Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 42
54 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Menning DV Imamura látinn Gamall meistari, Shoei Ima- mura (79), lést fyrri hluta vikunn- ar í Japan og þar með er fallin frá einn af meisturum japanskrar kvikmyndalista og stærsta nafnið þar í landi eftir daga Kurosawa. Imamura fékk í tvígang Gull- pálmann í Cannes fyrir Átök í Narayama (1982) ogÁlinn (1998). Hann var einnig leikstjóri Svarts regns (1989) sem lýsti afleiðing- um kjarnorkuárása Bandaríkja- manna á Japan 1946 og afdrifum fómarlamba hennar. I-Iann er talinn í hópi nýbylgju- manna í Japan og sneri sér að nútímalegum viðfangsefnum stórborgarinnar sem var nýnæmi í þá tíð. Hann gerði í allt 22 kvik- myndir. Daprar hórur í bíó, Sunnan frá strönd, eins og Sigurður Pálsson kallaði Rivier- una, berast þær fréttir að nýja skáldsagan hans Gabriel Garcia Marques um níræða karlinn og ást hans á konum, einkum ungum konum, verði kvikmynduð. Það er níræður öldungur sem ætlar sér það, Henning Carlsen, gamli meistari danskra kvikmynda, og filmað verður á Kúbu. Það er enski kvikmyndabransa- blaðið Screen International sem segir frá. Nina Crone, framleið- andi Carlsen til margra ára, er var í Cannes að fjármagna dæm- ið. Eru áætlanir að hefja tökur í byrjun næsta árs og verður leik- ið á spænsku eftir handriti Jean Claude Carriere for. Sá á handrit- ið að næstu mynd Milos Forman Goya's Ghost. Verkið nýtur vel- vildar Castrós og verður skáldið ráðgjafi við kvikmyndagerðina. Rankin til íslands Höfundur glæpasagnanna um lögreglumanninn Rebus í Edinborg, Ian Rankin, hefur þegið boð Pennans Eymunds- son um Islandsheimsókn í byrj- un júm'. Rankin mun fjalla um verk sín og lesa upp í bókabúð Máls og menningar við Lauga- veg laugardaginn 3. júní klukkan 13 og árita bækur að því loknu. Bækur Rankin um drykk- felldu rannsóknarlögguna Re- bus eru ekki aðeins mest seldu glæpasögurnar í Bretlandi held- ur hafa þær notið gríðarlegra vinsælda víða um heim á und- anförnum árum og selst í millj- ónum eintaka. Að sögn Óttars Proppé, vörustjóra erlendra bóka hjá PennanumEymunds- son, er Ian Rankin einnig með allra vinsælustu erlendu glæpa- sagnahöfundunum á íslandi og fer sala á bókum hans sífellt vaxandi. Sögurnar gerast í Edinborg og sýna aðra og skuggalegri hlið á borginni en ferðamenn fá venjulega að sjá. Heimildamynd Sigurjóns Sighvatssonar framleiðanda um Zinedine Zidane vakti nokkra athygli þegar hún var frumsýnd í Cannes í liðinni viku. Umfjöllun um hana hefur verið jákvæð. Erlenda pressan undrast hvernig hátíðin er að þróast. Hetja á veHinum á leiktím? Evrópskir blaðamenn sem fjalla um hátíðina, sem telja má ótvírætt þá stærstu í Evrópu, hafa löngum haft áhyggjur af vaxandi ítökum bandarískra framleiðenda í Cann- es. Það tiltæki að hefja hátíðina með Da Vinci lyklinum og þannig gera hátíðarhaldið að umgjörð fyr- ir opnun á þeirri misheppnuðu kvikmynd hefur mælst illa fyrir. Skil rofin Zidane-myndin var í þeim flokki mynda hátíðarinnar sem eru oftast tilraunakenndar og óvenjulegar. Myndin verður sýnd á Listamess- unni í Basel um miðjan þennan mánuð á stórum leikvangi og risa- stóru tjaldi. Sem kemur ekJd á óvart því leikstjórarnir eru báðir komnir úr myndlistargeiranum. Gagnrýn- andi Dagens Nyheter sagði lfka að í verkinu brjóti þeir upp skilin milli kvikmyndar og listar, innsetningar og sportviðburðar. Frægt lið og reynt Sautján tökumenn fýlgdus með leik Real Madrid og Villareal í apríl í fyrra. I stað þess að fýlgja bolt- anum eins og oftast er gert var hetjunni fylgt eftir. Fyrir vinnslu myndarinnar lögðust leikstjórarn- ir í ransókn á birtunotkun Goya í Prado-safninu. Samstarfshópurinn var enda ekki afverri endanum: tökumaður- inn Darius Khondji (The Interp- reter, Seven, City Of Lost Children, Delicatessen), hljóðhönnun Tom Johnson (King Kong, Charlie and the Chocolate Factory, Requiem for a Dream), og klipparinn Herve Schneid (Alien, Amelie of Mont- martre, and Un Long Dimanche de Fiangailles). Zidane-myndin varí þeim flokki mynda há- tíðarinnar sem eru oft- ast tilraunakenndar og óvenjulegar. Lyft úr sæti Gagnrýnandi Observer sagði myndina það éina sem hefði lyft sér úr sæti og taldi hana frábær- lega vel gerða. Af öðru var hann eldd eins hrifinn og taldi hátíð- ina vera að falla í gæðum. Þar væri nóg framboð af svipuðu efni sem sýndi hugmyndaleysi þeirra sem fremst færu í kvikmyndaiðnaði heimsins og þá um leið þeirra sem veldu efni á hátíðina. Þó var hann ánægður með mynd Soflu Copp- ola um Maríu Antonettu sem víð- ast hvar var illa tekið, enda hvernig geta menn leyft sér að gera sögu- lega mynd um franska kónga með amerískum leikurum og frumsýna hana í Frakklandi. Fararheill Heimildamynd um fótbolta- mann kann að vera undarlegur réttur á því allsnægtaborði sem kvikmyndaheimurinn er og mun væntanlega ráða nokkur um hvort Sigurjón Sighvatsson heldur áfram að sinna heimildamyndum, en þær sem hann hefur gert hafa eink- um beinst að tónlistariðnaðinum (Rattle and hum, In Bed with Mad- onna og Gargandi Snilld). Slíkar myndir eru erflðar í sölu en góð- ur gangur í Cannes ætti að styrkja möguleika myndarinnar að ná inn á stærri markaði. Svo ætti ekki að spilla fyrir að heimsmeistaramót í knattspyrnu eryfirvofandi. Heimsóknir asískra leikflokka eru fátíðar hér á landi, en brátt verða tvær sýningar hér í boði og á komandi hausti verða aðrar tvær á boðstólum. Tilefnið er hálfrar aldar afmæli vináttutengsla okkar við Japan. Góðir gestir að austan •IIS m Sú var tíðin að hingaðkomur asískra listamanna voru tíðar. Hing- að kom Peking-óperan kínverska í tvígang á tímum kalda stríðsins og allar götur síðan hafa heimsóknir leik- og dansflokka frá fjarlægum löndum þótt nýnæmi íslenskum augum. Heimsóknirnar koma upp á sér- kennilegum tíma. Héðan er Kaninn að fara með allt sitt hafurtask og í Japan standa þarlendir menn í deil- um við Kanann, ekki síst á Okinawa sem varð flugmóðurskip amer- íska hersins í Kyrrahafi rétt eins og þeir vildu að ísland yrði í draumsýn sinni 1946. Hefur sú framtíðarsýn þeirra verið til umfjöllunar nýlega í bók Andra Snæs. Annar gestahóp- urinn nú snemmsumars er einmitt frá Okinawa. Hóparnir sem komu eru fjórir, tveir í vor og tveir í haust. Fyrsta sýningin verður danssýningin Genji í Kassanum 7. og 8. júní en 25. júní er röðin komin að sýningu ACO Okinawa - Undir sjöstjörnu - sem sýnd verður á Stóra sviðinu. Genji er nútímadansverk sem tengir saman ólík og sígild listform frá Japan, þeirra á meðalNoh-form- ið. Verkið byggir á kafla úr Genji Monogatari, þekktri sígildri jap- anskri skáldsögu frá 11. öld. Sagan segir frá lífi aðalsmannsins Hikaru Genji. Aoi no ue, eiginkona Hikaru Genji, þjáist af dulinni en heiftarlegri afbrýði í garð ástkonu eigin- manns síns. Afbrýði- semin heltekur líkama Aoi no ue með afar nei- kvæðum afleiðingum. Noh er sígilt japanskt sýningarform sem sam- einar dans-, leik-, tón- og ljóðlist í eina listgrein. Fjarri tíma og rúmi, býður tómt Noh-sviðið gestum inn í heim ástríðna sem eru tjáðar með nútímadanshreyfingum. Shomyo, búddísk bæn, og Gagaku, forn jap- önsk hirðtónlist (hvor tveggja frá 9. öld) umlykur þessa tímalausu ver- öld. Tvær sýningar verða í Kassan- um í Þjóðleikhúsinu, dagana 7. og 8. júní. Þann 25. júní flytur hópurinn frá Okinawa Undir sjöstjörnu á Stóra- sviði Þjóðleikfrússins. Hópurinn vinnur með einstakar og hrífandi menningarhefðir Okinawa undir áhrifum frá hafinu og hugmyndum frumbyggjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.