Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Síða 15

Freyr - 01.04.1955, Síða 15
FREYR 107 kjötprósentan farið niður í 45. Beinin í fallinu eru talin vega 12—14% af því. Verðmætustu hlutar fallsins eru lærin, malastykkið og spj aldhryggurinn ásamt öftustu rifjunum og niður á miðjar síður. Er því áríðandi, að afturhluti skepnunnar sé vel þroskaður og holdfylltur. Kjöt af holdanautgripum er mjög mis- jafnt eftir aldri gripanna, enda gilda sömu vaxtarlögmál fyrir nautgripi og annað bú- fé. Fyrir brezkan markað skiptir miklu máli, að sláturgripir hafi náð hinu æskilega hlut- falli milli hinna ýmsu vefja líkamans, sem fullvaxnir gripir hafa. Aðalvefirnir í fall- inu eru beinvefur, vöðvavefur og fituvefur. Vexti þeirra má í aðalatriðum skipta í þrjú stig í þessari röð: bein, vöðvar, fita. Með- an beinvöxturinn er örastur, vaxa vöðvarn- ir lítið og fitan enn minna. Fullþroska skepnur hafa aftur á móti náð fullum vexti beina og vöðva, og hið eina, sem vaxið get- ur, er fitan. Rík ástæða er til að greina milli bráð- þroska og seinþroska eðlis holdakynja. Seinþroska kyn taka út vöxt nokkurn veg- inn í þeirri röð, sem áður er getið, og er til lítils að ætla sér að fita gripi af þeim kynj - um, fyrr en þeir eru nokkurn veginn full- vaxnir. Með ræktun hefur aftur á móti tek- izt að örva þá eiginleika skepnunnar að geta fitnað samhliða vöðva- og beinvexti svo framarlega sem skepnan fær nóg fóður til þess og í réttum hlutföllum. Þessi eiginleiki er nefndur bráðþroski, og kyn, sem hafa hann, geta safnað hæfilegri fitu, áður en kjötið missir hið ljúffenga bragð, safa og mýkt, sem kjöt af ungum gripum hefur. Bráðþroski á því ekkert skylt við kynþroska eða raunverulega þyngd gripanna á á- kveðnu aldursstigi. Eins og vitað er, má í flestum tilfellum snöggfita íslenzkar kýr fyrir slátrun, og ættu bændur sennilega að gera meira að því en almennt tíðkast, svo að fallið verði bæði þyngra og betra. Fitusöfnun holda- gripa er þó á annan veg. Þeir hafa þann hæfileika að safna fitunni á verðmæta staði, en skepnur safna fitu á ýmsum stöð- um. Garna- og nýrnamör safnast fyrir, áð- ur en fita vex milli vöðva eða íituhjúpur myndast undir húð. Holdanautgripir geta í ríkum mæli safnað fitu milli vöðvaþráð- anna sjálfra. Sú fita gerir kjötið ljúffeng- ara og verðmeira, og enginn úrgangur verð- ur vegna hennar. Eru holdanautgripir tald- ir standa fremst búfjártegundanna í þessu tilliti. Brezku holdakynin. í Bretlandi hófst ræktun holdanautgripa fyrir 150—200 árum. Þaðan hafa kynin breiðzt út til annarra heimsálfa og sums staðar gerbreytt búskaparháttum heilla héraða og jafnvel landa. Fjöldi kynbóta- gripa af hinum ýmsu brezku kynjum er árlega seldur þaðan úr landi. Alls eru 7 holdakyn í Bretlandi: holda-stuttthyrning- ar, Aberdeen Angus, Hereford, Galloway, Vestur-hálendingar, Norður-Devon og Sussex. Tvö síðast nefndu kynin eru upprunnin í Suður-Englandi, eins og nöfnin benda til, Sussex kynið er mjög stórt (þungi kúnna 650 kg), en Norður-Devon kynið nokkru minna (þungi kúnna 550 kg). Bæði eru kynin fremur harðgerð og nokkuð sein-, þroska, holdin ekki sérlega þétt. Bæði kyn- in fitna á góðu haglendi. Sökum stærðar Gallozvay tarjur.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.