Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Fréttir DV Milljón til Jövu Hjálparstarf kirkjunn- ar sendir eina milljón króna til neyðaraðstoðar á Jövu í kjölfar jarðskjálft- ans 27. maí. Frumíjár- beiðni ACT-Alþjóðaneyð- arhjálpar kirkna til aðila sinna nemur rúmum 200 milljónum króna. Þrír ACT- aðilar starfa á Jövu. Unnið er að því að meta aðstæð- ur, um leið og matvælum og öðrum neyðargögnum er komið til fólks og hlúð er að særðum á þremur svæðum sem verst urðu úti; Bantul, Klaten og Boyolali. Hjálp- arstarflð hyggst sækja um framlag til stjórnvalda. Treg veiði í Norðurá Norðurá opnaði í gær- morgun og var þar á ferð stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur. Síðdegis í gær hafði enginn lax komið á land en samkvæmt upplýs- ingum úr veiðihúsinu var áin vatnsmikil og gruggug og aðstæður til veiða því erfiðar. Þeir sem voru í fyrsta hollinu voru þó sann- færðir um að lax væri kom- inn í ána, hann bara gæfi ekki færi á sér. Á síðasta ári kom enginn fiskur á land fyrsta daginn en þrátt fyrir það var veiðimet sett í ánni síðastliðið sumar er 3.138 laxar komu á land. Ákærðirfyrir árás á löggur Lögreglustjórinn í Hafn- arfirði hefur gefið út ákæru á hendur þeim Daníel Sæv- ari Péturssyni og Snorra Val Einarssyni fyrir eignaspjöll og líkamsárás. Þeir réðust á tvo óeinkennisklædda lög- reglumenn í júní í fyrra þar sem lögreglumennirnir sátu í ómerktri lögreglubifreið. Brutu þeir rúður sitthvoru- megin í bílnum þannig að glerbrotum ringdi yfir lög- reglumennina. Hlutu þeir hrufl og rispur af glerbrot- unum. Er gerð bótakrafa upp á tæpar 140 þúsund kr. auk refsingar. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi blaöamaður á DV & Hér ognú, og Bubbi Morthens mætast í Kastljósi Rikissjónvarpsins í kvöld. Þetta er sögulegur þáttur því Eiríkur og Bubbi hafa eldað grátt silfur frá því í fyrra þegar tímaritið Hér & nú birti forsíðumynd af Bubba reykjandi íbíl undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Eiríkur sagði við DV í gær að þetta hefði verið ánægjulegur fundur sem endaði með sáttum. Bubbi og Eiríkur leiðast sáttir inn í framtíðina Eiríkur og Bubbi sátu saman og ræddu málin við Sigmar Guðmundsson í gærdag þegar þátturinn var tekinn upp. Að sögn þeirra sem fylgdust með má búast við bráðskemmtilegum þætti í kvöld þar sem sögulegar sættir náðust. Báðir standa þeir á tíma- mótum þessi dægrin. Eiríkur hættur sem blaðamaður hjá DV og Bubbi á leið á sextugsaldurinn eftir fjóra daga. „Þetta var afar ánægjulegur fund- ur hjá okkur Bubba," sagði Eiríkur Jónsson í samtali við DV í gær. Hann sagði það löngu tímabært að þeir félagar hittust og gerðu upp ágrein- ingsefni sín. „Við höfum þekkst frá því að hann var í Kassagerðinni ári$ 1978 þannig að það var tímabært að hittast. Það náðust sættir og við mun- um ganga hönd í hönd inn í framtíð- ina,“ sagði Eiríkur. Ekkert mál af minni hálfu Bubbi lét ýmis ummæli falla um Eirík í kjölfar umfjöllunar Hér og nú um fall hans og framhjáhald fýrrver- andi konu hans en sagði í samtali við DV í gær að það hefði ekki verið mik- ið mál að hitta Eirík. „Við höfum aldrei eldað grátt silf- ur. Ég hef þekkt Eirík frá árinu 1978 þegar við kynntumst í gegnum sam- eiginlegan kunningja," sagði Bubbi. „Eiríki verður til að mynda hvorki boðið í afmælið hans Bubba né á tónleikana á þriðju- daginn Ánægjuleg samverustund Bubbi vildi ekki tjá sig um það hvort umfjöllun Hér & nú um persónu hans og fjölskyldu yrði gerð upp í þættinum í kvöld. „Ég lít svo á að ég sé enn í málaferl- um við 365 [innskot blm. móðurfé- lag DV og Hér & nú] og tel því ekki rétt að tjá mig um þetta mál," sagði Bubbi en bætti við að þetta hefði verið ánægjuleg samverustund með þeim Eiríki og Sigmari Guð- mundssyni. Sigmar Guðmundsson Tók viötal viö EirlkJónsson og Bubba Morthens og segist hafa greint bullandi spennu á milli þeirrra. Kurteisir en spenntir Sigmar Guðmundsson í Kastljósi, sem fékk það vandasama hlutverk að taka viðtal við Eirík og Bubba, sagði að andinn í þættinum hefði verið fínn. „Þeir voru mjög kurteisir en ég skynjaði bullandi spennu á milli þeirra. Eiríkur vildi að samskiptin í framtíðinni yrði vinsamlegri og þeir handsöluðu framtíðarvináttu sína í þættinum," sagði Sigmar. Eiríki ekki boðið í afmælið Sigmar sagði að þótt Bubbi hefði verið á sáttanótunum þá hefði hann ekki gengið alla leið. „Eiríki verður til að mynda hvorla boðið í afmælið hans Bubba né á tónleikana á þriðjudaginn. Fólk getur séð ástæðuna fýrir því í Kastljósinu í kvöld," sagði Sigmar. oskar@dv.is Að takast Svarthöfði hefur alltaf verið hrif- inn af mönnum sem koma á óvart. Mönnum sem eru einhvem veginn með bakið upp við vegg, byssuna uppi í kjaftinum - í raun í ómögulegri stöðu. Það er reyndar ekki oft sem slflca menn rekur á fjörur okkar íslendinga en einn slíkur hefur þó verið áberandi undan- famar vikur og mánuði. Svarthöfði hefur fylgst grannt með frambjóðandanum Bimi Inga Hrafns- syni undanfama mánuði. Bjöm Ingi tók að sér það vonlausa verkefni að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Álíka erfitt verkefni og reka Ríkisútvarpið með hagnaði, hugsaði Svarthöfði. En Bjöm Ingi var greini- lega ekki á sama máli. Flami tók til sinna ráða og stendur í dag uppi sem sigurvegari - næstvaldamesti maður- inn í Reykjavfloirborg. hið ómögulega Svarthöföi Svarthöfði hefur tekið eftir því að Bjöm Ingi er mikill keppnismaðm. Fyrir nokkmm mánuðum var Bjöm Ingi luralegur fituhlunkur með gler- augu. f dag er hann hins vegar sól- brúnn, í flottu formi og kominn með linsur. Fyrir nokkrum dögum mæld- ist Framsóknarflokkurinn með 3% fylgi í Reykjavík í skoðanakönnun- um og Bjöm Ingi var ljósárum frá því að komast inn í borgarstjóm. í dag er hann í borgarstjóm og eins og það sé ekki nóg, hann er líka formaður borg- arráðs. Bjöm Ingi er sigurvegari kosn- inganna, maður sem breytir grjóti í gull. Það má eiginlega lflcja Bimi Inga við persónuna Ethan Hunt úr Miss- ion Impossible-myndunum sem leik- inn er af Tom Cruise. Báðir takast þeir á við verkefni sem virðast ómöguleg úrslausnar en báðum tekst þeim að leysa þau. Á bak við Bjöm Inga er svo leikstjórinn Eggert Skúla- son. Afrek hans er ekld minna. Að koma lura- legum skósveini Hall- dórs Ásgrímssonar inn í borgarstjóm með nokkrum tímum í ljósabekk og ræktinni, heimsókn í gleraugna- búð og nokkmm úthugsuð- um ffösum. Það er ekki slæmt og ætti að auka hróður Eggerts sem almanna- tengils. f þetta sinn tókst honum í það minnsta hið ómögulega. Svarthöfdi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.