Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 41

Freyr - 01.04.1955, Qupperneq 41
FREYR 129 Guðmundur Gíslason Hagalín: Konan í dalnum og dœturnar sjö. Bókaútgáfan „NORÐRI" 1954. Bækur Norðra eru yfirleitt smekklega til fara. Svo er og um þessa bók. Er sá þáttur bókaútgáfu ætíð þakkar- efni, og því meira, sem bókin hefur fleira og betra að flytja. Og Hagalín er ekki lengur neitt barn f lögum um bókagerð, enda í hópi okkar ritfærari manna. Hefur hin nýja gerð Islendingasagna vaxið í höndum hans, og er honum sæmd að. Þegar augum er rennt yfir þessa bók, verður trauðla annað sagt, en að hlutur hans hafi enn vaxið, og sé að mörgu hinn ágætasti. Nýtur frásagnar- stíll hans sín víða prýðilega. Þó verð ég að játa, að mér fannst hinn vestfirzki málblær höfundar ekki eiga að fullu heima í skagfirzkum frásögnum. Þó þykir mér mjög vænt um þá rækt, sem Hagalín hefur lagt við þann málblæ, sem hann nam við kné móður sinnar. Hefur hann með þeim frásagnarháttum auðgað tunguna mjög að blæbrigðum. En trú mín er, að hann mundi um ýmislegt hnjóta, ef saga móður hans væri sögð undir skagfirzkum frásagnarháttum og málvenjum. Trúlegt er og, að um þessa hnökra hnjóti þeir einir, sem það eitt kunna af tungu vorri, er þeir námu af vörum skagfirzkra mæðra. En hvar mundu þessi blæbrigði vernduð, ef ekki i slíkum bókum, sem hér ræðir um? En hvað sem þessu líður, er víst, að hlutir höfundar og útgefanda eru þeim til sæmdar. Þó eru það hinir rírari þættir bókarinnar. Hinn þaulvígði þáttur hennar er sagan sjálf, og þó einkum hinn óskráði þáttur hennar, — þáttur sem enginn getur skrásett, nema lífið sjálft, — þroskasaga konunnar, —baráttusaga hetjunnar. — Þroskasagan er að vísu ágætlega dregin af hendi höfund- ar, það sem hún nær. Þar blasir við okkur við- kvæmt og bljúggeðja barn á heimiii, sem alls þarf við til afkomunnar, tápmikill unglingur, ófyrirleitin stelpa, sem jafnvei svífst þess ekki, að vaða Héraðsvötn í krapa- burði, og labbar nær daglangt án fataskipta, eftir að hafa fengið sér vetrarbað í Vötnunum, og með eitt og annað af hliðstæðum athöfnum í háttum sínum. Við sjáum hana breytast úr þessu baldna gerfi í hjálpfúsa, hugdjarfa konu, ástríka eiginkonu, fórnfúsa móður, án þess að sleppa nokkru sinni hendi af víkingnum í sál sinni og háttum, enda krefst lífið þess af henni, að við hann sé lögð full rækt. Baráttusögu hetjunnar verður svo hver að draga eftir því, sem hann er drengurinn til. Hún liggur milli línanna í bókinni. Þar er aðeins bent á baráttuna við veikindi, ástvinamissi, mislynda veðráttu, fjöll og firnindi, veg- leysur og torfærur, vanskilinn bókstaf, lítið og þýft tún, fallandi húsakost og alls staðar gengið með sigur af hólmi. En þar er líka bent á eitt og annað, sem gengið hefur til liðs, íslenzka hjálpfýsi og gestrisni, endurgold- inn drengskap, hjálpandi hönd þegar hennar er þörf, og síðast en ekki síst trú, — trú á hjálparmögn hulinna valda, trú á sigur. — En hún er líka saga þess manngildis, sem berst og sigrar, án þess að níða skóinn af þeim, sem næst standa, þeirrar menningar, sem feiur lífsnautn sína í slíkum sigrum; án þess að krefjast mats eða mælinga á þeim fórnum, sem sigrana hafa skapað. Sá þáttur verður ekki skýrður, — né skilinn til fulls, — af bókfelli, enda verður það, sem á bak við hann stendur, hvorki vegið á vog né máli mælt. Hafi þeir ,sem að gerð bókarinnar unnu, þökk fyrir sín handtök. En fyllstu þökk mína vildi ég færa Moniku í Merkigili fyrir hinn óskráða bátt bókarinnar, fyrir það manngildi, sem stendur að baki hinnar arfgengu jötun- mennsku, sem sögu hennar hefur skapað. — Guðm. Jósafatsson. notaðar í búfjárrækt, eru fullkomið handa- hóf. Hrútar eru að vísu valdir undan „góð- um ám“ og naut undan „góðum kúm.“ En hin þrautgóða og langsæja ræktun, á borð við hreinræktun hinna brezku kynja er víðsfjarri. Meðan handahófið ræður og ekki er vitað um alla ættstuðla kynbótagripanna langt aftur, getur alltaf verið grunnt á göll- um, og þeir komið fram, er minnst varir. Kynbótastarfsemi búfjárins verður að byggja upp alveg af nýjum grunni. Það verður ekki gert af þeim mönnum, sem eru jafn harðánægðir með sjálfa sig og þann árangur, sem þeir eru búnir að ná, eins og þeir Gísli, Jón og Helgi. Ritað í Yztafelli um áramótin 1954—55.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.