Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1955, Side 22

Freyr - 01.04.1955, Side 22
114 FREYR uð. Nr. 3 er fædd í Árnessýslu af skagfirzk- um foreldrum. Nr. 4, 5 og 6 fæddar í Eyja- firði. Verður nú lítillega rætt nánar um verð- launahrossin. Stóðhestar. Hreinn frá Þverá, sjá Frey bls. 382 1954, hlaut hæstu einkunn stóðhesta á Þingvöllum 1950 og nú aftur á Þveráreyrum. Með þessu fylgdu heiðursverðlaun Búnað- arfélags Islands „Sleipnisbikannn". Slíkur hestur hlýtur að vera góður, og þyrfti að vera alveg ágætur. Eðlilega má þó ýmislegt að hestinum finna, sem óska mætti að væri betra þegar meta á hann, sem hinn fullkomna gæð- ing. Stærðin er heppileg og verður ekki út á hana sett. Dökkjarpi liturinn er ekki fagur, ekki nógu hreinn, og litur á faxi, tagli og fótum ekki nógu dökkur og skær og sker sig illa frá kroppslitum. Höfuðið er heldur g’'ófara en æskilegt væri, augnabogar ekki nógu háir og kinnkambar ekki nógu skarpir. Ennið ætti að vera dálítið breiðara, niðurandlitið fíngerðara og beinaber- ara og skil kjálkabarða og niðurandlits greiniiegri, augna- svipurinn harðari og fjörlegri. Hálsinn er fíngerður en ekki nógu hátt settur og vantar sveigju í hnakkann, eri sá byggingargalli er svo algengur hjá íslenzka hestakyn- inu, að því þyrfti að veita sérstaka athygli, þegar um val kynbótahrossa er að ræða. Skrokk- og fótabygging-in er mjög góð, en þó mætti óska að lærin væru nokkuð dýpri. H'einn hefur allan gang og er vel hreingengur. Töltið er ekki nógu mikið og fjaðurmagnað, skeiðgripin eru sæmileg, en aldrei myndi hann verða mikill ferð- hestur á skeiði. Brokkgripin eru hrein og góð. Stökk- ferðin er í meðallagi. Viljinn er mjúkur og þjáll, en hann skortir fjör og léttleika til þess, að geta talist ágætur. Hreinn er framúrskarandi skapgóður og æðru- laus, og er það svo mikill kostur, að slíkt verður tæplega of metið. Hreinn fékk hærri einkun fyrir afkvæmi en nokkur hinna stóðhestanna, sem sýndir voru, enda er hann orð- inn það fullorðinn, að staðgóð reynsla ætti að fara að fást á afkvæmunum, en verðmæti kynbótadýra fer fyrst og fremst eftir ágæti afkvcemanna. Hreinn átti þrjá syni á stóðhestasýningunni, sem verðlaun fenp-u, alla 7 vetra. Þetta eru sæmilegir hestar, en ekki gæðingar. Þeir fá allir mun lægri einkunn en faðirinn, bæði fyrir byggingu og reiðhestshæfileika. Blesi frá Djúpadal var sýndur með afkvæmum. Hann fékk líka lægri einkunn fyrir þau en faðir hans. Þessir þrír Hreinssynir eru allir mjög ólíkir föður sínum. Tveim þeirra, Gusti á Ríp og Blesa í Djúpadal, svipar ekki áberandi tii föðursins í neinu, hvorki lit, byggingru, ganglagi, skapgerð eða neinu öðru. Blesa frá Þverá svipar til föðurins í skapgerð, en er gróf- byggðari með lakari fætur, hefur allan gang, en er þung- fær, skerpu- og viljalltill. Blesi frá Djúpadal er lítill og fremur væskilslegur með pervisalega kroppsbyggingu, 144 cm brjóstmál, sem er alltof lftið á 7 vetra stóðhesti, enda þótt æskilegt sé að reiðhestar séu þurrbvggðir, og léttbyggðir að vissu marki. Fæturnir eru ekki vel góðir. Hestinn vantar tilfinnanlega reisn, og hann virtist liggja full mikið í skeiðinu. Gustur frá Ríp er léttvfgur klár- hestur. Má vera að hann sé beztur af þessum Hreins- sonum. Enginn þeirra getur talist sérrstaklega álitlegur kynbótahestur í reiðhestarækt, þótt þeir séu nothæfir, og þeir eru ekki mikil meðmæli með föðurnum, enda engir föðurbetrungar. Sörli frá Abæ var nr. 2 af stóðhestunum, sjá Frey bls. 383, 1954. Eigandi hans er Pétur á Hjaltastöðum o. fl. Hann er hrafnsvartur, og lítill vexti, illa reistur og skortir að sumu öðru leyti góða reiðhestabyggingu. Bygging hestsins er yfirleitt mun lakari en föður hans, Blakks frá Ulfsstöðum. (Sjá Arsrit Landsambands hestamannafélaga 1951). Vegna hins mikla vilja, traustu skapgerðar og ganghæfileika, verður að reyna hestinn sem kynbóta- hest, þrátt fyrir byggingargallana. Randver frá Kirkjubæ var nr. 3, sjá Frey, bls. 384, 1954. Hann er sótrauður með lítið eitt ljósara tagl og fax og mjóa blesu. Þetta er mjög vel ættaður hestur í báðar ættir, nokkuð skyldleikaræktaður. Móðirin er kynbótahryssa í Kirkjubæ. Hún er fögur og vel byggð og reyndist við tamningu vera ganggóð, með góðan vilja og góða skapgerð. 011 afkvæmi þessarar hryssu hafa reynzt úrvalshross. Randver er vel byggður, með mjög hlutfallagóðann, sterkbyggðan og samtímis mjúk- byggðan skrokk, vel settan og vel borinn háls en heldur stuttan, með sæmilega góðri hnakkasveigju. Fætur eru sterkir og réttir með ágætum liðamótum og góðum hóf- um. Að þessum hesti má finna, að höfuðið er of gróf- gert1 og ekki nógu frítt, enda þótt augnasvipur sé góður og eyrun frekar fíngerð og vel borin. Ennfremur að mjaðmarhorn eru of útstæð svo samtenging síðu annars- vegar og mjaðmar og læris hinsvegar verður of opin. Eins og hesturinn kom fyrir þarna á sýningunni, var viljinn ekki nógu mikill, en til þess kunna að Iiggja aðrar ástæður en þær, að hann raunverulega skorti vilja Hreyfingarnar eru ágætar, gangurinn er hreinn, töltið hreint og mjög fjaðurmagnað, með alveg réttum fjór- skiftum takti, enda tölti hann allra stóðhesta bezt þeirra, er á sýningunni voru. Skeiðgripin ágæt, þó ekkert æfð, brokkið og stökkið sæmilegt. Skapið er mikið, en hestur- inn er alveg hrekkjalaus, ófælinn, óragur og þægur í

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.