Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin DV Björgvin Halldórsson efnir til stórtónleika í Laugardalshöll inni í september ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands, stórum karlakór, rythmasveit og gestum. Allur pakkinn og löngu tímabært aö margra mati að þessi einn ástsælasti og sölu- hæsti söngvari þjóðarinnar syngi við undirleik Sinfó. „Blessaður, hvað er þetta? Ég var nú bara úti í Nóatúni áðan. Elvis að kaupa eldhúsrúllu og smjör! Það er ekkert seleb hérna. Eða þannig. Ég er bara Björgvin hans Túlla og Siggu í Hafnarfirði," segir Björgvin Halldórsson. „Annars er þessi þjóð alveg sérstök. Allir íslendingar eru talandi skáld og listamenn. Sýningar úti um allan bæ. En það er orðið nokkuð mikið af fréttum um einhverja „fræga" sem eiga enga innistæðu og er bara frægir fyrir það eitt að vera „frægir". Það er handónýtt." Björgvin hefur munninn fyr- ir neðan nefið að vanda. Þetta er þegar blaðamaður reynir að koma sér í mjúkinn hjá honum með því að lýsa yfir því að Bó sé sem einhver skærasia stjarn- an sem ísland hafi eignast. Og nú sé lag að splæsa í gott við- tal í ljósi fyrirhugaðra stórtón- leika sem efna á til í haust. Bó og Sinfó í Höllinni: Karlakór, rythmasveit og gestir. öllu til tjaldað. Björgvin vill ekki mik- ið um þetta ræða fyrr en allt er naglfast og frágengið. En þetta eru of mikil tíðindi til að hægt sé að liggja á þeim eins og ormur á gulli. Áður en lengra er hald- ið. Fyrirsögnin „Bó segir „go'* við Sinfó" er vísun í eina af tjölmörgum fræg- um sögum og hendingum sem eignaðar eru Björg- vin og eru gjarnan sagð- ar á góðra vina fundum. Hann mun hafa sagt að . ekki verði farið af stað með eitt eða neitt fyrr en Bó segi „go“. Vitað er að ýmsir safna þessum ör- sögum og til dæm- is gerði Gísli Rún- ar Jónsson sér mat úr þessum hvatvísu og snaggaralegu tilsvörum í bókinni um Björgvin, „Bó - með íslenskum texta", sem kom útárið 2001. Söngvarinn Vandierað velja úr efnisskránni en Björgvin hefur sungið uni 900 iög inn á plötur. 'SSStlSÍLm » “ og verða líklega aukasýningar i haust vegna mikillar aðsóknar. Nýjasta sagan af Bó Ein nýjasta sagan sem byggir á orðheppni Björgvins og viðhorf- um er á þá leið að sýning Björg- vins á íslandi, Sagan af Nínu og Geira, er í þann mund að hefjast. Verið er að farða stjörnuna þeg- ar Friðrik Ómar söngvari, sem í sýningunni er, hringir og segir að því miður muni sér seinka af óviðráðaniegum ástæðum. Björgvin lætur þetta ekki raska ró sinni; „Friðrik minn, þú bara kemur þegar þú kemur." Hótel fsland er troðfullt og mikil stemning. Þá birtist í bún- ingsherberginu framkvæmda- stjóri staðarins, með ættarnafn úr skemmtanaheiminum, ið- andi af stressi og látum og segir að sýningin verði bara að hefjast. Þetta gangi ekki. Annað hvort eru menn „pró" eða ekld „pró“. Björgvin hlustar á hamagang- inn með öðru eyranu, snýr sér þá pollrólegur við þar sem hann situr í förðunarstólnum, mælir hinn unga framkvæmdastjóra út og segir þá: „Hefur þú einhvern tíma vitað til þess að Hamlet fari á svið og hauskúpan er ekld í húsinu?" Og málið var dautt. Fagmaður fram í fingurgóma „Þessi saga hefur nú verið löguð eitthvað til," segir Björgvin þegar sagan er borirt undir hann sjálfan. „Sumar þessara sagna eru bamaðar, aðrar sannar og svo hreinlega upplognar. Það er alltaf verið að búa til sögur. Þetta er eins og með Hafnarfjarðar- brandarana. Þeir eru komnir frá Noregi og írlandi" En að hinum miklu tónleik- um. Björn Sigurðsson fram- kvæmdastjóri hjá Senu, útgáfu- fyrirtæki Björgvins, segir að þegar liggi fyrir að um tvenna tónleika verði að ræða á sama degi og þeir ekki endurteknir. Enda um viðamikið verkefni að ræða. „Á hvora tónleika komast um 2.500 manns í sæti. Nú þegar eru stórfyrirtæki að berjast um þennan bita. Vilja kaupa tónleik- ana. Enda færist það mjög í vöxt að fýrirtæki vilji tengja sig við já- kvæða viðburði og geta þá jafn- framt boðið viðskiptavinum sín- um á þá. Og menn geta treyst því að þetta verði í lagi þegar Björg- vin er með puttana í þessu sjálfur - fagmaður fram í fingurgóma," segir Björn. Elvis með Sinfóníunni Senumaðurinn Björn dregur hvergi úr því að þetta verði við- burður sem bragð verður að. „El- vis með Sinfóníunni. Það er ekki á hverjum degi." Nú er verið að teikna upp hverjir verða gestir en það ræðst af efnisskránni. Björgvin sendi til dæmis frá sér frábæra dúetta- plötu fyrir tveimur árum. Og nöfn á borð við Diddú, Kristján Jóhannsson, Sigríði Beinteins, Röggu Gísla, Stefáns Hilmarssonar, Eyfa og börn hans Svölu og Krumma koma strax upp í hugann þegar menn reyna að sjá fyrir sér gestasöngvara tónleikanna. En Björgvin segist ekkert geta staðfest í þeim efn- um á þessu stigi. „Þetta leggst bara æðislega vel í mig - auðvitað," segir Björg- vin. „Þetta er eitthvert það mest spennandi og skemmtilegasta verkefrú sem ég hef tekið að mér í langan tíma. Og kannski rökrétt framliald af velgengni sýningar- innar minnar á íslandi og þre- földu plötunnar sem ég sendi frá mér fyrir jólin. Það er ekki ónýtt að fá loks að syngja með bestu og stærstu hljómsveit íslands." Vandi að velja Og orðið velgengni í því sam- bandi er engar ýkjur: Sýning Björgvins á Islandi gekk von- um framar, 27 þúsund mættu á svæðið og hugsanlega verða aukasýningar í haust. Og safri- platan sem Bó sendi frá sér fyrir síðustu jól seldist von úr viti, eða í 40 þúsundum eintaka. Þannig að Björgvin er enn að og allt á fullu. Björgvin hefur í gegnum tíð- ina hljóðritað hátt í níu hundruð lög. Óg því verður vandi úr að velja þegar efnisskráin á hinum miklu tónleikum í haust er ann- ars vegar. „Já, já, það er hausverkur út af fyrir sig. Þetta er svo mikið af lögum. Þau verða valin með það í huga að verið er að flytja þetta með rythmahljómsveit, sinfóní- unni og kór. Ég geri ekki ráð fýr- ir því að þetta verði mjög mikið rokk og ról. En þetta verður að svinga. Meira lög sem hæfa til- efninu og hljóðfæraskipan. Það er dýrt og mikið mál að koma þessu á koppinn, svona tón- leikum, útsetja þetta. Meira en að segja það. Þórir Baldursson kemur líldega þar að og svo er ég með vin minn frá Englandi í takinu. En meira get ég bara ekki sagt á þessu stigi," segir Björgvin Halldórsson - maðurinn sem sveiflast milli þess að vera Björg- vin hans Túlla og Siggu úr Hafn- arfirði yfir í að vera hinn íslenski Élvis. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.