Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 38
50 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 Helgin DV Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir tækniteiknari lenti í bílslysi þegar hún var 19 ára. í kjölfarið byrjaði hún að fitna og bætti svo enn á sig þegar hún hætti að reykja. í dag hefur hún misst 19 kíló með hjálp danska kúrsins og stefnir á að missa 15 kíló í viðbót. Fyrir danska kúrinn Ragnheiður fitnaði um átta kiló þegar hún hætti að reykja og hugsaði með séraðnú yrði hún að gera eitthvað í sínum málum. Ragnheiður Harpa Ragnheiður hefur misst 19 kllóslðan l.janúarog ætlar að missa 34 kíló l heildina fyrir september. Æðislegur kjúklingur að hætti Ragnheiðar og danska kúrsins: FYRIR2 240-340 gr kjúklingabringur 1 laukur 300 gr gulrætur 1 dolla af niðursoðnum tómötum 100 gr sýrður rjómi kryddað með salti, pipar, paprikukryddi og tandori 3 „Ég er ábyggilega hundleiðinleg þessa dagana en ég held að heilsan sé meira virði en að fara út að djamma." við, á ponnu. Laukurinn, gulrætum; (skornar í ræmur eða tættar í múlin( £?.t1°1matarnir er s°ðið saman í potti Kjuklmgnum bætt saman við og svo s^-ða rjómanum. Kryddað að vild P, að nafa sterkt en samt ekki of sterkt. „Ég hef alltaf verið þétt en byrj- aði að fitna fyrir alvöru þegar ég var 19 ára eftir að ég lenti í bílslysi," seg- ir Ragnheiður Harpa Sveinsdótt- ir, 27 ára tækniteiknari. Ragnheiður Harpa hefur verið á danska matar- æðinu síðan 1. janúar og hefur nú misst 19 kíló. Hún segist hafa barist við auka- kílóin öll unglingsárin en að sam- kvæmt vinkonunum hafi hún misst tökin eftir bflslysið enda hafi hún slasast í baki og hálsi og því lítið get- að hreyft sig. Þegar Ragnheiður hætti svo að reykja í nóvember bætti hún á sig heilum átta kílóum á einum mán- uði. „Ég tútnaði algjörlega út, sem gerði punktinn yfir i-ið. Ég varð að gera eitthvað í mínum málum," segir hún og bætír við að hún hafi kynnst danska kúrnum í þættinum Fólk með Sirrý sem sýndur var á Skjá einum. Hætti að reykja og blés út „Ég hélt alltaf að hreyfing og gott mataræði myndi virka en það gerði aldrei neitt gagn fyrir mig. í fyrstu leist mér ekkert á danska kúrinn enda þurfti ég að hætta að borða nammi og drekka áfengi og það fannst mér svolítið erfitt tilhugsunar. En eftír að ég hætti að reykja og blés út vissi ég að ég yrði að taka á mínum mál- um," segir Ragnheiður og bætír við að systír hennar hafi hringt í hana og beðið um að koma með sér í átak. „Systír mín vildi losna við nokkur kfló og við ákváðum að fara saman á danska kúrinn. Henni gengur mjög vel, hefur misst jafn mörg kíló og ég og er eiginlega komin í kjörþyngd." 15 kíló í markmiðið Eins og áður segir hefur Ragn- heiður misst 19 kíló frá því í byrjun ársins. Markmið hennar er að missa 34 og hún ætlar að taka þessi 15 kfló sem eftír eru fyrir september eða október. „Mér fannst þetta mataræði mjög flókið til að byrja með en eftír smá tíma verður þetta ekkert mál. Fyrst þurftí ég að hugsa fram í tímann hvað ég ætíaði að borða og hvern- ig ég ætlaði að elda matínn og mér fannst ég alltaf vera inni í eldhúsi. f dag er þetta ekkert meira mál en að elda hvem annan mat." Hætt að drekka í bili Ragnheiður segir að það hafi reynst mun auðveldara að hætta að drekka en hún hefði ímyndað sér. Hún hafi tekið þá ákvörðun að hætta að fara út á lífið á meðan húnværi að ná markmiðum sínum. „Ég er ábyggilega hundleiðinleg þessa dagana en ég held að heils- an sé meira virði en að fara út að djamma. Vinkonur mínar sýna mér líka skilning og ég hef ýtt nokkrum þeirra út í þetta með mér. Fólk smit- ast nefnilega þegar það sér árangur- inn." Hún segist þó ætla að lyfta sér upp þegar markmiðinu er náð. „Þegar ég verð komin í kjörþyngd ætla ég að halda áfram á þessu matar- æði en ætla að leyfa mér eitthvað aukalega og mun örugglega halda upp á árangurinn með djammi með vinkonunum." Fær hrós á hverjum degi Aðspurð segist Ragnheiður finna fyrir andlegri velh'ðan ekki síður en líkamlegri. „Maður verður svo stolt- ur og ánægður með sig. Þetta var svo fljótt að gerast og í rauninni hafði ég sætt mig við mig eins og ég var. Það er erfitt að breyta hugsununum og gera sér grein fyrir árangrinum þótt ég fái hrós á hverjum degi og fái að heyra hvað ég líti vel út. Það tekur bara tíma að venjast þessu," segir hún glöð í bragði að lokum. indiana@dv.is Tengir þú mat við tilfinningar? 1. Égborðaþegar ég er ekki svöng: a. Sjaldan b. Stundum c. Oft 2. Ég missi stjórn á átinu: a. Sjaldan b. Stundum c. Oft 3. Ég reyni að létt- ast en tekst það aldrei: a. Sjaldan b. Stundum c. Oft 4. Ég sný mér að mat þegar ég er stressuð: a. Oft b. Stundum c. Sjaldan 5. Égverðlauna migmeð mat: a. Stundum b. Sjaldan c. Oft 6. Ég hugsa um mat: a. Oft b. Sjaldan c. Stundum 7. Ég held út átaksnámskeið: a. Sjaldan b. Oft c. Stundum 8. Ég borða yfir mig: a. Oft b. Sjaldan c. Stundum 9. Ég skammast mín fyrir mig og át mitt: a. Sjaldan b. Stundum c. Oft 10. Matur hjálpar mér tilfinninga- lega: a. Stundum b. Sjaldan c. Oft 10-15 stig: Þú tengir ekki mat við tílfinningar og drekkir ekki sorgum þínum í óhollustu. Þeir sem tengja mat við tilfinningalíf sitt borða und- ir andlegu álagi en ekki aðeins þeg- ar hungrið kallar. Haltu áfram þínu striki. 16-21 stig: Þú átt á hættu að borða þegar þér h'ður illa. Ef þú telur að þú stofnir heilsu þinni í hættu skaltu tala við lækni. Við leitum lík- lega öh í mat þegar á okkur reynir á einhvern hátt en passaðu að láta átið ekki fara út í öfgar. Reyndu að dreifa huganum með hreyfingu eða slökun í stað þess að ráðast á ís- skápinn þegar þér líður Ula. 22-30 stig: Þú leitar í mat þegar þér líður Ula og skalt því tala við lækni sem fyrst. Flestír tengja mat við vanlíðan að einhverju leytí, hvort sem það er ofát eða skortur á nær- ingu. Tengingin verður að vanda- máli þegar átíð er farið að stofna heUsu og hamingju þinni í hættu. Gerðu eitthvað í þínum málum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.