Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Fréttir DV Milljón til Jövu Hjálparstarf kirkjunn- ar sendir eina milljón króna til neyðaraðstoðar á Jövu í kjölfar jarðskjálft- ans 27. maí. Frumíjár- beiðni ACT-Alþjóðaneyð- arhjálpar kirkna til aðila sinna nemur rúmum 200 milljónum króna. Þrír ACT- aðilar starfa á Jövu. Unnið er að því að meta aðstæð- ur, um leið og matvælum og öðrum neyðargögnum er komið til fólks og hlúð er að særðum á þremur svæðum sem verst urðu úti; Bantul, Klaten og Boyolali. Hjálp- arstarflð hyggst sækja um framlag til stjórnvalda. Treg veiði í Norðurá Norðurá opnaði í gær- morgun og var þar á ferð stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur. Síðdegis í gær hafði enginn lax komið á land en samkvæmt upplýs- ingum úr veiðihúsinu var áin vatnsmikil og gruggug og aðstæður til veiða því erfiðar. Þeir sem voru í fyrsta hollinu voru þó sann- færðir um að lax væri kom- inn í ána, hann bara gæfi ekki færi á sér. Á síðasta ári kom enginn fiskur á land fyrsta daginn en þrátt fyrir það var veiðimet sett í ánni síðastliðið sumar er 3.138 laxar komu á land. Ákærðirfyrir árás á löggur Lögreglustjórinn í Hafn- arfirði hefur gefið út ákæru á hendur þeim Daníel Sæv- ari Péturssyni og Snorra Val Einarssyni fyrir eignaspjöll og líkamsárás. Þeir réðust á tvo óeinkennisklædda lög- reglumenn í júní í fyrra þar sem lögreglumennirnir sátu í ómerktri lögreglubifreið. Brutu þeir rúður sitthvoru- megin í bílnum þannig að glerbrotum ringdi yfir lög- reglumennina. Hlutu þeir hrufl og rispur af glerbrot- unum. Er gerð bótakrafa upp á tæpar 140 þúsund kr. auk refsingar. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi blaöamaður á DV & Hér ognú, og Bubbi Morthens mætast í Kastljósi Rikissjónvarpsins í kvöld. Þetta er sögulegur þáttur því Eiríkur og Bubbi hafa eldað grátt silfur frá því í fyrra þegar tímaritið Hér & nú birti forsíðumynd af Bubba reykjandi íbíl undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Eiríkur sagði við DV í gær að þetta hefði verið ánægjulegur fundur sem endaði með sáttum. Bubbi og Eiríkur leiðast sáttir inn í framtíðina Eiríkur og Bubbi sátu saman og ræddu málin við Sigmar Guðmundsson í gærdag þegar þátturinn var tekinn upp. Að sögn þeirra sem fylgdust með má búast við bráðskemmtilegum þætti í kvöld þar sem sögulegar sættir náðust. Báðir standa þeir á tíma- mótum þessi dægrin. Eiríkur hættur sem blaðamaður hjá DV og Bubbi á leið á sextugsaldurinn eftir fjóra daga. „Þetta var afar ánægjulegur fund- ur hjá okkur Bubba," sagði Eiríkur Jónsson í samtali við DV í gær. Hann sagði það löngu tímabært að þeir félagar hittust og gerðu upp ágrein- ingsefni sín. „Við höfum þekkst frá því að hann var í Kassagerðinni ári$ 1978 þannig að það var tímabært að hittast. Það náðust sættir og við mun- um ganga hönd í hönd inn í framtíð- ina,“ sagði Eiríkur. Ekkert mál af minni hálfu Bubbi lét ýmis ummæli falla um Eirík í kjölfar umfjöllunar Hér og nú um fall hans og framhjáhald fýrrver- andi konu hans en sagði í samtali við DV í gær að það hefði ekki verið mik- ið mál að hitta Eirík. „Við höfum aldrei eldað grátt silf- ur. Ég hef þekkt Eirík frá árinu 1978 þegar við kynntumst í gegnum sam- eiginlegan kunningja," sagði Bubbi. „Eiríki verður til að mynda hvorki boðið í afmælið hans Bubba né á tónleikana á þriðju- daginn Ánægjuleg samverustund Bubbi vildi ekki tjá sig um það hvort umfjöllun Hér & nú um persónu hans og fjölskyldu yrði gerð upp í þættinum í kvöld. „Ég lít svo á að ég sé enn í málaferl- um við 365 [innskot blm. móðurfé- lag DV og Hér & nú] og tel því ekki rétt að tjá mig um þetta mál," sagði Bubbi en bætti við að þetta hefði verið ánægjuleg samverustund með þeim Eiríki og Sigmari Guð- mundssyni. Sigmar Guðmundsson Tók viötal viö EirlkJónsson og Bubba Morthens og segist hafa greint bullandi spennu á milli þeirrra. Kurteisir en spenntir Sigmar Guðmundsson í Kastljósi, sem fékk það vandasama hlutverk að taka viðtal við Eirík og Bubba, sagði að andinn í þættinum hefði verið fínn. „Þeir voru mjög kurteisir en ég skynjaði bullandi spennu á milli þeirra. Eiríkur vildi að samskiptin í framtíðinni yrði vinsamlegri og þeir handsöluðu framtíðarvináttu sína í þættinum," sagði Sigmar. Eiríki ekki boðið í afmælið Sigmar sagði að þótt Bubbi hefði verið á sáttanótunum þá hefði hann ekki gengið alla leið. „Eiríki verður til að mynda hvorla boðið í afmælið hans Bubba né á tónleikana á þriðjudaginn. Fólk getur séð ástæðuna fýrir því í Kastljósinu í kvöld," sagði Sigmar. oskar@dv.is Að takast Svarthöfði hefur alltaf verið hrif- inn af mönnum sem koma á óvart. Mönnum sem eru einhvem veginn með bakið upp við vegg, byssuna uppi í kjaftinum - í raun í ómögulegri stöðu. Það er reyndar ekki oft sem slflca menn rekur á fjörur okkar íslendinga en einn slíkur hefur þó verið áberandi undan- famar vikur og mánuði. Svarthöfði hefur fylgst grannt með frambjóðandanum Bimi Inga Hrafns- syni undanfama mánuði. Bjöm Ingi tók að sér það vonlausa verkefni að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Álíka erfitt verkefni og reka Ríkisútvarpið með hagnaði, hugsaði Svarthöfði. En Bjöm Ingi var greini- lega ekki á sama máli. Flami tók til sinna ráða og stendur í dag uppi sem sigurvegari - næstvaldamesti maður- inn í Reykjavfloirborg. hið ómögulega Svarthöföi Svarthöfði hefur tekið eftir því að Bjöm Ingi er mikill keppnismaðm. Fyrir nokkmm mánuðum var Bjöm Ingi luralegur fituhlunkur með gler- augu. f dag er hann hins vegar sól- brúnn, í flottu formi og kominn með linsur. Fyrir nokkrum dögum mæld- ist Framsóknarflokkurinn með 3% fylgi í Reykjavík í skoðanakönnun- um og Bjöm Ingi var ljósárum frá því að komast inn í borgarstjóm. í dag er hann í borgarstjóm og eins og það sé ekki nóg, hann er líka formaður borg- arráðs. Bjöm Ingi er sigurvegari kosn- inganna, maður sem breytir grjóti í gull. Það má eiginlega lflcja Bimi Inga við persónuna Ethan Hunt úr Miss- ion Impossible-myndunum sem leik- inn er af Tom Cruise. Báðir takast þeir á við verkefni sem virðast ómöguleg úrslausnar en báðum tekst þeim að leysa þau. Á bak við Bjöm Inga er svo leikstjórinn Eggert Skúla- son. Afrek hans er ekld minna. Að koma lura- legum skósveini Hall- dórs Ásgrímssonar inn í borgarstjóm með nokkrum tímum í ljósabekk og ræktinni, heimsókn í gleraugna- búð og nokkmm úthugsuð- um ffösum. Það er ekki slæmt og ætti að auka hróður Eggerts sem almanna- tengils. f þetta sinn tókst honum í það minnsta hið ómögulega. Svarthöfdi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.