Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Síða 14

Freyr - 01.04.1955, Síða 14
106 FREYR Aberdeen Angus tarfur (efri mynd). Hereford tarfur (neðri mynd). landi er nauðsynlegt að leggja áherzlu á það, að ekki má til þess koma að blanda saman íslenzka nautgripakyninu og holda- kyni í þeim tilgangi að ætla sér að reyna að sameina holdsöfnunareiginleika holda- kynsins og mjólkureiginleika íslenzka kyns- ins. í þessu sambandi má geta þess, að Ayrshire kynið, sem er eitt fegursta og bezta mjólkurkynið, og Galloway holdakynið, sem er gjörólíkt að vaxtarlagi og eiginleikum, hafa verið tæktuð svo að segja hlið við hlið í Suðvestur-Skotlandi jafnvel öldum sam- an, án þess að þeim hafi verið blandað sam- an, enda kemur tæplega nokkrum manni þar í landi slíkt til hugar. Byggingareinkenni holdanautgripa. Vaxtarlag holdanautgripa er mjög frá- brugðið vaxtarlagi mjólkurkynja. Bygging- areinkennum mjólkurkúa hefur Hjalti Gestsson, ráðunautur, lýst í Búnaðarriti 1952, bls. 244—245, og verður þeim ekki lýst hér að öðru leyti en því, að skrokkurinn á að gildna og bolurinn að dýpka eftir því, sem aftar dregur. Er nauðsynlegt að kýrn- ar hafi nóg rými fyrir stórt júgur. Skrokk- urinn á holdanautgripum á hins vegar að vera eitthvað í líkingu við rétthyrning að lögun. Hausinn á að vera lítill, ennið breitt milli augna og stutt bil frá augum að grön- um, eyrun smá. Augnaráðið á að vera milt og rólegt, enda eru holdakyn skapminni en mjólkurkyn. Hálsinn sé stuttur, en sver, og falli vel að bógunum, sem bera á sem minnst á. Gripirnir eiga að vera fremur stuttir, en ekki um of, sverir, lágfættir með gleiða og beina fótstöðu að framan og aftan. Beina- bygging öll á að vera fíngerð, en vöðvar miklir, vel þroskaðir og þéttir. Bakið á að vera beint, breitt og vel holdfyllt, rifin hvelfd og stutt bil milli aftasta rifs og ytra mjaðmarhorns, malirnar beinar, breiðar og flatar og svo vel holdfylltar, að hvorki mjaðmarhorn, krossbeinskambur né set- bein sé áberandi. Halinn á að falla niður lóðrétt, lærvöðvarnir eiga að vera mjög þykkir og ná sem bezt niður á hæklana. All- ur á skrokkurinn að vera djúpur, húðin mjúk og fremur þunn. Lítið er lagt upp úr mjólkureinkennum, enda talið nægjanlegt, að kýrnar mjólki nóg handa kálfi sínum. Ber þó á því, að mjólkurhæfileiki sumra kynjanna sé ekki nógur til þess, ef þroskamiklir nautkálfar eiga í hlut. Holdasöfnun, kjötgæði og bráðþroski. Kjötprósenta holdanautgripa er há, venjulegast milli 52 og 60. Uxar tilbúnir til slátrunar eru oft taldir hafa 57% fall, en er vitanlega mjög misjafnt. Beztu gripir af ræktuðustu kynjunum ná kjötprósentunni 62—70, séu þeir kappaldir á kjarnfóðri fyr- ir slátrun. Séu gripirnir mjög magrir, getur

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.