Freyr - 01.04.1955, Blaðsíða 46
F Y R I R IVI Æ L I
um litarmerkingu á sauðfé vorið 1955
1. gr.
Sauðfé og geitfé skal merkja, áður en þvi
er sleppt frá húsi í vor samkvæmt fyrir-
mælum þessum. Merkja skal greinilega,
þannig að mála hornin bæði að aftan og
framan, en forðast þó að mála yfir brenni-
mörk. Kollótt fé skal merkja á hnakka,
hægri eða vinstri kjamma, eftir því, sem
við á. Þess skal gætt að endurmerkja fé
við rúning, eftir því sem þörf krefur.
2. gr.
í Mýrdal skal merkja féð með krómgul-
um lit á bæði horn.
3. gr.
Féð í Rangárvallasýslu austan Ytri-
Rangárgirðingar skal vera ómerkt.
4. gr.
Á svæðinu milli Ytri-Rangárgirðingar og
Þjórsár skal merkja féð með rauðum lit á
bæði horn.
5. gr.
Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár—Ölfus-
ár skal merkja féð með bláum lit á bæði
horn.
6. gr.
í Biskupstungum skal merkja féð með
grænum lit á hægra horn.
. i : i ,
7. gr.
í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit,
austan Þingvallavatns og Þjóðgarðsins,
skal merkja féð með grænum lit á bæði
horn.
8. gr.
í Þingvallasveit, vestan Þingvallavatns
og Þjóðgarösins, Kjós, Kjalarnesi og Mos-
fellssveit, skal merkja féð með rauðum lit
á fcæði horn. Fé, sem haft kann að verða i
einangrun á tilraunastöðinni á Keldum,
skal merkja með dökkbláum lit á bæði
horn. Annað fé vestan Ölfusár og á Reykja-
nesskaga skal vera ómerkt.
9. gr.
í Borgarfjarðarsýslu, sunnan Skorra-
dalsgirðingar skal merkja féð með króm-
gulum lit á bæði horn. Annað fé í Borgar-
fjarðarsýslu og Hvítársíðu ofan varnar-
girðingar skal vera ómerkt.
10. gr.
í Mýrasýslu vestan Hvítársíðugirðingar
og austan Langár, og í Dalasýslu austan
Hörðudals og sunnan Hvammsfjarðar-
girðingar skal merkja féð með rauðum lit
á bæði horn.
11. gr.
í Mýrasýslu vestan Langár, í Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu austan Snæfells-
nesgirðingar og Hörðudals í Dalasýslu skal
merkja féð með hvítum lit á bæði horn.
12. gr.
í Miklaholtshreppi og Helgafellssveit
skal merkja féð með bláum lit á bæði horn.
Annað fé á Snæfellsnesi skal vera ómerkt.
13. gr.
í Dalahólfinu milli Hvammsfjarðargirð-