Freyr - 01.04.1955, Síða 42
130
PRE YR
Rannsóknarstofnun í kjötiðnaði
í Danmörku.
Danskar kjötiðnaðarstöðvar hafa reist nýja rann-
sóknastofnun í Hróarskeldu. Er þess vænzt að stoínunin
leggi mikilvægan skerf til umbóta og þróunar í dönskum
kjötiðnaði. Auk rannsóknarstarfa, mun stofnunin fylgjast
vandlega með vörugæðum á útfluttu kjöti.
Hvenœr er kýrin mett?
Samkvæmt sænskum athugunum, er kýr södd, er hún
hefur etið visst magn af ómeltanlegum, lífrænum efnum,
sem eru í fóðrinu. Þetta magn ákvarðast alveg af því,
hvort meltingarfærin geta rúmað þennan hluta af fæð-
unni. Fyrir kú, sem er S00 kg. að þyngd, ætti þetta
magn að nema 4,3 kg. Yfirleitt er þó miðað við þurrefni
fóðursins við útreikning meltunarstigsins, en þá er 12—
1S kg. þurrefni talið vera hámark til þess að 500 kíló-
gramma kýr sé mett. I þessu sambandi má benda á það,
að íslenzkir nautgripir eru allmiklu léttari en sænskir.
Islenzka kýrin vegur um 360 kg. að meðaltali.
Sendiráðunautar
Búnaðarfélags íslands, er síðan í byrjun febrúar hafa
ferðast um og haft fundi með bændum á Vestur- og
Suðurlandi luku umferðinni fyrir páskana. Höfðu þá
fundir verið haldnir fyrir nær alla hreppa og kaupstaði
frá Grunnavíkurhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu í Hörgs-
landshrepp í Vestur-Skaftafellssýslu.
Fundirnir voru vel sóttir og áhugi meðal bænda fyrir
þeim málefnum, sem þar voru rædd.
„Sjdlfskiptar“ dráttarvélar.
Dráttarvélar með eins konar sjálfskiptingu fást nú í
Bandaríkjunum.
Skiptingin er þannig að auka má afl hvers gírs vél-
anna um 35% með því að hreyfa vogarstöng. Minnkar
þá hraði vélarinnar að sama skapi.
Þykir útbúnaður þessi mjög hentugur er um þungan
og breytilegan drátt er að ræða og örðugt og tafsamt er
að skipta um gír, svo sem þegar verið er að plægja, ýta
heyi og öðru o. fl.
Einnig er framleiddur sjálfvirkur útbúnaður til teng-
ingar vinnutækja við dráttarvélar.
Tengja og losa má flest tæki á ca. mínútu án þess að
fara úr sæti ökumanns. Tækin má svo stilla og stjórna
þeim úr sæti dráttarvélarinnar með vökvaafli.
Ef dráttarvélin verður föst við jarðvinnslu, má lyfta
henni þegar í stað úr hjólfarinu með vökvaafli þessu, svo
hægt sé að hlaða undir hjólið. Síðan má lyfta jarð-
vinnslutækinu upp úr jarðveginum og er þá vélin laus.
Búnaðarritið 1955 og skýrsla
V erkfœranefndar
fyrir árið 1954, nr. 1. eru nýlega komin út. Þessara
rita verður getið hér hér í blaðinu síðar.
Sprœkir, hundruð ára gamlir öldungar.
Hve gömul verða þau dýr, sem Iifa lengst? Verða þau
100, 200 eða 1000 ára! Til eru sögusagnir, er greina
frá fílum, sem hafa lifað í mörg þúsund ár — en það
eru og verða sögusagnir einar, segja vísindin. En villtir
fílar verða allt að 200 ára, hinir tömdu verða ekki nema
80—120 ára gamlir.
í einum af ritum sínum hefur UNESCO nýlega byrjað
með spurningadálk, þar sem rætt er um vísindi á þann
veg að auðskilið sé alþýðu manna. Margir lesendanna
hafa í þessum dálki m. a. spurt um aldur dýra. Nokkur
svör fara hér á eftir: Krókódíllinn verður mörg hundruð
ára gamall. Risaskjaldbakan verður a. m. k. 200 ára,
aldurs fílanna er þegar getið, perluskel yfir 100 ára, gedd-
an, laxinn verða 80-100 ára, fálkinn, uglan, hrafninn og
páfagaukurinn 60—100 ára, örnin og villigæsin 80 og
storkurinn 70. Yfirleitt verða dýr ekki eins gömul og
jurtir. Til eru runnar, sem eru taldir vera yfir 13000
ára gamlir.
Freyr-
BÚN AÐARBLAÐ
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. —
Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 8-22-01.
Áskriftarverð FREYS er kr. 50.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.