Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Síða 23

Freyr - 01.04.1955, Síða 23
FRE YR 115 KÁRI GUÐMUNDSSON: Mjólkurframleiðslan 1954 Mjólkurmagnið jókst á árinu um 9,7%. Heildarmjólkurmagn mjólkurbúanna (mjólkursamlaganna) á árinu 1954 reynd- ist vera, 51. 946.673 kg., sem er 4.600.175 kg. meira magn en á árinu 1953, eða 9,72% aukning. í 1. og 2. flokk flokkaðist 50.350.937 kg. mjólkurinnar, eða 96,93%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera, 1.595.736 kg., eða 3,07%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera, 45. 652.938 kg., eða 96,42%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera, 1.693.560 kg., eða 3,58%. Framleiðslan skiptist þannig á mjólkur- búin ,sem eru 9 talsins: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi. Á mjólkursvæði Mjólkurbús Flóamanna eru um 1127 framleiðendur (innleggjend- ur). Innvegin mjólk reyndist vera, 23.746. 362 kg., sem er 2.234.974 kg. meira magn en á árinu 1953, eða 10,39% aukning. í 1. og 2. flokk flokkaðist 23.145.205 kg. mjólkurinnar, eða 97,47%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera, 601.157 kg., eða 2,53%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera, 20.927.203 kg., eða 97,28%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera, 584.185 kg., eða 2,72%. Mjólkurstöðin í Reykjavík. Á þessu mjólkursvæði eru um 375 fram- leiðendur (innleggjendur). Innvegin mjólk reyndist vera, 6.520.534 kg., sem er 756.284 kg. meira magn en á árinu 1953, eða 13,12% aukning. í 1. og 2. flokk flokkaðist 6.272.236 kg., eða 96,19%, og 248.298 kg. mjólkurinnar flokkaðist í 3. og 4. flokk, eða 3,81%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera, 5.515.660 kg., eða 95,69%, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera, 248.590 kg., eða 4,31%. brúkun. Þetta er kostamikill hestur og álitlegur kyn- bótahestur þrátt fyrir bá galla, sem hér hefur verið bent á. Ljúfur frá Kirkjubæ var nr. 4. Hann er af óskyldum foreldrum í báðar ættir, ekkert skyldleikaræktaður. Þetta er hestur, sem sker sig mjög úr íslenzka hestakyninu að byggingu og útliti. Hann er svo áberandi þurrbyggður og léttbyggður, að fátítt er meðal íslenzka hestsins. Höfuðið er frekar frítt en ekki nógu beinabert, og slétt, og augun heldur Iítil. Hálsinn er mjög fíngerður, en ekki nógu hátt settur og hnakkasveigju vantar. Skrokkurinn er sívalur, lendin ávöl, ekki hallandi og jafnbreið. Fætur og fótstaða er alveg rétt. Fótleggirnir eru mjög grannir og svarar það til allrar beinabyggingar hestsins. Sinar allar á fótunum eru mjög þurrar, sterkar og vel greindar frá fótleggnum. Hófarnir eru sterkir og góðir. Hestur- inn hefur allan gang, en klárgangurinn er honum lang eiginlegastur. Brokkið er létt og fjaðurmagnað, brokk- ferðin góð og kemur mjög vel við. Honum er ekki eðli- Iegt að tölta fram af hægagangi, en yfirfefðin á tölti er góð. Skeiðið er ekki mikið og virðist ekki hestinum eiginlegt. Viljinn er léttur og skaplyndið gott. Þessi hestur er svo sérstæður, að viðbúið er, að árangur af því að blanda honum í mjög ólíka hestastofna, verði misjafn og óviss. Hinsvegar er hin sérstaka Iétta bygg- ing hestsins svo áberandi, að það væri þess vert að gera tilraun með að festa þá eiginleika í sérstökum stofni. Yrði það helzt gert með því að viðhafa skyldleikarækt. T.d. mætti velja hóp af hryssum undan hestinum, með séreinkennum hans, og nota hann handa þeim f nokkur ár. Þá mætti ennfremur æxla saman hálfsystkinum. Ef hesturínn reyndist vel arffastur, og ekki koma fram d- berandi gallar við skyldleikarœktina, er sennilegt að tak- ast mætti að koma upp stofni, er hefði kosti og sér- einkenni hestsins. Yrði sá stofn allmikið frábrugðinn hrossum eins og þau almennt gerast hér á landi. Framhald.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.