Freyr - 01.04.1955, Side 12
104
PHE YR
Frá Bretlandí
Landbúnaðurinn í Bretlandi hefur tekið
miklum breytingum á síðari árum. Það er
einkum að þakka þeim framförum í tækni,
sem orðið hafa á ýmsum sviöum búnaðar
og því, hvað bændum hefur verið sýnt urn
að hagnýta sér nýtízku vélar og verkfæri.
Það er augljóst öllum, sem ferðast um
landið og litast um á bændabýlunum, að
vélvæðingin hefur náð út í sveitirnar.
Oft spyr maður sjálfan sig: Hvar eru
landbúnaðarverkamennirnir og hvar eru
hestarnir. Verkamennirnir sjást sjaldan, og
hestarnir eru algerlega horfnir á fjölmörg-
um stöðum. Tæknin er orðin ráðandi. Það
er ekki sjaldgæft, að maður komi á bújörð
með t. d. 100 ha af ræktuðu landi, þar sem
hlutfallið milli mannlegs vinnuafls og tölu
dráttarvéla er 1:1, þ. e. ef 5 dragar (drátt-
arvélar) eru á býlinu, eru þar einnig 5
vinnumenn. En það er ekki einn einasti
hestur eftir. Hver maður hefur sinn draga
(dráttarvél), sem er útbúinn allra handa
vélum og áhöldum.
Er við fórum í heimsókn á bóndabæ einn
í Mið-Englandi, af sömu stærð og áður get-
ur um, sáum við hest, sem var á beit í hag-
anum. Við urðum ofurlítið undrandi og
horfðum spyrjandi á búgarðseigandann.
Hann hafði svarið á reiðum höndum: „Já,
klárinn sá, hann hefur ekki gert neitt í 4
ár.“ Þetta var þá hestur „á ellilaunum ‘,
sem var að bíta þarna til þess e.t.v. að vekja
athygli á því, að einu sinni hefðu verið not-
aðir hestar á þeirri bújörð.
Fáeinar tölur skýra betur tækniþróunina
í brezka landbúnaðinum.
í landinu eru nú 350.000 dráttarvélar og
fer sú tala stöðugt hækkandi. í Skotlandi
einu saman eru nú 46.000 dragar, Tala
þreskivéla er komin yfir 20.000 og um 3000
bætast við árlega. Auk þessa er afar mikið
fé fest í öðrum nýtízku vélum og verkfær-
um.
Brezkir bændur þurfa ekki að fara yfir
ána til þess að sækja vatn, eða réttara sagt
til útlanda til þess að uppfylla þarfir sínar
fyrir vélar og verkfæri, því að bókstaflega
allt þess háttar er smíðað innanlands. Það
má geta þess til dæmis, að árið 1953 komst
framleiðslan upp í 110.000 dráttarvélar.
Heildarframleiðslan á dráttarvélum, búvél-
um og verkfærum nam að verðgildi um 4.3
milljarða íslenzkra króna, en nær helming-
ur þess var fluttur út.
(Frá Pressebráet for Landbruk och Husstell.)
samtals 1340—2300 wött, eða 1.34 til 2.3 kw.
En þar sem tækin eru ekki öll í notkun í
einu, má gera ráð fyrir að 800—2000 watta,
eða 0.8—2 kw afl nægi til þeirra, eftir stærð
heimilis, og sé bætt við 400—1000 wöttum
(átta til tuttugu 50 watta perum) til ljósa,
fæst, að 1.2—3 kw rafstöð nægi heimilum
yfirleitt til þeirra rafmagnsnota, sem æski-
leg eru og eftirsóknarverðust. Dísilraf-
stöðvar af þessari stærð kosta nú 10—15
þús. kr. Heildar rekstrarkostnaður með 6%
vöxtum og fyrningu á 8 árum verður um
2.500 til 3.500 kr. á ári, en með 4% vöxtum
lækkar rekstrarkostnaðurinn um 100 til 150
kr. á ári.
Margar kunnar verksmiðjur framleiða nú
traustar og handhægar dísilrafsamstæður
af stærðinni 1.2—3 kw og þær eru fáanleg-
ar með stuttum fyrirvara frá umboðsmönn-
um hér. Eftirspurn eftir slíkum samstæð-
um hefur þó verið miklu minni en vænta
mætti, og kann því að valda, að bændur
hafa ekki gert sér almennt ljóst notagildi
þessara stöðva, heldur einblínt um of á
stærri stöðvar, sem eru mörgum eða flest-
um fjárhagslega ofviða, bæði vegna stofn-
kostnaðar og rekstrarkostnaðar.
Tilgangur þessarar greinargerðar er fyrst
og fremst að vekja athygli bænda á þessum
litlu stöðvum og hvetja þá til að leita frek-
ari upplýsinga um þessi mál, þegar þeir
velja sér dísilrafstöðvar til heimilisnota.
Raforkumálaskrifstofan, 16. marz 1955.