Freyr - 01.04.1955, Síða 37
F R E Y R
125
arinnar aftur og lofa ungviðinu að liggja
á heyinu áður og bæta það með sínum dag-
legu afurðum. Oft hefur verið talað um mó-
mylsnu sem ágætan undirburð í fjósum.
Ég hef reynt móinn í nokkur ár og tel hann
algerlega óhæfan. Fyrst og fremst er hann
mjög dýr að taka upp og þurrka, hreykja,
flytja heim og mylja hann eða mala. Verð-
ur það að gerast í sérstöku húsi eða kofa
vegna ryksins. Er það í sannleika sagt eitt
versta verk, sem ég hef unnið. Hvað hægt,
sem maður fer með mylsnuna um fjósið,
verður allt fullt af rykti, sem sezt á dýrin.
Þar sem kýrnar liggja á undirburðinum,
sezt þetta fína duft í hárin á júgrinu og
kviðnum og mjög er erfitt að verka það svo
úr, þótt þvegið sé, að ekki setjist dust á botn
mjaltafötunnar. En áburðurinn hefur harla
gott af mómylsnunni.
* * *
Úr lausgöngufjósinu á Eyrarnesi óku þau
hjón með mig suður á Láland. Sagðist gest-
gjafi minn og leiðsögumaður, Jens Ander-
sen, gjarnan vilja sýna mér eitthvað betra
í dönskum búskap en þetta lausgöngufjós.
(Hann var ekki hrifinn af þeirri drift.) Var
nú ekið að stórbýlinu Sædingegaard, Rödby,
Lolland, 1200 sn. lands eða 600 ha. Þar býr
Godsejer Svend Nymann, ungur bóndi og
röskur. Hefur hann kornrækt mikla og
sagði, að mikið af korni sínu hefði orðið
ónýtt í gamla daga vegna óvenjulegra rign-
inga, en nú þurrkaði hann það allt í olíu-
kynntum þurrkara. (Þetta ár hafði Sveinn
stórbóndi keypt 100 þús. lítra af benzíni og
olíum hjá Jens Andersen.)
Alls voru á búinu 270 nautgripir. í fjós-
inu voru eitthvað yfir 200 mjólkandi kýr, en
það tók 300. Fjórir menn hirtu þær og
mjólkuðu, og einnig hirtu þeir geldneytin,
sem voru í öðru húsi. Daginn áður en við
komum þangað hafði hann sent í slátur-
húsið 130 svín. En hvað mörg voru eftir lif-
andi, veit ég ekki, en margar voru stíurnar
með grísum á ýmsum aldri. Ein gyltan var
að gjóta. Var hafður þar sterkur raflampi
með rauðu ljósi undir skermi, sem smágrís-
irnir voru látnir undir, líkt og hænuungar
Öll hirðing og umgangur var í hinu ágæt-
undir fóstru.
, , _ /o rí/<f
/rj/ur/^ce/r/
/ÖO£>/?- — (/A/ A'ts/OCAT
«5 ö /Vt5C'&
(h *■/*.( méf J’tsá'r/ }
ii »i. ....—i—ww m —----------r
Grunnmynd aj dönsku lausgöngufjósi.
asta lagi, hvar sem litið var, og þó með
gamla laginu. Hesthús yfir 40 hesta var
þarna, en í því aðeins 3 hross. Sagði Sveinn
bóndi, að hestar væru að veröa óþarfir með
öllu.
Allar byggingar voru æfagamlar, ramm-
gerðar og fagrar. Starfsmannahús með 20
herbergjum myndaði eina álmuna í húsa-
garðinum. Þar bjó nú bara einn maður. Þess
utan voru smá íbúðarhús fyrir starfs-
mannafjölskyldur. Var ótrúlegt, hvað þessi
stórbúskapur var rekinn með fáu fólki.
íbúðarhúsið var „Slot“ eða höll. Þegar við
komum var okkur boðið inn og borið fyrir
okkur portvín og kökur og spjallað um
stund. Þá fórum við að skoða búskapinn, en
frúrnar sátu inni og skröfuðu. Þegar við
komum inn aftur var tekin góð hestaskál.
Menn kvöddust í skyndi og við héldum okk-
ar leið. Höfðum við þá ekið nokkuð á ann-
að hundrað km.
Mér varð hugsað til húsfreyjanna heima,
er gesti ber snögglega að garði. Allt það um-
stang með kaffihitun og öllu því, sem þar
til heyrir. — Það er einn harður vinnu-
sprettur og ekki leið fyrir húsfreyjuna að
tala við gesti sína svo nokkru nemi. Þessu
verður að breyta, bæði vegna minnkandi
starfskrafta á heimilum og hraða ferða-
fólksins.