Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 27
r DV Helgin FÖSTUDAGUR 2. JÚN/2006 27 Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eins og einn bendir á. Þrátt fyrir að vera með 6% minna fylgi en R- lista flokkarnir, lítur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á sig sem sigurveg- ara þessara kosninga og að úrslitin verði að skilja sem kröfu kjósenda um hann sem borgarstjóra. „Þetta er eðlileg, pólitísk sjálfsblinda, það skrýtnd* er að fjölmiðlar skuli apa þessa augljósu rökvillu gagnrýnis- laust upp eftir honum og líta á það nánast sem sjálfgefið að hann eigi að verða borgarstjóri." Nefnt er í þessu samhengi að hinn ágæti stjórnmálamaður, Árni Sigfússon, hrökklaðist að lokum frá Reykjavík þrátt fyrir að hafa tví- vegis vera furðu nærri því að sigr- ast á sameiginlegu framboði allra andstæðinga sinna. Hætta var á að Árni yrði endanlega brennimerktur sem lúser allra tíma. Nú hefur Vil- hjálmur Þ. náð stöðu sigurvegarans þótt hann hafi staðið sig miklu verr en Árni og reyndar bara örlítið bet- ur en hinn raunverulegi lúser allra tíma, Björn Bjarnason. Sem bet- ur fór höfðu Keflvíkingar vit á að fá Árna til sín og þar suðurfrá fær hann að njóta sín. Ólafur F. í hlutverki ginningarfífls „Þótt margt megi segja um Ólaf F. Magnússon, þá talar hann að minnsta kosti ekki tungum tveim," bendir einn álitsgjafanna á. Og vill vera heiðarlegur maður. Kannski einmitt þess vegna velja Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson hann í hlutverk fíflsins, sem á að afsaka þeirra baktjalda- makk við stjórnarmyndun í Reykja- vík. „Auðvitað var aldrei ætlun Vil- hjálms að semja við hann, heldur einungis halda úti málamynda- viðræðum sem síðan átti að slíta vegna þess hve Ólafur væri ósveigj- anlegur - og réttlæta stjórn íhalds og Framsóknar. Þetta átti hvorki Ólafur né hinn káti flokkur hans Árni Sigfússon og Lúðvík Geirsson Ekki erað efastum að þeirþessirsitji við völdog hafi til þess umboð kjósenda. En það verður ekki sagt um alla. inn. Af hverju var yfirleitt verið að tala um þennan flugvöll í kosning- unum?" spyr einn sérfræðinganna. Það eina sem á að gera er að setja málið í áframhaldandi nefndir og „Þrátt fyrir það skríða þessir tveir saman í einmitt þann meirihluta sem Reykvíkingar mundu áreið- anlega síst vilja efþeir hefðu fengið að ráða. Öm- urleg skrípamynd aflýðræði!" skilið - að vera fíflið í hráskinnuleik ríkisstjórnarflokkanna." En annar álitsgjafi tengir af- bökun lýðræðisins við Frjálslynda flokkinn og flugvallarmálið. Sam- þykkt var í lýðræðislegum kosning- um að flugvöllurinn skuli hverfa úr Vatnsmýrinni árið 2016. Einn flokkur setti andstöðu við þetta á oddinn í kosningabaráttunni og uppskar 10% fylgi og oddaaðstöðu í borgarstjórn. Líklegt hlýtur að telj- ast að þetta mál verði skilyrði fyrir þátttöku hans í meirihluta. Þannig ganga lýðræðislegar ákvarðan- ir reykvískra kjósenda kaupum og sölum fyrir borgarstjórastólinn. Flugvöllur og fláræði ugv Ólc )lafur F. fær sem sagt ekki frítt spil þó hann vilji vera heiðarlegur. „Frjálslyndi flokkurinn sem þóttist vera umhverfisverndarflokkur og komst upp með það!" Daginn eftir kosningar var odd- vitinn Ólafur F. Magnússon farinn að mæra einkabílinn og mislæg gatnamót eins og þetta væri lið- ur í stefnunni um umhverfisvæna höfuðborg," bendir einn álitsgjaf- anna á. Það að tala um flugvöll- inn í sama orði og umhverfis- vernd er bilað og stórundar- legt að sannir náttúruvernd- arsinnar skyldu láta blekkjast af þessum gopa. „Flugvöll- ur- ekkert útlit fyrir að hann sé á förum í nánustu framtíð. Allir voru á því en enginn þorði að segja það fýrr en þeir föttuðu hvað Óli heimilis- læknir var að hala inn mikið fylgi á flugvallarafstöðunni einni. Framsókn í bakkgír í Kópavogi Þrátt fyrir að hafa beðið afhroð í kosningunum í Kópavogi hafa framsóknarmenn tryggt sér for- mennsku í bæjarráði. Ekki er nokk- ur leið að skilja úrslit kosninganna áþannvegað sáhafiverið viljikjós- enda, bendir einn álitsgjafa á. Og víst er að margir telja það beinlínis tilræði við lýðræðið að Ómar Stefánsson sé nú formaður bæjarráðs í Kópavogi. „Framsóknarflokkurinn í Kópa- vogi beið sögulegt afhroð. En í stað þess að skríða oní næstu holu og skammast sín, endurnýjuðu þeir umboð Gunnars Birgissonar og fá formennskuna í bæjarráði að laun- um,“ segir einn álitsgjafanna og vill hafa þróun mála í Kópavogi sem irtaks dæmi um af- bökun lýðræð- isins. Ogöðrum álitsgjafa er Kópavogur ofarlega í huga í þessu % sam- hengi. Talar um gjaldfrjáls númer og leggur það upp sem gott iíkingamál í þessu samhengi: „Ómar sagðist ætla að bjarga gamla fólkinu með því að setja á laggirn- ar gjaldfrjálst símanúmer. Gamla fólkið getur þá bara hringt í þetta númer ami eitthvað að því. Það verður reyndar enginn á línunni heldur líklega bara símsvari en það má alltaf ímynda sér að maður sé að tala við einhvern." Kötturinn í sekknum „Eyþór Arnalds. Er hann búinn í meðferðinni?" spyr einn álitsgjafa. Nokkur atriði önnur og nöfn eru nefnd sem blaut tuska í andlit kjós- enda. Eyþór er einn þeirra. Eyþór Arnalds fór í „frí" sem oddviti sjálfstæðismanna í Árborg - að sögn til þess að ölvunarakst- ur hans myndi ekki hafa áhrif á úr- slit kosninganna. „öllum að óvör- um mætti hann svo kampakátur á kosninganótt og túlkaði úrslit- in sem mikla persónulega stuðn- ingsyfirlýsingu. Eyþór er kötturinn í sekknum þetta árið," úrskurðar einn álitsgjafa. Maður er nefndur Gísli S. Ein- arsson. Var „bæjarstjóraefni" Sjálf- stæðisflokks á Akranesi. „Dag- inn eftir kosningar var tilkynnt að „hætt hefði verið við" þau áform, án nokkurra raunverulegra skýringa." Og víðar um land er leitað. Næsti áfanga- staður er fsafjörður: „Framsóknarmenn á fsaflrði gerðu það að einu helsta máli kosningabar áttu sinnar að fá ópól- itískan bæjarstjóra. Það prinsip fauk áður en búið var að telja utankjör- fundarat- kvæðin." Alþingis- menn sem storka lýðræð inu Nú eru alþingis kosningar á næsta leiti og rétt að líta til þeirra þeg ar lýðræðið er undir. Fulltrúar flokka eru, þeg- arupp erstaðið, aðeins fulltrú- ar sjálfra sín að mati eins álitsgjafa. Þegar að sverfur geta þeir sagt sig úr flokkunum og starfað á eigin for- sendum, jafnvel þvert á stefnuskrá flokksins. Þó svo að hér sé sjónum einkum beint að sveitarstjórnar- málum þarf að gera lýðum ljóst að atkvæði greitt flokki er greitt flokkn- um, ekki frambjóðandanum. „Eitt subbulegasta dæmið um löglegt kosningasvindl af þessu tagi er úr landsmálapólitíkinni þegar Kristinn H. Gunnarsson gekk úr Al- þýðubandalaginu til liðs við Fram- sókn með þeim afleiðingum að eft- ir kosningar uppgötvuðu kjósendur Alþýðubandalagsins á Vestfjörð- um að þeir höfðu styrkt ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í sessi með at- kvæði sínu - sem ómögulegt er að ætla að hafi sér. Og má einnig nefna Gunnar örlygsson sem yfirgaf frjálslynda til að styðja ríkisstjórnina í Sjálfstæð- isflokknum. Álitsgjafarnir DV setti sig í samband við fimm manns sem fylgdust grannt með kosningunum og lásu í niðurstöð- urnar að þeim loknum. Þeim var sagt í Guðs almáttugs bænum að tjá sig að vild - blaðamaður tæki fulla ábyrgð því sem hér er lát- ið flakka. Blaðið kann þeim Dav- íð Þór Jónssyni þýðanda, Gunnari Lárusi Hjálmarssyni sjónvarps- og útvarpsmanni með meiru, Helgu Völu Helgadóttur gagnrýnanda, 111- uga Jökulssyni rithöfundi og Stefáni Pálssyni sagnfræðingi hinar bestu þakkir fyrir þeirra ágætu ábending- ar og innlegg. jakob@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.