Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1955, Side 31

Freyr - 01.04.1955, Side 31
FREYR 119 lánsins og í söluhæfu ástandi, ef eigand- inn óskar að selja vélarnar og hætta korn- ræktinni, enda greiðast þá eftirstöðvar lánsins með andvirði vélanna. Auk þessa þarf svo að láta bændum í té alla nauð- synlega fræðslu um ræktun kornsins. Mætti t. d. hafa sýnireiti í kornrækt undir umsjá umferðaráðunauta. Með þessu fyrirkomulagi þarf ekkert fé að greiða úr ríkissjóði vegna kornræktar- innar. Reyndar þarf að útvega lán, en það ætti ekki að vera sérstökum vandkvæðum bundið. Ríkisvaldið myndi því fremur verða fáanlegt til að ganga inn á þessa braut, heldur en veita óendurkræf fram- lög. Þá er þessi leið einnig miklu hagstæðari fyrir bændur. Þeir fá í byrjun meiri fjár- hagslegan stuðning, geta byrjað fyrst í smáum stil, en aukið ræktunina síðan smám saman, eftir því sem reynsla vex og ástæð- ur leyfa. Einnig geta þeir hætt við korn- ræktina hvenær sem er, þeim að skaðlausu. Á þennan hátt verður kornræktin jafn- rétthá öðrum búgreinum, og keppir því við þær á eðlilegum grundvelli. Mun þá fljótt koma í ljós, hve arðvænleg hún reynist. Kornræktin sparar erlendan gjaldeyri. Til þess að fá hugmynd um, hve fljótt eyðsla erlends gjaldeyris — vegna kaupa á kornræktarvélum og annars stofnkostnaðar — endurgreiðist, verður hér sett áætlun um stofnkostnað, og tekjur og gjöld vegna kornræktar í 20 hekturum lands. Eru að- eins tekin þau atriði, sem reikna má í er- lendum gjaldeyri. Tekjur: 400 tunnur korn 200/00 .... kr. 80.000.00 800 hestar hálmur 12/50 .... — 10.000.00 Samtals kr. 90.000.00 Gjöld: Kornræktarvélar ............. kr. 26.500.00 Áburður og útsæði ............. — 30.000.00 Vinna ......................... — 18.000.00 Korn- og vélageymsla........ — 15.500.00 Samtals kr. 90.000.00 Áætlun þessi byggist að allmiklu leyti á áætlun, sem Klemenz á Sámsstöðum hef- ur gert. (Sjá Árbók landbúnaðarins 1952, bls. 40, en nefndarálit kornræktarnefnd- arinnar er í sama árgangi, bls. 193—211). Klemenz reiknar korntunnuna á 250 kr., en hún má ekki fara mikið yfir 200 kr., ef verðið á að vera sambærilegt við verð á erlendu korni. Hér er hálmurinn reiknað- ur á fjórðung þess verðs, sem Klemenz reiknar hann, enda er hann aukaafurð, sem ekki má meta hátt. Hálmurinn sparar ó- beint erlendan gjaldeyri, af því að hann getur komið í stað heys, og þar með spar- að áburðarkaup. Kornræktarvélarnar eru reiknaðar með því verði, sem kornræktarnefndin telur þær kosta komnar til landsins, og munu þær vera fullnægjandi til að rækta korn i 20 hekturum lands Hér er áburður og út- sæði áætlað aðeins lægra en Klemenz á- ætlar það, og er það í samræmi við lægra kornverð. Vinnukostnað áætlar Klemenz 2250 kr. á hektara. Þar af má áætla erlendan gjald- eyri 40%, eða 18.000 kr. fyrir 20 hektara. Eftir verða þá 15.500 kr., sem ættu að nægja til að greiða erlendan kostnað við byggingu kornhlöðu og vélageymslu. Þó að útreikningur þessi sé ekki ná- kvæmur, sýnir hann samt, að kornrœktin getur greitt erlendan stofnkostnað sinn að fullu, með sparnaði á erlendum gjaldeyri strax á fyrsta ári, ef notuð er fullkomin vél- tækni og engin veruleg óhöpp koma fyrir. Mun verða erfitt að benda á aðra fram- leiðslugrein, sem hefur meiri gjaldeyris- sparnað í för með sér í hlutfalli við stofn- kostnað. Áburðarverksmiðjan mun t. d. þurfa um 5—7 ár til þess, að endurgreiða er- lendan stofnkostnað sinn með framleiðslu sinni. Nauðsyn fjölbreyttari framleiðslu. Að undanförnu hefur miklu fjármagni verið veitt í landbúnaðinn, aðallega í láns- fjárformi. Árin 1950—1954 lánaði Búnaðar- bankinn til framkvæmda í sveitum sam- tals um 140 millj. kr., þar af um 35 millj. kr. árið 1954, en samt voru óafgreiddar

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.