Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1955, Page 13

Freyr - 01.04.1955, Page 13
ÓLAFTJR E. STEFÁNSSON: Undanfarið hefur margt verið rætt um framtíð holdanautgripa í íslenzkum búskap. Þykir þvf rétt að lýsa hér nokkrum einkenn- um þessara nautgripakynja, en vísa til útdráttar úr út- varpserindi, sem birtist í 1. hefti Arbókar landbúnaðar- ins 19SS, sem hugleiðingar um bað, hvort þessi búgrein á framtíð fyrir sér hérlendis. Herejord nautgripir á búgarði í Montana, Bandaríkjunum. að þau klofnuöu sífellt í stofna, sem heföu eiginleikana til annars betur þroskaða en eiginleikana til hins, en ekki auðvelt að vita fyrir fram,hvert stefnir í hverju tilfelli. Tvínytja stutthyrningar hafa samt sem áð- ur verið útbreiddasta kynið þar í landi til skamms tíma, en fækkar nú óðum. Þykir nú hagkvæmara að nota hrein mjólkurkyn til mj ólkurframleiðslu og auka kjötframleiðsl- una heldur með því að láta bændur fá ó- keypis sæði úr holdanautum handa lélegri mjólkurkúnum til einblendingsræktar. Hef- ur sá háttur verið hafður á í Englandi síð- an laust eftir lok síðustu styrjaldar. Víða hafa mjólkurkynin verið ræktuð á þann veg, að reynt hefur verið að gera þau nokkuð holdsöm, þótt aðaláherzlan hafi verið lögð á mjólkureiginleikana. Eitt af þessum kynjum er rauða kynið danska, og er ræktun þess mjög athyglisverð. Er það vissulega mikill kostur, að mjólkurkýr leggi sig vel, þótt kjötið jafnist ekki á við kjöt af holdanautgripum, ef fella þarf þær ein- hverra hluta vegna fyrir aldur fram, enda þótt viðhaldsfóðrið verði meira því þyngri, sem skepnurnar eru. Á svipaðan hátt þarf að auka holdsemi íslenzku kúnna án þess að fórna mjólkureiginleikum þeirra. Slíkt úrval með tilliti til holda, sterkrar bygging- ar og frjósemi er mjög nauðsynlegt. í sambandi við umræður og skrif varð- andi það að koma upp holdakyni hér á Skipan nautgripakynja í flokka. Allt til þessa hafa nautgripir verið not- aðir í þrenns konar tilgangi: til mjólkur, kjötframleiðslu og dráttar, og verið flokk- aðir eftir því. Við ræktun sumra kynja hef- ur verið reynt að sameina tvo þessa eigin- leika eða alla þrjá, en ræktun annarra kynja hefur beinzt í þá átt að gera þau að hreinum mjólkur- eða holdakynjum. Sem dæmi um þrínytja kyn má nefna brúna kynið svissneska, eins og það er í heima- landi sínu, og af tvínytja kynjum, sem bæði eru notuð til mjólkur og kjötframleiðslu, má nefna rauða, kollótta kynið enska og þá grein stutthyrninga, sem notuð er til mjólkur. Af hreinum mjólkurkynjum má nefna kynin á Ermarsundseyjunum Jersey og Gu- ernsey og af holdakynjum Aberdeen Angus, Hereford og holda-stutthyrninga. Notkun nautgripa til dráttar fer stöðugt minnk- andi, og hefur ræktun sumra dráttarkynj- anna beinzt að holdasöfnun. Má þar til nefna ensku kynin Sussex og Norður-De- von. Eins og að líkum lætur, hefur reynzt erf- itt að sameina holda- og mjólkureiginleika í nokkru kyni svo vel, að það hafi eiginleik- ana til hvors tveggja í ríkum mæli. í Bret- landi, sem teljast má vagga búfjárræktar- innar, hefur alltaf verið deilt um nytsemi tvínytja kynja. Hefur viljað bera á þvi þar,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.