Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1955, Page 18

Freyr - 01.04.1955, Page 18
110 FREYR áfram: „Vi'ð höfum nú náð svo langt, að hægt er að tortíma mannkyninu. En ef tæknin er hagnýtt á réttan hátt, getum við skapað okkur betri lífsskilyrði.“ Mikil fólksfjölgun í fátækum löndum. í erindi sínu ræddi Boyd Orr lávarður fyrst um hungrið í heiminum. Fyrir stríðið sultu % af íbúum jarðar. Ástandið er ekki betra nú. Árið 1952 var fólksfjölgunin eftir stríðið 12%, en framleiðsla matvæla jókst um aðeins 9%. Árið 1953 komst framleiðslu- aukning matvæla upp i 12%, en þá var aft- ur annarsvegar mikil sölutregða á þeim matvælum, sem aflögu voru, einkum í Bandaríkjunum (áætluð 6000 millj. dala virði), og hinsvegar var hungrið ennþá út- breiddara en áður í fátækari löndunum. í þessum löndum er fólksfjölgunin lika mest og á vissum svæðum svo ör, að líkur eru til þess, að íbúunum fjölgi þar um helming á næstu 10 árum, m. a. vegna læknishjálpar gegn farsóttum og landlæg- um sjúkdómum. Alls nemur fólksfjölgunin nú um 30 milljónum árlega (sbr. 25 millj. 1950). Ef þessu heldur áfram, má ætla, að jörðin verði um næstu aldamót að sjá fyrir um 4000 millj. manna, á móti 2500 millj. nú. Ef við getum klofið þetta, getum við einn- ig ráðið fram úr vandamálinu eftir þann tíma, eða m. ö. o., við þurfum ekki að gera okkur áhyggjur út af því, sem verður eftir aldamótin 2000, því að við vitum hvort eð er svo lítið um það nú. Sumsstaðar óttast menn friðinn. Eg geri mér það ljóst, hélt Boyd Orr lá- varður áfram, að takmörkun barneigna er fullnaðarlausnin á matvælavandamáli heimsins. En er unnt að hrinda í fram- kvæmd þeim úrræðum innan þess tíma, sem til þess þarf? Tæplega. í flestum þeim löndum, þar sem hennar er mest þörf, er takmörkun barneigna hvorki fær frá stjórn- málalegu né trúarlegu sjónarmiði. Tiltölu- lega mikil velmegun með tilsvarandi hlut- fallslega háu menningarstigi, í vestur- lenzkri merkingu þess orðs, er nauðsynleg til þess, að takmörkun barneigna verði al- mennari. Þetta gerir það að verkum, að sem stend- ur er ekki um að ræða neina raunhæfa lausn á matvælavandamáli heimsins án mikillar aukningar á landbúnaðarfram- leiðslunni. Við höfum í seinni heimsstyrj- öldinni fengið áþreifanleg dæmi um hverju hægt er að koma til leiðar á þessu sviði, t. d. í Bandaríkjunum og Bretlandi; einnig í fyrri heimsstyrjöldinni, og á mörgum öðr- um stöðum í heiminum. Framleiðsluaukn- ing vegna styrjaldarinnar og stríðsviðbún- aðar hefur í raun og veru verið svo mik- il, að friðurinn hefur virzt hótun við fjár- hagslegt jafnvægi og það, að allir hefðu at- vinnu. Menn hafa jafnvel stundum virzt óttast friðinn og beinlínis þessvegna haldið við hergagnaframleiðslunni og styrjaldar- hættunni. Einmitt í þessum atriðum sér Boyd Orr lávarður mestu vandamál vorra tima. Fjár- málakerfið er þannig, að heimurinn getur ekki staðizt skyndilega og algera slökun á þeirri spennu, sem er á stjórnmálasviðinu. Til þess að slík slökun leiði ekki til vand- ræða, er a.m.k. nauðsynlegt að þeim fjár- munum, sem nú fara til styrjalda og víg- búnaðar, sé varið til einhverra annarra nota. Þessi önnur not eru fyrir hendi í land- búnaði og matvælaframleiðslu. Arðsemi á því sviði er stundum dregin í efa, en þó er tæpast hægt að bera hana saman við arð- semi styrjalda. Um það munu allir vera sammála. En hvernig er hægt að fá menn og ríkisstjórnir til þess að breyta eins og þær hefðu skilið þetta? Hvernig á að laða fram þann fúsleika, sem er nauðsynlegur til þess að leggja fram nægilegt fjármagn til aukningar á matvælaframleiðslunni, þar sem menn búa enn við neyð? Það þarf gíf- urlegar upphæðir og mikið átak í iðnaði til þess að útvega vélar, áhöld og aðrar nauð- synjar til landbúnaðarins í hinum þurfandi löndum. Að reisa við, — ekki að eyða og spilla. í hinum alþjóðlegu stjórnmálum eru erf- iðleikar einkum á tveim sviðum, sagðí Boyd

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.