Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 41
DV Menning FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 53 Juliette sjúk í ást Önnur amerísk bíóstjarna sem verður á fjölunum í Lond- on í sumar er Juliette Lewis sem kom hingað á Airwaves í fyrra með a bandið Æ jfN sitt. Hún Bn '-j verðuri sex vikur 'BBkI ingu Linds- ey Poshner á gömlu verki eftir annan Ameríkana sem reyndar hef- Hj ur oft verið líkt við Eugene O'Neill, Sam Shepard. Það er Fool wB forLovesemhérvar leikið á sínum tíma í leikhúsi Maríu Ellingsen undir heitinu; Sjúk í ást. í gær var opnuð löngu tímabær sýning í Grófarhúsi á ljósmyndum Andrésar Kol- beinssonar. Þar gefur að líta úrval af myndum Andrésar, en þær hafa um langt skeið verið aðgengilegar á vef safnsins. Myndheimur Andrésar einkennist af ríkri formkennd auk þess sem myndir hans eru einstök heimild um samfélag borgar og lista á sjötta og sjöunda áratugs síðustu aldar. Hrein form í skítugri borg Andrés er borgfirðingur. Það var sveitungi hans og frændi, Þor- steinn Jósepsson, einn frum- kvöðla í birtingu blaðaljósmynda og blaðamaður á Vísi, sem kynnti Andrés fyrir ljósmyndalistinni. Þorsteinn var ferðalangur að eðl- isfctri og forvitinn um aðskiljanlega hluti. Hjá honum sá Andrés bækur um ljósmyndun og einnig verðlista yfir ljósmyndavélar. Tónlist og Ijósmyndir Andrés Kolbeinsson er fæddur 7.9.1919 að Þorvaldsstöðum í Hvít- ársíðu en var alinn upp á Stóra Ási, elstur fimm systkina. Hann var al- inn upp við tónlist og lærði ungur á orgel og harmónikku og spilaði á böllum í sveitinni frá unglings- árum. Árið 1942 flutti hann til Reykjavíkur og hóf vinnu við raf- virkjun að undirlagi föður síns, en tónlistin togaði alltaf í hann og hann hóf því jafnframt píanónám við Tónlistarskóla Reykjavíkur hjá Victor Urbancic. Óbó og Ijósop Urbancic hvatti hann til að læra á óbó, en enginn lék á þann tíma á óbó í Reykjavík. Þóttí hann efnileg- ur blásari og var styrktur til náms í Englandi við The Royal Manchest- er College of Music og tók burtfar- arpróf þaðan 1947. Heimkominn hóf Andrés að leika með Útvarps- hljómsveitínni og þegar Sinfóníu- hljómsveit íslands var stofnuð árið 1950 spilaði Andrés með henni frá upphafi fram til ársins 1977. En tónlistin var magurt lifibrauð og hann þurfti að drýgja tekjur sínar með einhverjum hætti. Ljósmynd- un hafði vakið áhuga haiis snemma og varð nú hans annað aðalstarf. Starfi Andrésar á þessum árum var fjölbreyttur, byggði á tónlistar- flutningi, ljósmyndun, kennslu og nótnaskrifum, dæmi um þau kjör sem íslenskir listamenn bjuggu við í borgarsamfélagi eftirstríðs- áranna. Menntur vel Andrés er fjölfræðingur eins og margir ættmenn hans; tónlist, tungumál, ljósmyndun, sagnfræði, sálfræði, heimspeki, læknisfræði, líffræði og ýmis fróðleikur er hans yndi. Hann er enn að taka ljós- myndir og fylgist vel með tækni- nýjungum á sviði ljósmyndunar. I viðtali við Hörpu Björnsdóttir í tilefni af sýningunni segist hann hafa verið svo heppinn í skóla í Reykholtí að læra undirstöðu í þremur mngumálum, ensku, dönsku og þýsku og á árunum í Englandi hafi hann bætt rússnesku við. Meðal áhrifavalda nefnir hann ekki minni menn en Robert Capa og Josef Karsh: „Henri Cartíer- Bresson,... var ágætur í að ná hinu rétta augnabliki. Ég segi nú ekki að hann hafi verið áhrifavaldur þó.“ Hrein form og skítug borg Andrés tók fyrst á gamla Voigt- lánder-myndavél sem var eftirlík- ing af Rolleiflex. 1953 eignast hann Leica og seinna Rolleiflex, en þetta voru toppvélar þeirra tíma. Því hefur verið haldið fram að Reykjavík með malargötur og hús í slöku viðhaldi þar sem ölu ægði saman hafi orðið Dieter Roth upp- spretta fyrir hans óreiðukenndu Hluti af myndröð sem Andres tók í húsum Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu. Myndirnar notaði Oieter Roth síðan í veggskreytingar þar en þær voru eyðilagðar og húsin seinna rifin. verk, en Reykjavik Andrésar er björt borg: „Eg hef kannski ósjálf- rátt forðast óreiðuna, það má vel vera. Já, já, á þessum tíma voru víða moldargötur og drullupoll- ar og borgin var ákaflega óþrifaleg sums staðar. Reykjavík er á þess- um árum að breytast úr smáþorpi í stórborg og það eru náttúrulega alls konar gelgjuskeið sem hún gengur í gegnum." Menn og Ijós 1 safni Andrésar er aragrúi af myndum af íslenskum listamönn- um og verkum þeirra: hann tók myndir fýrir Grímu, LR og LK, húsgagnahönnuðir kölluðu hann til og myndlistarmenn. Sá hluti safnsins er einstök heimild. Andrés segir frá því, í við- tali sínu við Hörpu Björnsdóttur myndlistarmann í sýningarskrá, að hann hafi iðulega notað dags- birtu og verið mótfallinn því að nota flass. Fyrstu árin átti hann ekki ljósmæli og giskaði bara á lýsingu. I viðtalinu kemur raun- ar skýrt fram að Andrés er þaul- kunnugur kenningasmiðum í ljós- myndatækni. Andres tekur enn - nú á staf- ræna vél - og litmyndir: „Það var ekki fýrr en stafræna tæknin kom á markaðinn að ég fór að taka í lit. En ég finn það núna, bara síðustu tvö, þrjú árin, að ég gæti alveg eins hugsað mér að taka eingöngu í svarthvítu, eða næstum því ein- göngu." ....:..........,,,,,,, . , .. ; Stebbi stýrir Upplýst var nýlega í viðtali við Stefán Baldursson leikstjóra að hann væri farinn að undirbúa frumsýningu í Borgarleikhúsinu og verður það í annað sinn frá því Borgarleikhúsið var vígt að hann setur þar verk á svið. í fyrra sinnið var það opnunarsýning hússins, Höll sumarlandsins. Á sínum tíma var Stefán leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur þegar húsið var að rísa og áttu margir von á að hann yrði þar ráðandi fyrstu árin sem varð ekki. Hefur mönnum löngum þótt ástæða til að hann kæmi þang- að til leikstjórnar sem hann gerði eðlilega ekíd meðan hann var Þjóðleikhússtjóri. Verkið er flestum kunnugt: Amadeus eftir Peter Shaffer. Hlut- verkin eru raunar bara þrjú: Wolf- gang sjálfur, kærastan hans Kon- stansa og svo aðalrullan, Salieri. Hlutverkaskipan er enn á huldu, en Hilmir Snær mun hafa afþakk- að titilhlutverkið. Getgátur eru uppi um að Bergur Ingólfsson leiki Mozart, Mörtu Nordal verði treyst fyrir Konstönsu en flókn- ara er að finna mann í Salieri, þótt mörgum þyki augljóst að Eggert Þorleifssyni beri það hlutverk. Kevin ■'OldVic Kevin Spacey er enn að bjástravið að reka leikhús í London og tekst misjafnlega upp. Leikhúsið er fornfrægt og þykir mönnum þar súrt í broti að loka því. Eins og oft áður trekkja mest sýningar sem kanadíski leikarinn kemur fram í sjálfur. Nú er nýbúið að tilkynna að hann muni leika í haust í frægu verki Eugene O'Neill, Moon for tlie misbegotten, en þar segir fiá dvöl eldri sonar hins fræga leikara Tyrone á írsku smábýli. Verkið er tengt frægasta leikverki O'Neills, Lond Days Journey into the Nights, sem hér var leikið í tvígang undir heitunum Húmar hægt að kveldi og Löng er dags- ins för inn í nótt. Á sínum tíma þýddi Halldór ' Stefánsson Moon for tlie Misbe- gotten fyrir Leikfélag Reykjavík- ur en aldrei var sú þýðing flutt. Spacey verður undir leikstjörn Howards Davies sem er flinkur leikstjóri og mikils metinn. Sýn- ingar verða í Old Vic fiá 15. sept- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.