Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 16
108
FRE YR
sinnar þarf Sussex kynið gott beitiland.
Vestur-hálendingar og Galloway eru
fyrst og fremst hálendiskyn, bæði upp-
runnin í Skotlandi og hafa lítið breiðzt út
þaðan. Vestur-hálendingar eru smávaxið
kyn (þungi kúnna 275 kg), stórhyrnt og
mjög seinþroska. Kjötgæði þess eru mjög
mikil, en kjötprósentan lág. Kynið er harð-
gert og þolir vel næðinga, enda mjög loðið.
Galloway kynið er fremur smávaxið (þungi
kúnna 425 kg), tiltölulega mjóvaxið, hrygg-
urinn stundum fremur siginn, en afturhluti
gripanna vel þroskaður. Kynið er sein-
þroska. Kvígurnar eru látnar bera 1. kálfi
þriggja ára. Kjötgæðin eru mikil, og kynið
þykir sérlega gott til að nýta grænfóður,
en þykir of rásgjarnt til að fita það á beiti-
landi. Kynið er harðgert, en þolir þó næð-
inga ekki eins vel og Vestur-hálendingar.
Galloway og Aberdeen Angus eru einu
kollóttu, brezku holdakynin. Mikill kostur
verður það að teljast, að holdakyn séu
kollótt.
Hin eiginlegu og bezt ræktuðu holdakyn
eru Aberdeen Angus, holda-stutthyrningar
og Hereford. Aberdeen Angus er skylt
Galloway, en nokkru stærra (þungi kúnna
500 kg). Það hefur mjög fíngerða beina-
byggingu, er mjög þéttholda með háa kjöt-
prósentu. Kynið er mj ög bráðþroska og bezt
fallið af öllum holdakynjum til slátrunar á
unga aldri. Kjötið er afbragðsgott og hlut-
fallið milli beina og vöðva hagstæðara en
í nokkru öðru holdakyni. Kynið er ekki
harðgert, þarf nákvæma hirðingu og mikla
kjarnfóðurgjöf til fitunar. Það hefur ekki
reynzt vel til að bæta óræktuð kyn, en er
gott til einblendingsræktar með tvínytja
kynjum.
Holda-stutthyrningar eru stórvaxið kyn
(þungi kúnna 650 kg), mjög bráðþroska, en
fallið fremur úrgangssamt vegna fitu-
klumpa. Þeir eru sæmilega harðgerðir, en
kýrnar mjólka ekki alltaf nóg fyrir kálfana.
Stutthyrningar hafa reynzt afburða vel til
að bæta óræktuð kyn. Jafnvel 1. ættliður
(einblendingar) líkist mjög stutthyrning-
um. Halda sumir því fram, að blöndun með
stutthyrningum í einn ættlið jafngildi
blöndun með öðrum holdakynjum í tvo ætt-
liði. Þá hefur kynið reynzt mjög vel til ein-
blendingsræktar við hálendiskynin skozku.
Hereford kynið er aðeins minna en stutt-
hyrningar (þungi kúnna 600 kg). Kynið er
sterkvaxið og framhluti gripanna mjög vel
þroskaður, enda upphaflega notað til drátt-
ar. Það er allharðgert, ekki eins bráðþroska
og Aberdeen Angus og stutthyrningar, en
tekur öðrum kynjum fram í því að sam-
eina bráðan þroska og hæfileika til að fitna
á góðu graslendi án kjarnfóðursgjafar.
Hlutverk holdanautgripa hérlendis.
Að líkindum yrði framtíð holdanautgripa
hérlendis aðallega bundin við framleiðslu
Tarjur af Vestur-hálendinga kyni (efri mynd).
Tarfur af Stutthyrninga kyni (neðri mynd).