Freyr - 01.04.1955, Síða 40
PREYR
128
allt aS hálfri öld aftur í tímann. Nú segir
Helgi: „Um nautið Suðra er það að segja,
að ég keypti hann og sendi norður í Mý-
vatnssveit. Hann var undan Huppu nr. 12 á
Kluftum. Við vitum hvað móðir Huppu hét,
en svo getum við ekki rakið þá ætt lengra
aftur í tímann“.
Þannig var á haldið kynbótastarfsem-
inni, einnig í nautgriparækt. Fjórðungur
ætternis og erfðavona er gersamlega óþekkt
þegar sendur er kynbótagripur í annan
landsfjórðung. Minni kröfur en þetta virð-
ast gilda í sauðfjárrækt. Helgi virðist vera
hreykinn af að hafa sent „Suðra“ norður.
Þegar ég ritaði grein mína í vor, vissi
ég ekki betur en Suðri hefði vel gefizt. Rétt
eftir að greinin var send, upplýsti héraðs-
ráðunautur okkar að mjög skipti í tvö horn
með afkomendur „Suðra“. Sumir reyndust
mjög vel, aðrir mjög illa og hefðu litla af-
urðahæfni. Auk þess koma fram aðrir gall-
ar, svo sem ófrjósemi. Þetta er alveg það
sem við mátti búast. Vitað er að Huppa á
Kluftum var ágætur einstaklingur, en hálf
ætt hennar er ókunn. Það er sama handa-
hófið og gilt hefur í sauðfjárrækt, að selja
son hennar sem örugga kynbótaskepnu.
4. Ekki færir Helgi enn neinar sannanir
fyrir því, að visst fjárbragð og vaxtarlag
gefi mestar afurðir. Hann segir aðeins, að
allir fjárræktarmenn viti þetta. Ofvitar
verða stundum manna ósnjallastir, vegna
þess að þeir þykjast ekki þurfa að afla sér
sannana, Þetta er eitt af því marga, sem
þarf að kryfja til mergjar í okkar búfræði
og hefur enga þýðingu að fjargviðrast yfir
heimsku minni, þó að ég fallist ekki á allar
kenningar hinna „sauðvísu“ að órannsök-
uðu máli.
5. Ekki færir Helgi fremur sannanir fyrir
því, að auknar afurðir af sauðfé almennt
stafi frá kynbótum. Það er sannanlegt, að
bætt meðferð, aukið fóðurmagn, fleiri tví-
lembur og bætt lambahöld, eiga þar mestan
þátt. Hitt er hvorki hægt að sanna né af-
sanna, að kynbætur almennt í landinu valdi
þar einhverju.
6. Ég dáist að Sigurgeiri á Helluvaði,
sem hinum fremsta fjárræktarmanni gamla
skólans. Sigurgeir átti, að allra dómi, gott
fé og komst lengra í kynfestu en flestir
aðrir. En jafnframt hafði hann vitsmuni
til þess að þekkja takmörk þeirra aðferða,
sem beitt var við fjárrækt um hans daga
hér í sýslu. Það sýna orðin sem Helgi Har-
aldsson hefur eftir honum. Hann varar
Helga við að flytja þingeyzkt fé suður. Hann
veit, að svo er „grunnt á göllunum“ að féð
þolir ekki hreinræktun með skyldleika.
Þetta er nokkuð annað viðhorf, og meiri
sjálfsgagnrýni, en hjá þeim Jóni og Helga,
sem aldrei þreytast á að gera sig gilda, með
því að vefja utan um sig einu laginu af öðru
af sjálfshóli í ræðu og riti.
í sumar barst mér af tilviljun rit á ensku,
með myndum af öllum helztu búfjárkynj-
um Breta, hestum, nautgripum, svínum og
sauðum. Lýst var sérkennum kynjanna,
sagt frá afurðahæfni, og hversu hvert
þeirra var til orðið. Flest voru þau sköpuð
með ræktun og markvissu úrvali margra
kynslóða, og búin að ná traustri kynfestu.
Mér kom í hug hversu óralangt er enn frá
þvi, að við séum nokkursstaðar búnir að
skapa hreint úrvalskyn í líkingu við hin
ensku, sem lýst var í bók þessari.
Ekki efa ég það, að Huppa frá Kluftum
hefur verið ágætur einstaklingur að af-
urðahæfni. Mér þykir einnig mjög trúlegt,
að Gullhúfa Jóns á Laxamýri hafi verið væn
ær og afurðamikil. Þetta láta þeir sér nægja
Jón á Laxamýri og Helgi á Hrafnkelsstöð-
um.
Nú upplýsir Helgi, að helmingur af
Huppukyni sé ókunnur. Reynslan sýnir
að sennilega koma mjög slæmir gallar frá
þessum ókunna ættstofni.
Líkt er ástatt með Gullhúfu á Laxamýri.
Jón veit um nafn á móður hennar og föður,
en ósennilega getur hann rakið ætt hennar
og gefid ábyggilega skýrslu um afurða-
hœfni, hreysti og aðra kosti ættmæðra
hennar og ættfeðra í marga liði. Það gæti
vel hugsazt, að góður stofn kæmi út af góð-
um einstaklingum, eins og Huppu og Gull-
húfu. En það er ómögulegt að treysta slíku.
Til þess er ættin of ókunn. Hreint kyn, með
föstum erfðum verður ekki skapað, nema
með úrvali og löngum tíma.
Aðferðir þær, sem hingað til hafa verið