Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin DV Sveitarstjórnarkosningar eru að baki og rétt að skima yfir sviðið. Er lendingin í samræmi við vilja fólksins? Er kosningakerfið meingallað og býður upp á skrumskælingu? Komast menn til valda án þess að nokkur hafi veitt þeim umboð til þess? Sú virðist skoðun nokkurra álitsgjafa DV sem fylgdust með kosningunum og afleið- ingum þeirra. Hér eru nokkur atriði sem kalla má skrípamynd af lýðræði að margra mati. „Fyrir flestum sem ég þekki var aðalmálið með þessum kosning- um að losna við Framsóknarflokkinn úr borginni og sem víðast. Það tókst ekki alveg, því miður, og það er eðli þessa sníkjuflokks, og alveg í anda þess að formaðurinn skuli vera forsætisráðherra landsins, að þeir slefist í meirihlutastjórn í tveimur stærstu bæj- um landsins. Lýðræði - rassinn minn!" Svo segir einn hinna fimm sem DV leitaði til með að rýna í hin pólitísku spil nú strax að loknum sveitarstjórnarkosningum. Til eru sannfærandi kenningar þess efn- is að ekkert sé til sem heitir lýð- ræði. Þetta orð sem mörgum er svo heilagt og vilja standa vörð um. Því eftir kosningar fara menn Ólafur F. Magnússon Flugvallarmálið kemur við sögu þegar afbökun lýðræðisins er annars vegar. að makka. Og þá verður niður- staðan oft sérkennileg. Ótrúlega fljótt hrapar gengi kjósenda. Eink- um svíður marga hversu þaulsetnir framsóknarmenn eru við kjötkatl- ana. „Framsóknarflokkurinn, lús- er kosninganna en situr í stjórn um allt land," segir einn viðmælenda DV og segir merkilega hafa spil- ast úr þessum kosningum. „Mað- ur veltir fýrir sér hvað varð um lýð- ræðið þegar flokkur sem rétt mer inn einn mann á hverjum stað get- ur verið með kröfur um bæjarstjóra og bæjar- og borgarstjórnarstóla." í þessari úttekt á sérkennilegri lendingu koma vinstri öflin, Sam- fylking og vinstri grænir, nokk- uð vel út. Þeir eru bara ekki nógu klókir. Kannski er þar ekki að finna nægilega snjalla plottara. Er sá sigurvegari kosninganna sem fær flest atkvæði eða sá sem makkar rétt? Og finnur rétta stólinn? Skrípamynd af lýðræði „Kosningalöggjöfin er meingöll- uð. Hvert það fyrirkomulag sem býður upp á þann möguleika að hægt sé að fá meirihluta kjörinna fulltrúa með minnihluta greiddra atkvæða er í innsta eðli sínu ólýð- ræðislegt. (í Reykjavík með fimm framboðum gætu 42% atkvæða Ómar Stefánsson (Kópavogi Sjúkkitt. Tapaði ekki nema tveimur. tryggt 57% fulltrúanna.)" segir einn álitsgjafanna. Hann telur lyk- ilatrjði að kosningalöggjöfin tryggi að til að fá meirihluta fulltrúa verði framboð að fá meirihluta gildra at- kvæða. Og lítur í því samhengi til lendingarinnar sem varð í Reykja- vík þar sem stj órnarflokkarnir náðu saman um að stíga til valda. Enn annar álitsgjafi er á sama róli. „Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu ausið milljónatugum í sjónvarps- auglýsingar um ágæti sitt skil- ar það Sjálfstæðisflokknum næst- versta árangri hans síðan 1930, og Framsóknarflokknum versta ár- angri sínum frá upphafi. Þrátt fýrir það skiríða þessir tveir saman í ein- mitt þann meirihluta sem Reykvík- ingar mundu áreiðanlega síst vilja ef þeir hefðu fengið að ráða. Ömur- leg skrípamynd af lýðræði!" Björn Ingi Hrafnsson hamr- aði á því á lokaspretti baráttunnar að kosningarnar snerust um hvort hann kæmist inn eða áttundi mað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir enn einn álitsgjafi blaðsins. „Nokkrum klukkustundum eftir að úrslit lágu fyrir gerðist hann sjálfur áttundi maður íhaldsins." Frá Reykjavík til Keflavíkur Álitsgjafar DV staldra mjög við þá staðreynd að stjórnarflokkarn- ir hafa nú hreiðrað um sig í Ráð- húsinu. Þrátt fyrir að hafa hlot- ið næstlélegustu kosningu í sögu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.