Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 20
112
FREYR
H. J. Hólmjárn:
Reiðhrossasýningin á Þveráreyrum 1954
Vegna tilmœla frá allmörgum hestamönnum,
sem hafa óskað þess að ég léti koma fram skoð-
anir mínar á reiðhrossasýningunni á Þveráreyr-
um, og þeim hrossum, sem þar hlutu verðlaun,
rita ég eftirfarandi grein. Vegna rúmleysis i blað-
inu er greinin ekki eins ítarleg og ég hefði óskað.
Höf.
Þetta var annað landsmót L H, sem sam-
bandið hefur háð. Fór það yfirleitt vel fram.
Nokkuð bar þó á óstundvísi. Veldur það ó-
þægindum og truflunum á svona samkom-
um, og verður að kappkosta að forðast slíkt.
Má t.d. benda á að það torveldar mjög störf
dómara, og getur jafnvel truflað alvarlega,
þegar sýnendur mæta ekki með sýningar-
hross á tilteknum tíma.
Tilhögun sýningarinnar var svipuð nú
og á Þingvöllum 1950. Þó var nokkur breyt-
ing í einstökum atriðum. Sýningarsvæðið
var nú miklu betur afmarkað en á Þing-
völlum, svo nú varð við komið að hafa eftir-
lit með því, að allir sýningargestir greiddu
aðgangseyri. Á Þingvöllum lá þjóðvegurinn
um Bláskógaheiði þvert yfir sýningarsvæð-
ið. Fékkst ekki leyfi til að loka veginum, og
var því mjög erfitt að hafa eftirlit með sýn-
ingargestum, meðal annars greiðslu á að-
gangseyri. Þá var tilhögun á dómhring og
dómpalli nokkuð önnur. Á Þingvöllum var
dómhringur réttur hringur allstór og dóm-
pallur í miðjum hringnum. Nú var dóm-
hringur sporöskjulagaður, og dómpallur
hafður rétt utan við dómhringinn, lang-
línumegin, en þó nær öðrum sporöskjuend-
anum. Um fyrra atriðið má segja það, að í
réttum hæfilega stórum hring ganga hross-
in fegur og jafnara á milliferð, og verða bet-
ur og jafnara séð af sýningargestum frá
öllum hliðum. í sporöskjunni verður auð-
veldara að sýna hrossin á langlínu á nokk-
urri yfirferð. Hvort leggja beri meiri á-
herzlu á, er smekksatriði. Um síðara atriðið
er augljóst, að var stórlega breytt til hins
verra, eins og berlega kom 1 Ijós á sýning-
unni í sumar. Það eru margar og veigamikl-
ar ástæður fyrir því, að staðsetja dómpall
í miðj um dómhring. Skal hér bent á nokkr-
ar: Dómpallur á að vera miðstöð sjálfs sýn-
ingarsvæðisins. Þar eiga fyrirsagnir og lýs-
ingar dómara að hljóma jafnt til allra hliða
við dómhring, svo áhorfendur njóti allir
jafnvel leiðsögn og skýringum dómara, án
þess að þurfa að þyrpast saman við dóm-
pall. Þegar dómari lýsir sýningargrip, og
sýnandi sýnir hann um leið, verður það öll-
um áhorfendum miklu ljósara, þegar lýs-
ingin fer fram frá miðjum dómhring þar,
sem allir mega sjá jafnt til hestsins sam-
tímis. Sama gildir þegar verðlaun eru af-
hent. Þegar hestum er riðið í dómhring,
hefur það mikla þýðingu fyrir öryggi hests-
ins, að jafnvægi sé sem mest í hringnum,
þ. e. að mannvirki og menn séu nokkurn-
vegin jafnt til beggja hliða við hestinn, þeg-
ar honum er riðið fram. Sé það öðru megin,
hættir mörgum hestum til að vilja sækja
til annarar hliðar. Dómpallurinn i miðjum
dómhring skapar þetta nauðsynlega jafn-
vægi og öryggi. Það kom líka greinilega 1
ljós á Þveráreyrum, að sýningarhrossin, sem
riðið var í dómhring, vildu áberandi sækja
til annarar hliðar.
Gallarnir við að staðsetja dómpall utan
við dómhringinn komu yfirleitt skýrt fram
á þessari sýningu. Þegar dómar voru lesnir
og skýrðir, og þegar verðlaun voru afhent,
þyrptust áhorfendur að dómpallinum. Varð
þar þá þröng mikil, þannig að aðeins þeir,
sem næstir stóðu, gátu nokkurn veginn vel
fylgzt með því, sem fram fór. Það verður
því að teljast breyting til hins verra, að
staðsetja dómpall eins og gert var á þess-
ari sýningu.
Þátttaka í sýningunni á Þveráreyrum var
töluvert meiri en á Þingvöllum. Voru skrá-
settir fleiri stóðhestar, meira en helmingi
fleiri hryssur, og nokkru fleiri góðhestar.
Hrossin voru öll dæmd sem reiðhross ein-