Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 43
DV Menning
FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 55
HAinn*
Tvær konur fá sér smók í sólinni. Ljósmyndir Robs
. Hornstra frá íslandi okkar tíma hafa veriö til sýnis í Þjóð-
'minjasafni um nokkurt skeið og bók með myndum hans er
komin út í litlu upplagi. Vinna hans við skráningu manna-
og húsamynda á íslandi er einstæð og merkileg heimild
um hvað við erum á þessum tímapunkti í lífi þjóðarinnar.
Skömmu eftir áramótin var
opnuð sýning á ljósmyndum ungs
Hollendings, Rob Hornstra, í Þjóð-
minjasafninu. Hún stendur enn
yfir og lýkur ekki fyrr en um miðj-
an mánuð. Samfara sýningu hans,
Rætur rúntsins, kom út í Hollandi
samnefnd bók með ljósmyndum
hans frá íslandi. Hefrtr sýningin
og bókin fengið nokkra umfjöll-
un í fjölmiðlum, enda sjónarhom
Homstra óvenjulegt í okkar aug-
um.
Ungir Ijósmyndarar
Koma Hornstra hingað norður
var á vegum verkefnis sem kallast
Intemational Photography Res-
earch Network. Valdir ungir ljós-
myndarar fóm á milli landa og
einbeittu sér að afmörkuðum við-
fangsefnum í öðrum löndum. Rob
Homstra var einn sex þátttakenda
í evrópsku Ijósmyndaverkefni á
vegum Intemational Photography
Research Network við háskólann
í Sunderland í Englandi, en Þjóð-
minjasafn íslands var samstarfs-
aðili að verkefninu árið 2005. Aðrir
þátttakendur komu frá Tékklandi,
Litháen, Slóvakíu og Bretlandi.
í hring
Meginþema verkefnisins var at-
vinna og þess vegna ákvað Rob að
einbeita sér að starfsfólki í fiskiðn-
aði og ferðast um þorp landsins.
Rúnturinn vakti sérstakan áhuga
hans vegna þess að hann sýndi
hvað ungt fólk í litlum þorpum
gerir til að drepa tímann.
Rúnturinn er ekki íslenskt fýrir-
bæri. Umferðin um aðalgötuna í
lúpu þekkist víða. f Reykjavík var
rúnturinn afar sterk félagsleg ein-
ing í miðbænum langt fram eftir
síðustu öld. Fólk fór um Austur-
stræti, Aðalstræti og Hafriarstræti
í hring að kvöldlagi, bæði fótgang-
andi og á bílum. Þar sáu allir alla.
Það má fiiilyrða að stóm samkom-
ur ungs fólks á Hallærisplaninu
um 1980 hafi verið endapunktur-
inn f þessu samkomuhaldi, þó enn
séu leyfar af rúntinum sjáanlegar
að næturlagi í Reykjavík, en ekki
með sama svip og áður.
Skrautlaust líf
Það sem er athyglisvert við
sjónarhorn Homstra er að hann
skoðar samfélag okkar með aug-
um gestsins. Þorpið er blanda af
einstaklingum sem hann festir á
mynd, ungt fólk og gamalt, fslend-
ingar og erlendir menn. Þetta er
kaldur heimur og sýnir einangrað
samfélag. Aðbúnaður og aðstæður
era skrautlausar, fátæklegar jafn-
vel. Fólk er í sínum hversdagslega
búnaði. Það hefur alvarlegt yfir-
bragð, ögn hátíðlegt.
Fylgir Homstra þar eftirdæmi
Rineka Dijkskra, landa síns, sem
leitar uppi alþýðufólk í hversdags-
legu umhverfi. Efni myndarinn-
ar er ekki upphafið, heldur fál-
átt, jafitvel feimið. Fyrir bragðið er
maðurinn nær áhorfandanum á
jafitræðisgrandvelli. Ég eins og þú.
Nema áhorfandinn upphefji sig og
afhjúpi um leið.
Hús á stangli
Myndir Homstra eru frábær-
lega gerðar og bók hans er óneit-.
aníega einhver naktasti vimis-
burður um íslenskt samfélag sem
saman hefur verið tekinn í lang-
an tíma. Hann einbeitir sér að
unga fólkinu, lýsir upp tignun bíls-
ins í fátæklegu samfélagi og gefur
skarpa innsýn í stöðu verkafóiks í
fiskiðnaði. í bókinni blandar hann
inn stökum myndum sem segja má
að séu hliðarspor í þema verksins,
nöturlegum stöðum í yfirgefnum
húsum, bæði heimilum sem eru
yfirgefin og vinnustöðum. Þá eru
stöku myndir af hlutum þéttbýlis,
hús á stangli.
Önnurbók
Orri Jónsson var okkar mað-
ur í þessu samvinnuverkefhi. f lít-
Rob Hornstra Ljósmyndarinn ungirvar
hérá feröinni fyrir ári en sýningahnas og
bók eru nú aögengilegar áhugamönnum
um Ijósmyndirog samfélag
illi bók um verkefnið í heild má sjá
hans hlut, en þar vekja einkum at-
hygli framlag Hornstra og Renja
Laino frá Finnlandi sem myndar
fólk við skjá og fangar eftirminni-
lega hið fangaða augnablik þess
sem er gagntekinn af skjámynd-
inni. Ógnvekjandi myndir og af-
hjúpandi.
Rætur rúntsins og samantek-
in verk eru fáanlegar í stöku bóka-
verslunum í Reykjavík og í búð
Þjóðminjasafnsins. Sýning Hom-
stra í Þjóðminjasafni mun hanga
uppitil ll.júní.
pbb<g>dv.is
Edda valin borg-
arlistamaður
Á miðvikudag var tilkynnt
í Höfða, við hátíðlega athöfh,
hver fengi titilinn Borgarlista-
maður. Að þessu sinni var það
leikkonan, söngkonan og leik-
stjórinn, Edda Heiðrún Back-
man, sem varð fyrir valinu.
Edda Heiðrún hóf feril sinn
í Þjóðleikhúsinu 1984 eftir nám
við Leiklistarskóla íslands. Hún
hefur starfað jöfnum höndum
í Þjóðleikliúsi, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og frjálsum leik-
hópum. Hún er fjölhæf lista-
kona og lék, dansaði og söng
sig inn í hjörtu áhorfenda. Þá
hefur hún verið virk í leik í
sjónvarpi og útvarpi. Sungið
inn á hljómplötur, bæði tón-
list fyrir böm og fullorðna. Þá
er ógetið leiks heimar í kvik-
myndum.
Edda varð þegar í upphafi
ferils síns fremst leikkvenna
sinnar kynslóðar og naut mik-
illar lýðhylli. Hún hefur hin síð-
ari ár snúið sér að leikstjórn og
lét af leik vegna veikinda sem
hún hefur strítt við.
Borgarlistamaður hlýtur
eina milljón í styrk sem stuðn-
ing við frekari listaff ek hans.
Danskeppnin
haldin
Það er komið að því að fláutað
verði til leiks í hinni árlegu dans-
keppni Leikfélags Reykjavíkur og
fslenska dansfiokksins. Þar eru
leiddir sarnan leikarar, dansarar
og nýir höfundar - níu stykki - all-
ir upprennandi dansleikhúshöf-
undar úrýmsum áttum. Þeir fá 25
klukkustundir til að skapa stutt
dansleikhúsverk.
Samkeppnin er haldin af Leik-
félagi Reykjavfkur og fslenska
dansflokknum með stuðningi frá
SPRON og er þetta fjórða árið í
röð sem hún er haldin. Tilgangur
keppni af þessu tagi er að styðja
dansleikhúsformið og kanna
möguleika þess. Hugmyndin í ár
er að taka enn eitt skrefi í átt að
öflugu íslensku dansleikhúsi þar
sem eitt verk verður valið til fr ek-
ari þróunar að keppni lokinni. f
fýrra vann Ingvar E. Sigurðsson
verðlaun fýrir verk sitt
Skipuð dómnefrtd velur þrjú
verk til verðlauna, áhorfendur
eitt og í ár munu aðstandendur
keppninnar velja eitt verk til frek-
ari vinnslu í húsinu. Verðlaunin
era vegleg peningaverðlaun!
Keppnin hefur
verið geysivinsæl
meðal fagfólks en
ekkisísthjá
áhorfend-
um og erf-
itt gæti
verið
að
næla
sérí
miða
á þennan
skemmtilega
viðburð sem
er aðeins
fluttur einu
sinni þann
8. júni svo
nú er um
að gera að
krækja sér í
miða.