Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 40
52 FÖSTUDAGUR 2. JÚN/2006 Menning DV Væri ég almáttugur, skyldi ég gefa tárum þeim sem hinn hryggi grætur það undraafl, að þau væru það kynjalyf sem græddi öll sár. Nú megna ég ekkert... - Jóhann Sigurjónsson í bréfi til bróður 1903. Vorblær Björns Hinn kunni gítarleikari og drifkraftur úr Garðabænum Bjöm Thoroddsen hefur dregið saman á disk þjóðkunn vorlög, lokkað Andreu Gylfadóttur með sína alkunnu og dáðu rödd til að syngja þau og fengið þá félaga Jón Rafnsson bassaleikara og Jóhann Hjörleifsson slagverksmann til að slá taktinn. Þess utan er Kristján Valdimarsson með í fáum lögum ánikkuna. Á disknum eru þrettán lög og ber hann heitið Vorvindar. Þar syngur Andrea til dæmis lagið Vorvindar glaðir, Draum hjarð- sveinsins, Hlíðin mín ffíða, Sveit- in milli sanda, Blátt lítið blóm eitt er og ömmubæn. öll lögin em sungin á íslensku og fylgir texta- bók með. Bjöm Thoroddsen gítarleikari hefur verið fremstur meðal jafn- ingja í íslenskum djassi í meira en 20 ár og Andrea Gylfadóttir hefitr verið ein af okkar fremsm söngkonum til margra ára. Jón Rafnsson bassaleikari hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistar- lífi síðastliðin ár, og er hann með • Bimi í tríóinu Guitar Islancio. Jó- hann Hjörleifsson hefur verið einn af okkar eftirsóttusm trommuleik- urum, leikur með Sálinni, en er einnig fastur trommari Stórsveitar Reykjavíkur. Vorvindar er gefin út hjá Senu og er komin í verslanir. LÍRA WTGN Þögn Láru Lára Rúnarsdóttir hefur sent frá sér disk sem hún kallar Þögn. Það er Dennis Records sem gef- ur út en það er sprotamerki Senu. Þetta er önnur sólóplata Lám. Diskurinn geymir 12 fmmsamin lög viðljóð Láru. Hún hefur úrvalsflokk hljóð- færaleikara sér til fulltingis; þá Börk Hrafn og Daða Birgissyni, Kristin Snæ Agnarsson og Pétur Sigurðsson. Hinn heimsfrægi söngvari Damien Rice kemur lfam í einu laginu með Lám sem ber heitið Why. Fjögur laganna era sungin á ensku. Þau em allt frá því að vera ljúf og angurvær en svo má líka heyra kraftmikinn takt sem hristir upp í hlustandanum. Stemningin á plötunni minnir um margt á upphafsverk kvenna sem fram komu seint á sjöunda ára- tugnum, Joni Mitchell í upphafi ogjanis Ian. Stórglæsileg bók er komin út sem rekur leikmunasmíði Listvinahússins frá 1930 til 1956 meðan Guðmundar Einarssonar frá Miðdal naut við. í bókinni eru öll kunn leirverk hans frá tímabilinu. Merk heimild um frumkvöðul Það hlýtur að hafa verið talsvert átakað koma saman verkaskrá yfir helstu leirmyndir Listvinahússins frá 1930 til 1956, verk Guðmund- ar Einarssonar frá Miðdal og sam- starfsmanna hans, finna óskemmd eintök af öllum þeim fjölda verka sem langt fram eftir síðustu öld voru stáss á hundruðum íslenskra heimila en eru óðum að týna töl- unni. Slíkt heildaryfirlit hefur ekki verið til fyrr en nú. Það er Ari Trausti Guðmunds- son sem hefur ráðist í þetta þarfa- verk og nýtur til þess aðstoðar Ei- ríks Rögnvaldssonar listfræðings og Ragnars Th. Sigurðssonar ljós- myndara, auk fjölda annarra sem hafa lagt hönd á plóginn. Brautryðjandi Guðmundur var um flest ein- stakur maður. Hann var skólað- ur í teikniskólanum hjá Stefáni Eiríkssyni, rétt eins og Ásmund- ur Sveinsson og Ríkarður Jónsson. Skóli og ferill Stefáns er ein af gát- um íslenskrar listasögu og hafði gríðarleg áhrif. Héðan fór Guðmundur svo til náms í Danmörku og síðan Þýska- landi. Hann varð síðan brautryðj- andi í mörgu: hélt hér fyrstu grafík- sýninguna, ruddi leirlistinni braut og var um áratugaskeið helsti leir- listamaður landsins, málaði og gerði höggmyndir. Hann þótti, þegar skeið mód- emismans rann upp, helst til gam- aldags, en margir gripa af verk- stæði hans hafa reynst lífseigir, þótt brotgjamir séu og eru eftirsóttir og mikils metnir í dag, ekki síst hjá yngra fólki sem sér í rómantískum stíl verkanna og þjóðlegum eitt- hvert brot af sjálfu sér. Frá kreppu til kalda stríðsins Bók sína kalla þeir Ari, Eirík- ur og Ragnar Th. einfaldlega List- vinahús Guðmundar frá Miðdal. Tímabilið sem lagt er undir er frá upphafi vinnslu í Listvinahúsinu sem stóð á Skólavörðuholti á sömu slóðum og Iðnskólinn er. Hús reist fyrir tilstyrk Listvinafélagsins sem var um margt sporgöngufélag í ís- lenskri myndlist og mætti gjarnan minnast með heilstæðu yfirliti, hús sem var hugsað fyrir listamenn til starfa. Lokin á skránni eru síðan and- lát Guðmundar og þá upphefst nýr kafli sem Arctic Images, útgáfan sem er skráð fyrir verjdnu, heitir að koma með í öðru bindi. Fjölhæfur maður Hér er ekki stáldrað við annað aktífitet Guðmundar, aðra mynd- list sem hann vann. Heldur ekki minnst krafta hans á öðrum svið- um svo sem í ferðamennsku, kvik- myndagerð hans, sem er merk heimild. Hér er bara einbeitt sér að leir- listinni og er það æðinóg verk- efni. Hverja opnu prýða ljóm- andi myndir Ragnars af tveimur til fjórum verkum. þeim er raðað í tímaröð, ársettar og merktar með stjörnum eftir fágæti. Þá er getið stærðar. Bókin er 150 bls. í allstóm broti með nálægt 200 hágæðalit- myndum og enskum jafnt sem ís- lenskum texta. Ritið dregur glögglega í Ijós þann fjölbreytileika sem ein- kenndi verk Guðmundar og sam- starfsmanna hans. Þetta var í flest- um tilvikum fjöldaframleiðsla og hér er að finna grunn fyrir hvern þann sem vill kynna sér upphaf- ið í íslensku leirlistinni. Kunnuleg- astar eru vissulega dýrastytturnar, fágætari eru vasar, skálar og krús- ir. Hér má sjá drögin að áhuga ís- lendinga á stærra veldi sem tók að gera vart við sig fýrir seinna stríðið og hélt velli langt fram eftir síðustu öld, danska leirinn postuh'nshúð- aða frá þeim Bing og Gröndal. Happafengur Hún fæst í flestöllum bókaversl- unum Pennans-Eymundsonar, í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg, hjá Iðu við Lækjargötu, í Gerðar- safni og í antíkversluninni Fríðu frænku á Vesturgötu í Reykjavík. Margir leirmunanna eru nú til sýn- is á yfirlitssýningu á verkum Guð- mundar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafrti, og í Náttúmstofu Kópavogs, sem opin er til 2. júlí. Upplag er aðeins 800 eintök. Bókin er fallega prentuð og hefur yfir sér fágaðan svip kröfuharðra útgefenda. Hún er mikill happa- fengur fýrir alla sem vilja vita hvemig íslensk listsköpun hófst og þróaðist á þessu sviði. Verkið sýn- ir metnað og virðingu fyrir hand- verki hins merka brautryðjanda og er öllum sem að úgáfunni komu til sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.