Freyr - 01.04.1955, Page 36
124
FRE YR
ÓLAFUR SIGURÐSSON:
Tvennskonar fjós
Á milli jóla og nýárs fór ég suður að Ny-
köbing á Falstri, Þar býr náfrænka min,
Karilla, dóttir Björns Ólafssonar augn-
læknis, bróður föður míns. Maður hennar
er mjög duglegur olíusali og þekkir hann
alla betri bændur á Falstri og Lálandi.
Bauð hann mér að fara með mig hvert sem
ég óskaði um þessar þéttbyggðu eyjar og
sjá það, sem ég helzt vildi. Ég kvaðst vilja
sjá lausgöngufjós, sem þeir kalla „lösdrift",
og svo reglulegt stórbýli.
Fóru þau hjón með mig fyrst að Eyrar-
nesi (Örenæs) á Falstri. Þar býr Godsejer
Otto Vilhelm. Hefur hann lausgöngufjós og
eitthvað yfir 80 nautgripi. Þarna lágu kýrn-
ar í hálmdyngjunni og virtust una sér hið
bezta. Dyr voru opnar á fjósinu, það stórar,
að bíll gat um þær gengið. Dálítið var heit-
ara inni en úti; þar var hitinn 1 stig, en
logn. f hálminum sagði bóndinn að væri
38° gerhiti. Sumar kýrnar voru úti og átu
rófnakál. Nokkuð var hlaupagarðurinn
blautur og hefði ég hugsað, að hann mætti
vera stærri fyrir betta marga gripi. Kýrn-
ar gátu gengið út og inn eftir vild, en hurð-
um var lokað um nætur. Einu sinni á ári
er allri dyngjunni ekið út. í hálmdyngjunni
er ekki hægt að mjólka kýrnar; eru þær þá
reknar á þar til gerða 4 bása. Þar eta þær
fóðurbæti meðan mjaltað er. Eftir að þær
hafa verið mjólkaðar ganga þær aðra leið
í fjósið og 4 koma þegar í þeirra stað. Þess-
ir básar voru í öðrum enda mjólkurhússins,
sem var mjög rúmgott.
Þannig er hér um búið, að milli tveggja
bása er metersbreiður og 75 sm djúpur
skurður eða gryfja. Mj altamaðurinn hefur
þá tvær kýr, sína hvoru megin við sig og
standa þær 75 sm hærra en hann. Er mjög
þægilegt að þvo og hreinsa af júgrinu og
setja vélarnar á. Stendur mjaltafatan niðri
á gólfinu hjá manninum. Voru tveir menn
sem mjólkuðu og var samskonar útbúnaður
hjá báðum. Sameinuðust svo þessir skurðir
í einum tröppum upp á mj óikurhúsgólfið,
þar sem mjólkin var kæld.
Bóndinn taldi, að kýrnar mjólkuðu ekki
verr en með gamla útbúnaðinum og hreysti
dýranna mundi verða meiri. Ekki var ég á-
nægður með þetta lausgöngufjós. Kýrnar
voru alls ekki hreinar, dálítið flórlæraðar.
En þess ber að gæta, að þetta fjós er gert
upp úr gamalli fjósbyggingu og alls ekki
eins haganlega fyrir komið og á hentugum
stað eins og þegar byggt er með lausgöngu
í huga. Mér þykir mjög vænt um að hafa
séð lausgöngu mjólkurkúa með eigin aug-
um. En samt er ég dálítið vantrúaður á, að
við getum þannig farið með mjólkurkýr
okkar, til þess er veðráttan of rysjótt hér.
En gott er að hafa hlaupagarð til að hleypa
út þangað mjólkurkúm ætíð þegar veður
leyfir, og þar hefðu þær í að grípa hey-
stakk, tel ég víst framtíðarmál, og laus-
göngu geldneyta á uppvaxtarskeiði sjálf-
sagða, og svo holdanaut, þegar okkur hlotn-
ast sú náð. Margir munu segja, að okkur
vanti hálminn til undirburðar, en svo verð-
ur ekki í framtiðinni. Áður en varir kemst
hver bóndi í margra ára heyfyrningar, og
eftir að þær eru 4—5 ára, er ekkert annað
við þær að gera en láta þær falla til jarð-
c* r~ d/ / 1 i
—T | j *j . ti*"*""1 F //erffay' /uv-éair - Sf/a
A7cx/;/<;V'CJsJ/ /.• /OQ
Grunnmynd af norsku grindafjóst.