagnsheimilistæki, sem nú eru á boðstólum. En til þessara nota þarf ekki nema 500—1000 kílówattstundir á ári á meðal sveitaheimili, eða sem svarar þeirri orku, sem fæst frá 1 kílówatta raf- stöð á 500 til 1000 klst. Til dæmis um afl- þörf rafmagnstækja má nefna eftirfar- andi: Rafm.perur, algengust stærð 15— 60 wött Útvarpstæki 40—100 — Straujárn 250—400 — Saumavél 100—300 — Þvottavél 200—400 — Mjaltavél 300—400 — Hrærivél 150—200 — Ryksuga 200—300 — Kæliskápur 100—200 — Að frátöldum rafmagnsperum gerir þetta

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.