Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 32
120 FREYR lánsbeiðnir um síðustu áramót að upphæð 8—10 millj. kr. Árangurinn er líka farinn að koma í ljós. Sauðfé fjölgar mjög ört. í árslok 1952 var tala þess 443 þús., í árslok 1953 544 þús. og um síðustu áramót mun tala þess sennilega vera talsvert yfir 600 þús. Af þessu leiðir, að næsta haust mun þurfa að flytja út al'l- mikið magn af kjöti, og verður verð þess sennilega lægra, en það verð, sem fæst á innlendum markaði. Verra er þó, ef féð verður jafnframt rýrara, eftir því sem fjölgar í högunum. Mjólkurframleiðslan má nú alls ekki vera meiri, ef mjólkurvörurnar eiga allar að seljast á innlendum markaði. Smjör- birgðir voru 1. jan. 1954 210 tonn, 31. maí höfðu þær lækkað niður í 88 tonn, en uxu síðan aftur og voru komnar upp í 192 tonn 1. okt. s. 1. Verð á mjólkurvörum á erlend- um markaði er svo lágt, að útflutningur getur ekki borgað sig. Er því mjög var- hugavert að auka mjólkurframleiðsluna að ráði frá því, sem nú er. Það er því mikil nauðsyn fyrir bændur að gera framleiðsluna fjölbreyttari en hún er nú, og við því má jafnvel búast, að sú mikla fyrirgreiðsla, sem bændur njóta nú af hálfu ríkisvaldsins, verði þeim til lítilla nytja, ef þeir gera sér þetta ekki vel ljóst. Kornræktin getur orðið drjúgt spor í þessa átt, ef rétt er á haldið. Sú mótbára hefur komið fram, að kornið nái hér ekki öruggum þroska í öllum ár- um, en það gera kartöflur heldur ekki, og dettur þó engum í hug, að hætta skuli kartöflurækt. Kornið hefur líka það fram yfir kartöflurnar, að það þolir lengri geymslu og ekki mun skorta markað að sinni, en nú mun vera flutt inn kolvetna- fóður fyrir um 20 millj. kr. á ári. Þá kunna sumir að álíta, að ekki verði unnt að hafa sáðskipti, en það er misskiln- ingur, því að í sáðskiptiræktun með korn- rækt má hafa túnrækt og garðrækt. Einnig getur hörrækt komið hér til greina, ef hún reynist hafa framtíð fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur boðað, að hún muni beita sér fyrir aukningu jarðræktarfram- lagsins, meðal annars hyggst hún auka framlag til skurða úr 50% í 70%. Gæti þetta fé ekki orðið bændum til meira gagns með því að nota það til styrktar kornræktinni? Kópsvatni, 17. janúar 1955. Fiutningar á snjóbíl Svo sem kunnugt er gerði þurramæði vart við sig á ný á s.l. hausti. I tilefni af því hefur þótt ástæða til að tryggja mjög varnarlínur við grunsöm fjárskiptasvæði og hefur sauðcjársjúkdómanefnd ákveðið að láta girða, á næsta vori, 60—70 km. langar girðingar. Meiri hluti þeirra verður lagður á heiðum og afréttarlöndum og er víða mjög e:fitt að koma efni þangað að sumrinu. Þess vegna var leitað eftir því við Guðmund Jónasson, sem kunnur er fyrir ferðalög á snjóbíl, hvort hann vildi taka að sér flutninga á meiri hluta þessa girðingarefnis. Und- anfarnar 3 vikur fyrri hluta marz hefur Guðmundur unn- ið að þessum flutningum. Flutti hann efnið á tíuhjóla- bílum norður á Holtavörðuheiði og til Hrútafjarðar, þar eð heiðin var ófær öðrum bílum. En þaðan hefur hann dreif efninu á snjóbílnum, um 40 tonnum, á vegalengd er nemur rúmum 40 km. Er það á 12 km. línu frá IJrútafirði vestur í Skeggjagil, á 24 km. línu frá Dæld á Holtavörðuheiði austur að Hvíslarvötnum á Tvídægru og á S km. línu norður frá Arnarvatni og er lang lengst að flytja þangað. Auk þess hefur hann dreift nokkru af vír meðfram girðingu, sem liggur upp úr Hvítársíðu norður í Hvíslarvötn. Tíðin var erfið framan af tímanum og lengst af dimm- viðri á heiðum. Varð Guðmundur að grípa hvert tæki- færi þegar upp rofaði til þess að vera alltaf viðbúinn. Gisti hann flestar næturnar I Sæluhúsinu á Holtavörðu- heiði. Vafasamt er að framkvæmanlegt hefði verið að koma þessum flutningum í kring að sumarlagi, einkum af því að skortur er á hestum og reiðverum til þeirra hluta. Var því mjög árlðandi að geta flutt efnið á þennan hátt. Guðmundur hefur nú, eins og oft áður, sýnt mikinn dugnað og árvekni I störfum og er það honum að þakka ásamt hinu hentuga farartæki, snjóbílnum, hversu greið- lega hefur tekist að afkasta svo miklu verki á skömm- um tíma. S. F.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.