Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 29
FREYR 117 GUÐMUNDUR JÓNSSON: *R Nauðsyn fjölbreyttari framleiðslu Framleiðsluráð landbúnaðarins skipaði fimm manna nefnd hinn 25. október 1951 til að gera tillögur um: 1) Aðstöðu landbúnaðarins til aukinnar kornræktar. 2) Hvaða aðgerða sé þörf til að auka kornræktina, ef aðstaða hennar hér- lendis þykir þess eðlis, að það hafi þýð- ingu fyrir landbúnaðinn. Nefndina skipuðu Sverrir Gíslason, Hvammi, Jón Sigurðsson, Reynistað, Klem- enz Kr. Kristjánsson, Sámsstöðum, Runólf- ur Sveinsson, Gunnarsholti og Pálmi Ein- arsson, sem var tilnefndur formaður nefnd- arinnar. Nefndin gekk frá nefndaráliti og frumvarpi til laga um kornrækt 30. októ- ber 1952. Frumvarp þetta og nefndarálit sendi Framleiðsluráð landbúnaðarins landbúnað- arnefnd neðri deildar Alþingis 3. des. 1952 með tilmælum um, að nefndin flytti það þá á þinginu. Nefndin flutti þó frumvarpið ekki fyrr en á næsta þingi, í apríl 1954, um viku fyrir þingslit. Komst það þá til nefnd- ar. Ekki hefur frumvarpið verið flutt á yfir- standandi þingi. Virðist það því eiga litlu fylgi að fagna hjá Alþingi og ríkisstjórn. Efni frumvarpsins. Gera skal kornyrkjusamninga við allt að 10 bændur eða kornræktarfélög, sem bænd- ur standa að, fyrsta árið, og síðan 10 bænd- ur á ári til viðbótar í 10 ár. Framlög ríkis- ins til kornyrkju hvers bónda séu allt að 15.000 kr. stofnframlag til vélakaupa, og auk þess 3600 kr. framlag á ári í 10 ár. Almenn- ur j arðræktarstyrkur greiðist ekki á þá jarðvinnslu, sem samningur um kornyrkju nær til. Þau skilyrði eru sett, að kornræktin verði staðsett þar, sem korn nær fullum þroska í öllu venjulegu árferði, og fyrir hendi séu minnst 20 hektarar af ræktanlegu landi, sem sé girt fjárheldri girðingu og full- þurrkað. Þá verða aðilar að skuldbinda sig til að rækta bygg og hafra á minnst 10 hekturum lands í 10 ár og hlíta þeim reglum, sem settar verða um ræktun og skýrsluhald. Enn fremur eru ákvæði um verðlauna- veitingar o. fl. Gallar frumvarpsins. Ef frumvarpið yrði að lögum, gætu út- gjöld ríkisins vegna þeirra orðið allt að hálfri milljón kr. á ári, og er það án efa aðalorsök þess, að það hefur ekki hlotið fylgi Alþingis eða ríkisstjórnarinnar. Þau framlög, sem frumvarpið gerir ráð fyrir til styrktar kornræktinni, virðast hafa sann- fært þingmennina um, að kornræktin geti ekki þrifizt án opinberra styrkja, og þeim í 1. og 2. flokk flokkaðist 9.228.949 kg., eða 96,41%, og 343.835 kg. mjólkurinnar flokk- aðist í 3. og 4 flokk, eða 3,59%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera, 8.339.072 kg., eða 96,28%, og 322.428 kg. mjólkurinnar flokkaðist í 3. og 4. flokk, eða 3,72%. Mjólkursamlag Þingeyinga, Húsavik. Á þessu mjólkursvæði eru um 245 fram- leiðendur (innleggjendur). Innvegin mjólk reyndist vera, 1.674.130 kg., sem er 157.435 kg. meira magn en á ár- inu 1953 ,eða 10,38% aukning. í 1. og 2. flokk flokkaðist 1.608.245 kg„ eða 96,06%, og 65.885 kg. mjólkurinnar flokkaðist í 3. og 4. flokk, eða 3,94%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera, 1.402.571 kg, eða 92,48%, og 114.124 kg. mjólkurinnar flokkaðist í 3. og 4. flokk, eða 7,52%.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.