Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Blaðsíða 42
54 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Menning DV Imamura látinn Gamall meistari, Shoei Ima- mura (79), lést fyrri hluta vikunn- ar í Japan og þar með er fallin frá einn af meisturum japanskrar kvikmyndalista og stærsta nafnið þar í landi eftir daga Kurosawa. Imamura fékk í tvígang Gull- pálmann í Cannes fyrir Átök í Narayama (1982) ogÁlinn (1998). Hann var einnig leikstjóri Svarts regns (1989) sem lýsti afleiðing- um kjarnorkuárása Bandaríkja- manna á Japan 1946 og afdrifum fómarlamba hennar. I-Iann er talinn í hópi nýbylgju- manna í Japan og sneri sér að nútímalegum viðfangsefnum stórborgarinnar sem var nýnæmi í þá tíð. Hann gerði í allt 22 kvik- myndir. Daprar hórur í bíó, Sunnan frá strönd, eins og Sigurður Pálsson kallaði Rivier- una, berast þær fréttir að nýja skáldsagan hans Gabriel Garcia Marques um níræða karlinn og ást hans á konum, einkum ungum konum, verði kvikmynduð. Það er níræður öldungur sem ætlar sér það, Henning Carlsen, gamli meistari danskra kvikmynda, og filmað verður á Kúbu. Það er enski kvikmyndabransa- blaðið Screen International sem segir frá. Nina Crone, framleið- andi Carlsen til margra ára, er var í Cannes að fjármagna dæm- ið. Eru áætlanir að hefja tökur í byrjun næsta árs og verður leik- ið á spænsku eftir handriti Jean Claude Carriere for. Sá á handrit- ið að næstu mynd Milos Forman Goya's Ghost. Verkið nýtur vel- vildar Castrós og verður skáldið ráðgjafi við kvikmyndagerðina. Rankin til íslands Höfundur glæpasagnanna um lögreglumanninn Rebus í Edinborg, Ian Rankin, hefur þegið boð Pennans Eymunds- son um Islandsheimsókn í byrj- un júm'. Rankin mun fjalla um verk sín og lesa upp í bókabúð Máls og menningar við Lauga- veg laugardaginn 3. júní klukkan 13 og árita bækur að því loknu. Bækur Rankin um drykk- felldu rannsóknarlögguna Re- bus eru ekki aðeins mest seldu glæpasögurnar í Bretlandi held- ur hafa þær notið gríðarlegra vinsælda víða um heim á und- anförnum árum og selst í millj- ónum eintaka. Að sögn Óttars Proppé, vörustjóra erlendra bóka hjá PennanumEymunds- son, er Ian Rankin einnig með allra vinsælustu erlendu glæpa- sagnahöfundunum á íslandi og fer sala á bókum hans sífellt vaxandi. Sögurnar gerast í Edinborg og sýna aðra og skuggalegri hlið á borginni en ferðamenn fá venjulega að sjá. Heimildamynd Sigurjóns Sighvatssonar framleiðanda um Zinedine Zidane vakti nokkra athygli þegar hún var frumsýnd í Cannes í liðinni viku. Umfjöllun um hana hefur verið jákvæð. Erlenda pressan undrast hvernig hátíðin er að þróast. Hetja á veHinum á leiktím? Evrópskir blaðamenn sem fjalla um hátíðina, sem telja má ótvírætt þá stærstu í Evrópu, hafa löngum haft áhyggjur af vaxandi ítökum bandarískra framleiðenda í Cann- es. Það tiltæki að hefja hátíðina með Da Vinci lyklinum og þannig gera hátíðarhaldið að umgjörð fyr- ir opnun á þeirri misheppnuðu kvikmynd hefur mælst illa fyrir. Skil rofin Zidane-myndin var í þeim flokki mynda hátíðarinnar sem eru oftast tilraunakenndar og óvenjulegar. Myndin verður sýnd á Listamess- unni í Basel um miðjan þennan mánuð á stórum leikvangi og risa- stóru tjaldi. Sem kemur ekJd á óvart því leikstjórarnir eru báðir komnir úr myndlistargeiranum. Gagnrýn- andi Dagens Nyheter sagði lfka að í verkinu brjóti þeir upp skilin milli kvikmyndar og listar, innsetningar og sportviðburðar. Frægt lið og reynt Sautján tökumenn fýlgdus með leik Real Madrid og Villareal í apríl í fyrra. I stað þess að fýlgja bolt- anum eins og oftast er gert var hetjunni fylgt eftir. Fyrir vinnslu myndarinnar lögðust leikstjórarn- ir í ransókn á birtunotkun Goya í Prado-safninu. Samstarfshópurinn var enda ekki afverri endanum: tökumaður- inn Darius Khondji (The Interp- reter, Seven, City Of Lost Children, Delicatessen), hljóðhönnun Tom Johnson (King Kong, Charlie and the Chocolate Factory, Requiem for a Dream), og klipparinn Herve Schneid (Alien, Amelie of Mont- martre, and Un Long Dimanche de Fiangailles). Zidane-myndin varí þeim flokki mynda há- tíðarinnar sem eru oft- ast tilraunakenndar og óvenjulegar. Lyft úr sæti Gagnrýnandi Observer sagði myndina það éina sem hefði lyft sér úr sæti og taldi hana frábær- lega vel gerða. Af öðru var hann eldd eins hrifinn og taldi hátíð- ina vera að falla í gæðum. Þar væri nóg framboð af svipuðu efni sem sýndi hugmyndaleysi þeirra sem fremst færu í kvikmyndaiðnaði heimsins og þá um leið þeirra sem veldu efni á hátíðina. Þó var hann ánægður með mynd Soflu Copp- ola um Maríu Antonettu sem víð- ast hvar var illa tekið, enda hvernig geta menn leyft sér að gera sögu- lega mynd um franska kónga með amerískum leikurum og frumsýna hana í Frakklandi. Fararheill Heimildamynd um fótbolta- mann kann að vera undarlegur réttur á því allsnægtaborði sem kvikmyndaheimurinn er og mun væntanlega ráða nokkur um hvort Sigurjón Sighvatsson heldur áfram að sinna heimildamyndum, en þær sem hann hefur gert hafa eink- um beinst að tónlistariðnaðinum (Rattle and hum, In Bed with Mad- onna og Gargandi Snilld). Slíkar myndir eru erflðar í sölu en góð- ur gangur í Cannes ætti að styrkja möguleika myndarinnar að ná inn á stærri markaði. Svo ætti ekki að spilla fyrir að heimsmeistaramót í knattspyrnu eryfirvofandi. Heimsóknir asískra leikflokka eru fátíðar hér á landi, en brátt verða tvær sýningar hér í boði og á komandi hausti verða aðrar tvær á boðstólum. Tilefnið er hálfrar aldar afmæli vináttutengsla okkar við Japan. Góðir gestir að austan •IIS m Sú var tíðin að hingaðkomur asískra listamanna voru tíðar. Hing- að kom Peking-óperan kínverska í tvígang á tímum kalda stríðsins og allar götur síðan hafa heimsóknir leik- og dansflokka frá fjarlægum löndum þótt nýnæmi íslenskum augum. Heimsóknirnar koma upp á sér- kennilegum tíma. Héðan er Kaninn að fara með allt sitt hafurtask og í Japan standa þarlendir menn í deil- um við Kanann, ekki síst á Okinawa sem varð flugmóðurskip amer- íska hersins í Kyrrahafi rétt eins og þeir vildu að ísland yrði í draumsýn sinni 1946. Hefur sú framtíðarsýn þeirra verið til umfjöllunar nýlega í bók Andra Snæs. Annar gestahóp- urinn nú snemmsumars er einmitt frá Okinawa. Hóparnir sem komu eru fjórir, tveir í vor og tveir í haust. Fyrsta sýningin verður danssýningin Genji í Kassanum 7. og 8. júní en 25. júní er röðin komin að sýningu ACO Okinawa - Undir sjöstjörnu - sem sýnd verður á Stóra sviðinu. Genji er nútímadansverk sem tengir saman ólík og sígild listform frá Japan, þeirra á meðalNoh-form- ið. Verkið byggir á kafla úr Genji Monogatari, þekktri sígildri jap- anskri skáldsögu frá 11. öld. Sagan segir frá lífi aðalsmannsins Hikaru Genji. Aoi no ue, eiginkona Hikaru Genji, þjáist af dulinni en heiftarlegri afbrýði í garð ástkonu eigin- manns síns. Afbrýði- semin heltekur líkama Aoi no ue með afar nei- kvæðum afleiðingum. Noh er sígilt japanskt sýningarform sem sam- einar dans-, leik-, tón- og ljóðlist í eina listgrein. Fjarri tíma og rúmi, býður tómt Noh-sviðið gestum inn í heim ástríðna sem eru tjáðar með nútímadanshreyfingum. Shomyo, búddísk bæn, og Gagaku, forn jap- önsk hirðtónlist (hvor tveggja frá 9. öld) umlykur þessa tímalausu ver- öld. Tvær sýningar verða í Kassan- um í Þjóðleikhúsinu, dagana 7. og 8. júní. Þann 25. júní flytur hópurinn frá Okinawa Undir sjöstjörnu á Stóra- sviði Þjóðleikfrússins. Hópurinn vinnur með einstakar og hrífandi menningarhefðir Okinawa undir áhrifum frá hafinu og hugmyndum frumbyggjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.