Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006
Fréttír DV
Hringvegurinn
færður
Héraðsbúar vilja að skoð-
aður verði sá möguleiki að
færa hringveginn í Amórs-
staðamúla frá Armótaseli
þannig að lega hans verði
ekki á snjóflóðahættusvæði.
Bæjarstjóm Fljótsdalshéraðs
segir að með því að leggja
veginn sem leið liggi niður
Amórsstaðamúla og brúa
eða fylla Gilsárgil verði kom-
ist hjá því að fara með veginn
undir sunnanverðan Skjöld-
ólfsstaðarhnjúk þar sem
hætta sé á snjóflóðum.
Útlendur
áhugi á Kára-
hnjúkum
Um ellefu hundruð
manns hafa komið á Kára-
hnjúkasýninguna, sem
Landsvirkjun stendur fyrir
í félagsheimilinu Végarði í
Fljótsdal. Þetta kemur fram
á vefnum austurlandið.is.
Sýningin hefur staðið frá 20.
apríl. Sagt er að áberandi
sé hve útlendingum fjölgi
meðal gesta, eða um 50
prósent, frá í fyrra. Nokkrar
erlendar ferðaskrifstofur
hafi sett Kárahnjúkasýning-
una inn á ferðaáætlun sína.
Snyrti um-
hverfisverk
Hallsteins
Hreinsunar-
deild Reykjavíkur-
borgar hefur fengið
tilmæli frá hverfis-
ráði Grafarvogs um
að snyrta í kringum
útilistaverk Halls-
teins Sigurðssonar
í hverfinu. Tilefn-
ið er bréf frá Halls-
teini þar sem hann bendir á
slæma umhirðu í kringum
verk hans. „Ekki er hægt að
ætíast til að höfundur verk-
anna annist sjálfur umhirðu
svæðisins og hvetur ráðið
til þess að þessu svæði sé
sinnt eins og öðrum sem
borgin sér um að hirða í
Grafarvogi," sagði í sam-
þykkt hverfisráðsins.
Neitað um
uppgröft
Fornleifavemd ríkisins
hefur neitað Guðrúnu Öldu
Gísladóttur fornleifafræð-
ingi um uppgreftrarleyfi á
Hofsstöðum í Þorskafirði,
að því er segir á heimasíðu
Reykhólahrepps. „Ástæð-
an er sú að það er verið að
endurskoða skrá um frið-
lýstar fornleifar um þess-
ar mundir. Hofsstaðir eru
á þessum lista - sem og
Grettislaug, Þingvellir og
margir fleiri staðir. Verið er
að vinna í þessu máli, en
alltaf tekur tíma að ná lend-
ingu. Vonandi verður hægt
að grafa að Hofsstöðum í
haust með full leyfi."
í dómssal Héraðsdóms Reykjavíkur í vikunni var tekist á um ákæru á hendur Agnari
Þórarinssyni en honum er gefið stórfellt flkniefnalagabrot að sök. Tekist var á um margt
en eitt helst: Sekt og ásetning Agnars. Dómarinn Ásgeir Magnússon mun að endingu
kveða upp um það.
oq flutti
Agnar Þórarinsson ber fyrir sig að óþekktur maður sem hann telji
að sé frá írak hafi beðið sig um að flytja inn fjögur kíló af hassi í
Danmörku fyrir 400 þúsund krónur íslenskar. Hann hafi hins
vegar verið svikinn þegar hann sá að kíló af amfetamíni hafi kom-
ið ásamt hassinu í drifskafti Ford Econoline-bíls sem kom hing-
Um tildrög smyglsins sagði
Agnar, eftir spurningar Kolbrúnar
Sævarsdóttur saksóknara: „Ég hitti
hann í Danmörku og hann sá að ég
var á íslenskum bíl og við fórum að
spjalla. Hann bað mig um þetta og
ég lét freistast," sagði Agnar sem er
75% öryrki - með ekkert fé á milli
handanna að eigin sögn.
Óttast hefnd
Aðspurður í dómssal sagðist Agn-
ar ekki vilja gefa nánari deili á mann-
inum: „Ég veit ekki hvað myndi bíða
mín þegar ég kæmi úr fangelsi og ótt-
ast hefndaraðgerðir." Hann bar fýrir
sig að efnin væru ekki ætluð til sölu-
dreifingar af sinni hálfu. Hans þáttur
í málinu væri einungis að flytja efn-
in hingað til lands og að frakinn hafi
ætíað að nálgast efnin á BSÍ.
Agnar sagðist hafa hitt manninn á
kaffihúsi í hippakommúnunni Thyl-
eren, sem er eins konar útibú hinnar
sálugu Kristjaníu, staðsett á Jótlandi
í Danmörku. Með þeim hafi tekist
samningar. Skömmu síðar hafi hann
látið hann fá drifskaftið af bílnum,
sem er af gerðinni Ford Econoline.
írakinn hafi verið með drifskaftíð í
nokkra daga og afhent Agnari það
fullt af dópi.
Losað úr drifskaftinu
Skömmu eftir að bíllinn var tilbú-
inn hafi hann látið félaga sinn, mann
á fimmtugsaldri, fara með bílinn til
íslands með Norrænu. Sá hafi afhent
honum Econoline-bílinn í Fossvogi í
Reykjavík.
Eftir afhendingu bílsins fór Agnar
í iðnaðarhúsnæði við Drangahraun í
Hafnarfirði þar sem hann losaði efn-
in úr drifskaftinu. Hann bar sjálfur í
dómi að þegar hann hafi opnað drif-
skaftið hafi komið honum á óvart
að rúmt kíló af amfetamíni var þar
ásamt þremur og hálfú af hassinu.
„Þú hefðir sem sagt þess vegna
getað verið með tíu þúsund LSD-
töflur þama án þess að vita af því?"
spurði Kolbrún í ljósi þess að Agnar
vildi ekki kannast við önnur efni en
hassið í drifskaftinu og henni fannst
það ótrúverðugt. Agnar bar fyrir sig
að téður íraki hefði bmgðist því gagn-
kvæma trausti sem myndast hafði af
stuttum kynnum þeirra á kaffihús-
inu.
Mjög hreint spítt
Kílóið af amfetamíninu og ríflega
fjögur kíló af hassi fundust í Hyundai-
bifreið við Orrahóla í Breiðholti og
einnig í Hafnarfirðinum tveimur
dögum eftir að efnin komu til ís-
lands. Agnar bar því við að
hassið í Hafnarfirði hefði
dottið á gólfið -
þegarhannopn-
aði drifskaftíð.
JakobKristins-
son, dósent í
lyfjafræöi, bar
að amfetamínið
væri mjög hreint
miðað við það sem gengur og gerist.
„Með því sterkara sem við sjáum,"
sagði hann. Hassið sagði hann hins
vegar að væri í veikari kantinum.
Að flytja inn - eða ekki
Jón Einar Jakobsson, verjandi
Agnars, sagði manninn sem flutti
bílinn hingað til lands hefði ekki ver-
ið rannsakaðan til hh'tar og það hafi
ekld verið Agnar sjálfur sem flutti
bflinn til landsins. „Það er ekki jafn-
rétti að það hafi ekki verið rannsak-
að tíl fulls," sagði Jón Einar í samtali
viðDV.
Kolbrún sagði í samtali við DV eft-
ir aðalmeðferðina að félagans þátt-
ur í málinu hefði verið rannsakaður
Agnar Þórarinsson Sagðist
óttasthéfndirefhann uppiýsti
um hver Irakinn væri. Agnar er
öryrki og sagðist engar
fjárhæðir hafa á milli
handanna - svo hann gæti
ekki verið eigandi efnanna.
til htíítar og hann setið í gæsluvarð-
haldi þegar málið kom upp þann
15. desember. „Það var ekkert sem
tengdi hann við brotið," sagði Kol-
brún og vísaði í að bæði félaginn og
Agnar hefðu borið að hann tengdist
málinu ekki á neinn hátt.
Að endingu mun Ásgeir Magnús-
son héraðsdómari ákveða hver refs-
ing Agnars verður og hvort hann
verði frelsissviptur eður ei.
mundur@dv.is
þvl í réttarsal að
framburður Agnars væri
ótrúverðugur hvað
varðar að hann hefði ekki
vitað aföðru en hassinu.
Síðasti afkimi Dettifossmálsins enn fyrir dómi
Var vitlaus maður í
Aðalmeðferð í máli Ríkissak-
sóknara gegn Tryggva Lárussyni
fór fram í vikunn og er það síðasti
afkimi Dettifossmálsins svokall-
aðá, eins stærsta fíkniefnamáls síð-
ari ára. Málið snýst um hvort að
Tryggvi sé sá sem gengur undir
nafninu Tryggvi Túrbó. Viðurnefn-
in Túrbó og Túrbína koma fram í
skjölum málsins en erfitt hefur ver-
ið að færa sönnur á að Tryggvi beri
annað hvort þeirra. Sjálfur hefur
hann alla tíð neitað því og einnig
að þekkja meðákærðu í málinu.
Fjöldi vitna hefur verið köll-
uð fyrir og ber þeim saman um að
Tryggvi Lárusson hafi verið á Hróa-
skeldu hátíðinni í Danmörku þegar
hann hafði, samkvæmt ákæru, átt
að hafa keypt fíkniefni í Roosenda-
al í Hollandi með þeim Óla Hauk
Valtýssyni og Reyni Davíð Þórðars-
syni. Það var í byrjun júlí 2004.
Sveinn Andri Sveinsson, verj-
andi Tryggva sagði ákæruvaldið
velja framburði sakborninga í mál-
inu, hvað Tryggva varðar og gagn-
rýndi það. Einnig að tímasetning-
ar í ákæru séu ekki nákvæmar en
Tryggvi er meðal annars ákærður
fyrir að hafa keypt fíkniefnin í Hol-
landi í byrjun júlí - þegar hann var á
Hróaskeldu samkvæmt fjölda vitna
í málinu. Vitni segja hann hafa ver-
ið á hátíðinni 30. júní og fram til 5.
júlí 2004. Sveinn Andri segir að það
hafi komið fram í málsskjölum að
fíkniefnin sem um ræðir hafi verið
keypt 3-4. júlí af Óla Hauki Valtýs-
syni og Reyni Davíð Þórðarssyni -
þegar Tryggvi var í Danmörku.
Tryggvi losnaði úr gæsluvarð-
haldi í desember síðastíiðnum og
hafði þá verið um fimmtán mán-
haldi?
Dettifossmálið þingfest Viðþingfestingu
Dettifossmálsins í héraðsdómi slðasta sumar.
Slðasti afkimi málsins blður dóms en einn
maður hefur setiö I gæsluvarðhaldi frá þvi m
eftir heimvlsun Flæstaréttar á dómi
héraðsdómara yfir honum.
uði innan fangelsisveggja. Málinu
var sem kunnugt er heimvísað úr
Hæstarétti eftir að Guðjón St. Mart-
einsson héraðsdömari hafði dæmt
Tryggva til langrar fangelsisvistar.
Hæstiréttur fslands Málinu sem nú er til
meðferðarvarheimvlsað frá Hæstarétti.
Hann mun kveða upp í málinu inn-
an skamms hvort að Tryggvi Lárus-
son sé í raun og veru Tryggvi Túrbó
- eða að vitlaus maður hafi verið í
haldi allan þennnan tíma.